„Gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2022 19:20 Glódís Perla var frábær í hjarta varnar íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm „Við vorum klárlega betra liðið og fáum færi til að klára þennan leik. Er eiginlega gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu fyrr í dag. Glódís Perla var að venju frábær í hjarta íslensku varnarinnar er liðið gerði jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem nú fer fram í Englandi. Svekkjandi niðurstaða þar sem íslenska liðið var mun sterkara á löngum köflum. Mark Belga kom úr vítaspyrnu og var Glódís Perla næst spurð út í brotið sem leiddi til vítaspyrnunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég sé þetta ekki nægilega vel, það er rosalega mikið af fólki fyrir framan mig. Fyrst við erum með VAR (í. myndbandsdómgæslu) þá ætla ég að giska á þetta hafi verið rétt ákvörðun. Gríðarlega svekkjandi samt sem áður, við komum okkur í vonda stöðu þar sem boltinn er skoppandi inn í teig.“ „Þetta víti, það hefði getað verið hendi eða eitthvað annað en við eigum að geta hreinsað boltann betur þannig að við lendum ekki í þessu. Við áttum að klára þetta sjálfar þrátt fyrir þetta víti.“ „Þetta er fyrsti af þremur leikjum og þeir telja allir jafn mikið. Við förum með eitt stig með okkur áfram sem er flott byrjun. Nú þurfum við að taka með okkur það sem gekk vel í þessum leik yfir í næsta leik og vinna hann.“ Að endingu var Glódís Perla spurð út í varnarlínu Íslands og hversu sátt hún væri með frammistöðu þeirra. „Ekki bara mér við hlið heldur líka fram á við heldur líka fram á við. Það eru í rauninni þær sem eru fyrir framan okkur sem eru að vinna boltann oftast og vinna gríðarlega mikla grunnvarnarvinnu sem skilar miklu.“ „Þær eru að hlaupa gríðarlega vegalengdir til að verja svæði, þær voru að spila mjög vel í dag og Belgía var ekki að komast í neinar hættulegar stöður fyrir framan okkur í vörninni þannig að jú við tókum það sem datt í gegn en þær fyrir framan eiga klárlega skilið mikið hrós fyrir flottan varnarleik.“ Klippa: Glódís Perla eftir leik Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08 „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45 „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Glódís Perla var að venju frábær í hjarta íslensku varnarinnar er liðið gerði jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem nú fer fram í Englandi. Svekkjandi niðurstaða þar sem íslenska liðið var mun sterkara á löngum köflum. Mark Belga kom úr vítaspyrnu og var Glódís Perla næst spurð út í brotið sem leiddi til vítaspyrnunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég sé þetta ekki nægilega vel, það er rosalega mikið af fólki fyrir framan mig. Fyrst við erum með VAR (í. myndbandsdómgæslu) þá ætla ég að giska á þetta hafi verið rétt ákvörðun. Gríðarlega svekkjandi samt sem áður, við komum okkur í vonda stöðu þar sem boltinn er skoppandi inn í teig.“ „Þetta víti, það hefði getað verið hendi eða eitthvað annað en við eigum að geta hreinsað boltann betur þannig að við lendum ekki í þessu. Við áttum að klára þetta sjálfar þrátt fyrir þetta víti.“ „Þetta er fyrsti af þremur leikjum og þeir telja allir jafn mikið. Við förum með eitt stig með okkur áfram sem er flott byrjun. Nú þurfum við að taka með okkur það sem gekk vel í þessum leik yfir í næsta leik og vinna hann.“ Að endingu var Glódís Perla spurð út í varnarlínu Íslands og hversu sátt hún væri með frammistöðu þeirra. „Ekki bara mér við hlið heldur líka fram á við heldur líka fram á við. Það eru í rauninni þær sem eru fyrir framan okkur sem eru að vinna boltann oftast og vinna gríðarlega mikla grunnvarnarvinnu sem skilar miklu.“ „Þær eru að hlaupa gríðarlega vegalengdir til að verja svæði, þær voru að spila mjög vel í dag og Belgía var ekki að komast í neinar hættulegar stöður fyrir framan okkur í vörninni þannig að jú við tókum það sem datt í gegn en þær fyrir framan eiga klárlega skilið mikið hrós fyrir flottan varnarleik.“ Klippa: Glódís Perla eftir leik
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08 „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45 „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08
„Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45
„Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15