Múgur og margmenni við opnun Elko og Krónunnar í Skeifunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2022 10:55 Fólk var mætt í röð fyrir utan nýja verslun Elko sem opnaði í Skeifunni í morgun. Magnús Jochum Elko og Krónan opnuðu ný útibú í Mylluhúsinu í Skeifunni klukkan 9 í morgun. Áður en verslanirnar opnuðu var mikill fjöldi fólks mættur í röð fyrir utan Elko enda hundrað eintök af Playstation 5 til sölu í versluninni auk fjölda tilboða vegna opnunarinnar. Blaðamaður hafði samband við Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóra Elko, sem greindi frá opnun nýju verslunarinnar. „Við erum að flytja gamla búð í Skeifunni og erum að fara úr sirka þúsund fermetra búð yfir í fjórtánhundruð fermetra,“ sagði Arinbjörn um nýju búðina. Biðröðin teygði sig eftir öllum inngangi verslananna tveggja og út á götu.Magnús Jochum Ásamt því að fara úr gömlu rými í nýtt segir Arinbjörn verslunin vera innréttaða með glænýjum innréttingum og að fjöldi stórra hágæðaskjáa þeki veggina. Playstation 5 í verslun í fyrsta skiptið Verslunin opnaði klukkan 9 í morgun en þrátt fyrir rigningu og kulda var kominn löng röð af fólki fyrir utan verslunina um tuttugu mínútum áður en hún opnaði. „Við verðum með opnunartilboð alla helgina, við erum með þannig háttinn á þegar við opnum nýjar verslunar,“ sagði Arinbjörn um opnunina. Frá fimmtudegi og fram yfir helgina verða þessi opnunartilboð fáanleg í verslun Elko í Skeifunni. Fjöldi fólks var kominn með Playstation-tölvur í hendurnar um leið og búið var að opna verslunina.Magnús Jochum Vafalaust hafa einhverjir verið spenntir fyrir opnun nýju búðarinnar og þeim opnunartilboðum sem voru þar í boði. En þær hundrað Playstation 5 tölvur sem voru til sölu við opnunina hafa líklega spilað stærsta rullu í að trekkja fólkið að. Stafli af um 25 Playstation 5 tölvum sem verður vafalaust horfinn í lok dags.Magnús Jochum Frá því að þessi fimmta og nýjasta útgáfa Playstation-tölvunnar kom út í nóvember 2020 hefur tölvan verið illfáanleg um allan heim. Hérlendis hefur hún yfirleitt selst hratt upp í hvert skipti sem bæst hefur í lagerinn. Fólk hefur því eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar þegar það heyrði af tölvunum hundrað. „Við erum með Playstation 5 í verslun í fyrsta skipti í verslun. Við höfum eingöngu selt hana á vef upp á að hafa jafnt aðgengi fyrir alla. En núna erum við í fyrsta skipti með Playstation úti á gólfi, hundrað stykki,“ segir Arinbjörn. „Það hefur verið mjög erfitt að fá þær og að anna eftirspurn. Og verður erfitt að anna eftirspurn alveg fram á næsta ár,“ sagði Arinbjörn um tölvuna illfáanlegu. Eftir að fólkið var búið að bíða í röð fyrir utan Elko fór það inn í verslunina og beið þar í annarri röð.Magnús Jochum Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fyrstu PS5 tölvurnar afhentar á miðnætti í gær Vodafone hóf á miðnætti afhendingar á PlayStation 5 tölvum til viðskiptavina sinna en vélin seldist upp á örfáum klukkustundum þegar forsala hófst þann 17. september síðastliðinn. 19. nóvember 2020 22:09 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóra Elko, sem greindi frá opnun nýju verslunarinnar. „Við erum að flytja gamla búð í Skeifunni og erum að fara úr sirka þúsund fermetra búð yfir í fjórtánhundruð fermetra,“ sagði Arinbjörn um nýju búðina. Biðröðin teygði sig eftir öllum inngangi verslananna tveggja og út á götu.Magnús Jochum Ásamt því að fara úr gömlu rými í nýtt segir Arinbjörn verslunin vera innréttaða með glænýjum innréttingum og að fjöldi stórra hágæðaskjáa þeki veggina. Playstation 5 í verslun í fyrsta skiptið Verslunin opnaði klukkan 9 í morgun en þrátt fyrir rigningu og kulda var kominn löng röð af fólki fyrir utan verslunina um tuttugu mínútum áður en hún opnaði. „Við verðum með opnunartilboð alla helgina, við erum með þannig háttinn á þegar við opnum nýjar verslunar,“ sagði Arinbjörn um opnunina. Frá fimmtudegi og fram yfir helgina verða þessi opnunartilboð fáanleg í verslun Elko í Skeifunni. Fjöldi fólks var kominn með Playstation-tölvur í hendurnar um leið og búið var að opna verslunina.Magnús Jochum Vafalaust hafa einhverjir verið spenntir fyrir opnun nýju búðarinnar og þeim opnunartilboðum sem voru þar í boði. En þær hundrað Playstation 5 tölvur sem voru til sölu við opnunina hafa líklega spilað stærsta rullu í að trekkja fólkið að. Stafli af um 25 Playstation 5 tölvum sem verður vafalaust horfinn í lok dags.Magnús Jochum Frá því að þessi fimmta og nýjasta útgáfa Playstation-tölvunnar kom út í nóvember 2020 hefur tölvan verið illfáanleg um allan heim. Hérlendis hefur hún yfirleitt selst hratt upp í hvert skipti sem bæst hefur í lagerinn. Fólk hefur því eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar þegar það heyrði af tölvunum hundrað. „Við erum með Playstation 5 í verslun í fyrsta skipti í verslun. Við höfum eingöngu selt hana á vef upp á að hafa jafnt aðgengi fyrir alla. En núna erum við í fyrsta skipti með Playstation úti á gólfi, hundrað stykki,“ segir Arinbjörn. „Það hefur verið mjög erfitt að fá þær og að anna eftirspurn. Og verður erfitt að anna eftirspurn alveg fram á næsta ár,“ sagði Arinbjörn um tölvuna illfáanlegu. Eftir að fólkið var búið að bíða í röð fyrir utan Elko fór það inn í verslunina og beið þar í annarri röð.Magnús Jochum
Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fyrstu PS5 tölvurnar afhentar á miðnætti í gær Vodafone hóf á miðnætti afhendingar á PlayStation 5 tölvum til viðskiptavina sinna en vélin seldist upp á örfáum klukkustundum þegar forsala hófst þann 17. september síðastliðinn. 19. nóvember 2020 22:09 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Fyrstu PS5 tölvurnar afhentar á miðnætti í gær Vodafone hóf á miðnætti afhendingar á PlayStation 5 tölvum til viðskiptavina sinna en vélin seldist upp á örfáum klukkustundum þegar forsala hófst þann 17. september síðastliðinn. 19. nóvember 2020 22:09