„Sit með leifarnar af kvöldinu í fanginu, hjartanu, höfðinu. Með lyktina af þér á fingrunum, vörunum, lamaður, glaður. Ölvaður af ljósi fegurðarinnar í blóðinu, hjartanu í augunum. Man ekki hvað þú heitir ástfanginn, glataður, trylltur,“ segir meðal annars í textanum en lagið má heyra í heild sinni hér að neðan:
Bubbi samdi sjálfur lagið og textann líkt og svo oft áður og spilar á gítar og syngur. Upptökustjórn var í höndum Arnars Guðjónssonar sem sá einnig um trommur, rafgítar, bassa, og bakraddir en Hrafn Thoroddsen spilar á hljómborð í laginu.
Tilkynnti komu lagsins á Instagram
Bubbi var búinn að tilkynna aðdáendum sínum að nýtt lag væri á leiðinni á Instagram miðli sínum fyrir þremur vikum síðan og eru þeir eflaust glaðir að fá að hlusta á það í heild sinni.