Leggur til að einkaþotur hætti að fljúga um Reykjavíkurflugvöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2022 11:29 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Vísir/Egill Borgarfulltrúi Vinstri grænna vill að einkaþotur hætti að fljúga um Reykjavíkurflugvöll og lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði í gær. Hún telur að tillagan fái ágætan hljómgrunn innan borgarstjórnar og er einnig bjartsýn á afstöðu samgönguyfirvalda. Tillaga Vinstri grænna felst í því að borgarstjóra verði falið að semja við samgönguyfirvöld um að beina umferð á einkaþotum og þyrluflugi annað en um Reykjavíkurflugvöll, Keflavíkurflugvöll til dæmis. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta myndu hafa margs konar jákvæð áhrif á borgina. „Ekki síst umhverfisleg en líka bara, þetta er til mikils ama fyrir íbúa miðborgarinnar og í nágrenni við flugvöllinn, sem búa þar. Og líka vegna öryggis. Með auknu flugi um Reykjavíkurflugvöll eykst óöryggi, að það verði slys og fleira,“ segir Líf. Tillögunni var frestað og hún því ekki rædd í borgarráði. En Líf bendir á að þessi mál hafi oft verið rætt á vettvangi borgaryfirvalda. „Og ég veit alveg að það eru margir borgarfulltrúar sem myndu vilja sjá þetta raungerast. Þannig að ég er alveg vongóð um að við... að minnsta kosti töpum við ekkert á því að tala við samgönguyfirvöld um breytingar á flugi til Reykjavíkurflugvallar.“ Þá segist Líf bjartsýn á að téð samgönguyfirvöld íhugi tillöguna af alvöru og vísar til þess að á sínum tíma hafi náðst samkomulag milli borgarstjóra og innanríkisráðherra um að banna umferð herflugvéla um völlinn. Hún bendir einnig á að samkomulag um flutning Reykjavíkurflugvallar liggi fyrir og þetta gæti verið skref í þá átt. „En tillagan „per se“ snýst ekki um það að við séum að kveðja flugvöllinn heldur snýst hún um að draga úr óþægindum íbúa Reykjavíkurborgar, sem verða af þessum einkaþotum og þyrluflugi,“ segir Líf. Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Tillaga Vinstri grænna felst í því að borgarstjóra verði falið að semja við samgönguyfirvöld um að beina umferð á einkaþotum og þyrluflugi annað en um Reykjavíkurflugvöll, Keflavíkurflugvöll til dæmis. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta myndu hafa margs konar jákvæð áhrif á borgina. „Ekki síst umhverfisleg en líka bara, þetta er til mikils ama fyrir íbúa miðborgarinnar og í nágrenni við flugvöllinn, sem búa þar. Og líka vegna öryggis. Með auknu flugi um Reykjavíkurflugvöll eykst óöryggi, að það verði slys og fleira,“ segir Líf. Tillögunni var frestað og hún því ekki rædd í borgarráði. En Líf bendir á að þessi mál hafi oft verið rætt á vettvangi borgaryfirvalda. „Og ég veit alveg að það eru margir borgarfulltrúar sem myndu vilja sjá þetta raungerast. Þannig að ég er alveg vongóð um að við... að minnsta kosti töpum við ekkert á því að tala við samgönguyfirvöld um breytingar á flugi til Reykjavíkurflugvallar.“ Þá segist Líf bjartsýn á að téð samgönguyfirvöld íhugi tillöguna af alvöru og vísar til þess að á sínum tíma hafi náðst samkomulag milli borgarstjóra og innanríkisráðherra um að banna umferð herflugvéla um völlinn. Hún bendir einnig á að samkomulag um flutning Reykjavíkurflugvallar liggi fyrir og þetta gæti verið skref í þá átt. „En tillagan „per se“ snýst ekki um það að við séum að kveðja flugvöllinn heldur snýst hún um að draga úr óþægindum íbúa Reykjavíkurborgar, sem verða af þessum einkaþotum og þyrluflugi,“ segir Líf.
Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira