Djokovic ætlar ekki að láta bólusetja sig og mun ekki keppa á Opna bandaríska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 08:31 Novak Djokovic verður ekki með Opna bandaríska (US Open). EPA-EFE/NEIL HALL Aðeins örfáum klukkustundum eftir að tryggja sér sinn fjórða Wimbledon-titil í röð tilkynnti Novak Djokovic að hann muni ekki keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis þar sem hann ætlar ekki að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. „Ég er ekki bólusettur og stefni ekki á að láta bólusetja mig,“ sagði Djokovic eftir sigurinn á Wimbledon á sunnudag. Sem stendur þurfa allir keppendur Opna bandaríska að vera bólusettir nema þeir fái undanþágu. Stutt er síðan Djokovic lenti í allskyns veseni í Ástralíu eftir að hafa mætt þangað óbólusettur. Þá sagðist Djokovic hafa fengið undanþágu en enginn kannaðist þó við að hafa gefið honum eina slíka og var honum á endanum vísað úr landi. „Ég held að undanþága sé ekki raunhæfur möguleiki,“ bætti hinn 35 ára gamli Serbi við á sunnudag. Sem stendur mun Djokovic heldur ekki fá að keppa í Ástralíu á næsta ári þar sem hann er óbólusettur. Kappinn viðurkenndi að hann vissi ekki hvenær hann myndi keppa næst. „Ég er í fríi. Ég mun bráðlega komast að því hvort ég sé að fara keppa á næstunni en næstu vikur mun ég taka því rólega þar sem undanfarnir mánuðir hafa verið virkilega krefjandi. Svo bíð ég eftir góðum fréttum frá Bandaríkjunum því ég vill spila þar. Ef það gerist ekki þá þarf ég að skoða dagskrána og sjá hvað gerist,“ sagði Novak að endingu. Hours after winning his fourth-straight title at Wimbledon, Novak Djokovic confirmed that he had no plans to receive the COVID-19 vaccination and, as a result, doesn't foresee himself playing in the US Open. https://t.co/0kmBzeKXpK— ESPN (@espn) July 11, 2022 Novak Djokovic er sem stendur í 3. sæti heimslistans en mun ekki klífa hann þökk sé sigrinum á Wimbledon þar sem engin stig voru gefin á mótinu vegna banns þess á keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Sem stendur verður Djokovic í 7. sæti á næsta heimslista og mun halda áfram að falla niður listann fari svo að hann missi af Opna bandaríska sem hefst þann 29. ágúst næstkomandi. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Serbía Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
„Ég er ekki bólusettur og stefni ekki á að láta bólusetja mig,“ sagði Djokovic eftir sigurinn á Wimbledon á sunnudag. Sem stendur þurfa allir keppendur Opna bandaríska að vera bólusettir nema þeir fái undanþágu. Stutt er síðan Djokovic lenti í allskyns veseni í Ástralíu eftir að hafa mætt þangað óbólusettur. Þá sagðist Djokovic hafa fengið undanþágu en enginn kannaðist þó við að hafa gefið honum eina slíka og var honum á endanum vísað úr landi. „Ég held að undanþága sé ekki raunhæfur möguleiki,“ bætti hinn 35 ára gamli Serbi við á sunnudag. Sem stendur mun Djokovic heldur ekki fá að keppa í Ástralíu á næsta ári þar sem hann er óbólusettur. Kappinn viðurkenndi að hann vissi ekki hvenær hann myndi keppa næst. „Ég er í fríi. Ég mun bráðlega komast að því hvort ég sé að fara keppa á næstunni en næstu vikur mun ég taka því rólega þar sem undanfarnir mánuðir hafa verið virkilega krefjandi. Svo bíð ég eftir góðum fréttum frá Bandaríkjunum því ég vill spila þar. Ef það gerist ekki þá þarf ég að skoða dagskrána og sjá hvað gerist,“ sagði Novak að endingu. Hours after winning his fourth-straight title at Wimbledon, Novak Djokovic confirmed that he had no plans to receive the COVID-19 vaccination and, as a result, doesn't foresee himself playing in the US Open. https://t.co/0kmBzeKXpK— ESPN (@espn) July 11, 2022 Novak Djokovic er sem stendur í 3. sæti heimslistans en mun ekki klífa hann þökk sé sigrinum á Wimbledon þar sem engin stig voru gefin á mótinu vegna banns þess á keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Sem stendur verður Djokovic í 7. sæti á næsta heimslista og mun halda áfram að falla niður listann fari svo að hann missi af Opna bandaríska sem hefst þann 29. ágúst næstkomandi.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Serbía Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Sjá meira