Til skoðunar hvort auglýsing Áslaugar sé lögmæt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2022 19:31 Menningarráðherra skoðar nú hvort starfsauglýsing annars ráðuneytis þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu stangist á við lög. Forsætisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu tungumálsins og gagnrýnir þá þróun að innlend fyrirtæki velji sér ensk heiti í ríkari mæli. Starfsauglýsing háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins í síðustu viku vakti mikla athygli en þar var í fyrsta skipti ekki gerð krafa um að starfsmaður tali íslensku í ráðuneyti hér á landi. Íslensk málnefnd gagnrýndi auglýsinguna og taldi hana skýrt brot á lögum um stöðu íslenskrar tungu. „Ég tek þetta mjög alvarlega og við erum að skoða þetta í mínu ráðuneyti og ég hef sagt viðkomandi ráðherra það. Ég tel að við getum ekki gefið mikinn afslátt hvað varðar auglýsingar af þessu tagi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en málefni íslenskrar tungu falla undir hennar ráðuneyti. Lilja segir gríðarlega mikilvægt að halda í íslenskt mál hér á landi. Stjórnvöld eigi að sýna gott fordæmi þar.vísir/vilhelm Hún virðist ekki sammála Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að hér sé á ferð eðlilegt skref fyrir íslensk ráðuneyti. „Það skref sem er verið að taka þarna er mjög stórt og kannski stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Og það þarf að eiga sér stað ákveðin umræða í samfélaginu áður en við tökum slíkt skref,“ segir Lilja. Bæði Lilja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru þó sammála háskólaráðherranum um að hér verði að auka aðgengi innflytjenda að störfum í stjórnkerfinu. „En þá fyndist mér ekki óeðlilegt að þegar fólk kemur til starfa að það njóti líka íslenskukennslu svo það geti smám saman tileinkað sér íslenskukunnáttu,“ segir Katrín. Auka verði íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi - ekki síst svo það komist betur inn í allt samfélagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir umhugsunarvert hve mörg íslensk fyrirtæki velji sér ensk heiti.vísir/vilhelm Innlend fyrirtæki með ensk heiti Margir vilja tengja þessa þróun stærra vandamáli. Málfræðingar hafa stigið fram á síðustu árum og varað við því að íslenskan sé víða að hopa fyrir enskunni. Til dæmis hafa mörg alíslensk fyrirtæki sem stíla aðeins inn á íslenskan markað valið sér ensk heiti á borð við World Class Iceland, Lemon, Local, Ground Zreo og American Style svo einhver séu nefnd. „Mér finnst umhugsunarefni að sjá hve mörg fyrirtæki kjósa að kalla sig enskum heitum og ekki íslenskum heitum. Og ég hef miklar áhyggjur af því að smám saman séum við að missa svið samfélagsins frá íslenskunni og yfir í ensku,“ segir Katrín. Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Starfsauglýsing háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins í síðustu viku vakti mikla athygli en þar var í fyrsta skipti ekki gerð krafa um að starfsmaður tali íslensku í ráðuneyti hér á landi. Íslensk málnefnd gagnrýndi auglýsinguna og taldi hana skýrt brot á lögum um stöðu íslenskrar tungu. „Ég tek þetta mjög alvarlega og við erum að skoða þetta í mínu ráðuneyti og ég hef sagt viðkomandi ráðherra það. Ég tel að við getum ekki gefið mikinn afslátt hvað varðar auglýsingar af þessu tagi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en málefni íslenskrar tungu falla undir hennar ráðuneyti. Lilja segir gríðarlega mikilvægt að halda í íslenskt mál hér á landi. Stjórnvöld eigi að sýna gott fordæmi þar.vísir/vilhelm Hún virðist ekki sammála Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að hér sé á ferð eðlilegt skref fyrir íslensk ráðuneyti. „Það skref sem er verið að taka þarna er mjög stórt og kannski stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Og það þarf að eiga sér stað ákveðin umræða í samfélaginu áður en við tökum slíkt skref,“ segir Lilja. Bæði Lilja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru þó sammála háskólaráðherranum um að hér verði að auka aðgengi innflytjenda að störfum í stjórnkerfinu. „En þá fyndist mér ekki óeðlilegt að þegar fólk kemur til starfa að það njóti líka íslenskukennslu svo það geti smám saman tileinkað sér íslenskukunnáttu,“ segir Katrín. Auka verði íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi - ekki síst svo það komist betur inn í allt samfélagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir umhugsunarvert hve mörg íslensk fyrirtæki velji sér ensk heiti.vísir/vilhelm Innlend fyrirtæki með ensk heiti Margir vilja tengja þessa þróun stærra vandamáli. Málfræðingar hafa stigið fram á síðustu árum og varað við því að íslenskan sé víða að hopa fyrir enskunni. Til dæmis hafa mörg alíslensk fyrirtæki sem stíla aðeins inn á íslenskan markað valið sér ensk heiti á borð við World Class Iceland, Lemon, Local, Ground Zreo og American Style svo einhver séu nefnd. „Mér finnst umhugsunarefni að sjá hve mörg fyrirtæki kjósa að kalla sig enskum heitum og ekki íslenskum heitum. Og ég hef miklar áhyggjur af því að smám saman séum við að missa svið samfélagsins frá íslenskunni og yfir í ensku,“ segir Katrín.
Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira