Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2022 23:01 Morð George Floyd leiddi til mótmæla og óreiða víða um Bandaríkin. Getty/Mario Tama Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. Chauvin hafði játað brot sín en dómsuppkvaðning fór fram í kvöld. Samkvæmt samkomulagi sem Chauvin gerði við saksóknara stóð til að dæma hann í tuttugu til 25 ára fangelsi. Hann myrti Floyd þegar hann og aðrir lögregluþjónar handtóku þann síðarnefnda í maí 2020. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Í dómsal í kvöld fór dómari hörðum orðum um gjörðir Chauvins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég skil hreinlega ekki af hverju þú gerðir það sem þú gerðir,“ sagði Paul Magnuson, dómari. „Að halda hnéi þínu á hálsi manns þar til hann deyr er einfaldlega rangt. Framferði þitt var rangt og hneykslanlegt.“ Chauvin var æðsti lögregluþjónninn á vettvangi og hafnaði uppástungum frá einum af þremur öðrum sem voru þarna um að snúa Floyd við. Dómarinn kemur einnig að dómsmálum hinna þriggja lögregluþjónanna en kenndi Chauvin um hvernig fór. „Þú gjörsamlega rústaðir lífum þriggja ungra lögregluþjóna með að taka stjórn á vettvangi,“ sagði Magnuson. Dómarinn hefur ekki kveðið upp dóm sinn í máli hinna lögregluþjónanna. Í frétt AP segir að það að Chauvin hafi verið dæmdur í fangelsi bæði í Minnestoa og af alríkisdómstól feli í sér að hann muni þurfa að sitja inn í minnst átján ár þar til hann eigi möguleika á reynslulausn. Þá muni hann afplána dóm sinn í alríkisfangelsi, sem gæti reynst honum auðveldara en í almennu fangelsi. Chauvin ávarpaði ættingja Floyds í dómsal í dag. Hann baðst ekki afsökunar eða lýsti yfir iðrun en óskaði börnum Floyds alls hins besta í lífinu. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. 12. júní 2021 07:38 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Chauvin hafði játað brot sín en dómsuppkvaðning fór fram í kvöld. Samkvæmt samkomulagi sem Chauvin gerði við saksóknara stóð til að dæma hann í tuttugu til 25 ára fangelsi. Hann myrti Floyd þegar hann og aðrir lögregluþjónar handtóku þann síðarnefnda í maí 2020. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Í dómsal í kvöld fór dómari hörðum orðum um gjörðir Chauvins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég skil hreinlega ekki af hverju þú gerðir það sem þú gerðir,“ sagði Paul Magnuson, dómari. „Að halda hnéi þínu á hálsi manns þar til hann deyr er einfaldlega rangt. Framferði þitt var rangt og hneykslanlegt.“ Chauvin var æðsti lögregluþjónninn á vettvangi og hafnaði uppástungum frá einum af þremur öðrum sem voru þarna um að snúa Floyd við. Dómarinn kemur einnig að dómsmálum hinna þriggja lögregluþjónanna en kenndi Chauvin um hvernig fór. „Þú gjörsamlega rústaðir lífum þriggja ungra lögregluþjóna með að taka stjórn á vettvangi,“ sagði Magnuson. Dómarinn hefur ekki kveðið upp dóm sinn í máli hinna lögregluþjónanna. Í frétt AP segir að það að Chauvin hafi verið dæmdur í fangelsi bæði í Minnestoa og af alríkisdómstól feli í sér að hann muni þurfa að sitja inn í minnst átján ár þar til hann eigi möguleika á reynslulausn. Þá muni hann afplána dóm sinn í alríkisfangelsi, sem gæti reynst honum auðveldara en í almennu fangelsi. Chauvin ávarpaði ættingja Floyds í dómsal í dag. Hann baðst ekki afsökunar eða lýsti yfir iðrun en óskaði börnum Floyds alls hins besta í lífinu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. 12. júní 2021 07:38 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52
Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46
Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. 12. júní 2021 07:38