Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 10:23 Yfirvöld í Úkraínu hafa ítrekað gefið það til kynna undanfarna daga að umfangsmikil gagnárás sé í undirbúningi. Sérfræðingar efast um getu hersins til að hrekja Rússa aftur frá suðurströndinni á sama tíma og harðir bardagar standa yfir í austurhluta landsins. epa/Leszek Szymanski Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. Reznikov sagði í viðtali við The Times að Bretar hefðu átt stóran þátt í þeirri stefnubreytingu Vesturlanda að hætta að sjá Úkraínumönnum aðeins fyrir vopnum frá tíma Sovétríkjanna og fara að senda þeim hergögn sem Atlantshafsbandalagsríkin nota í dag. Hann sagði mikla þörf á að hraða vopnasendingum til landsins. „Það eru um það bil 700 þúsund manns í hernum og þegar þú bætir við þjóðvarnarliðinu, lögreglu og landamæravörðum erum við yfir milljón,“ sagði ráðherrann. Það væri gríðarlega mikilvægt efnahag landsins að taka aftur strandlengjuna við Svartahaf. Jack Watling, sérfræðingur við Royal United Services Institute, segir yfirlýsingu varnarmálaráðherrans þó meira heróp en raunverulega áætlun. „Þetta eru ekki milljón manns sem munu taka þátt í gagnárás,“ sagði Watling í samtali við BBC. Hann ítrekar að Úkraínumenn muni ekki vilja fara hátt með raunverulegar fyrirætlanir sínar en yfirlýsingunni sé ef til vill ætlað að fá Rússa til að verja meiri mannskap í að verja svæðin. Jonathan Beale, sérfræðingur BBC í varnarmálum, segir staðreynd málsins þá að hersveitir Úkraínu séu flestar bundnar í átökum í austurhluta landsins. Fjöldi hermanna hafi fallið á síðustu vikum og allsendis óvíst hvort Úkraínumenn hafa burði, eins og sakir standa, til að ráðast í gagnárás. Úkraínumenn gætu lært af þeim mistökum sem Rússar gerðu í upphafi innrásarinnar; að heyja ekki stríð á of mörgum víglínum í einu. Umfjöllun BBC. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Reznikov sagði í viðtali við The Times að Bretar hefðu átt stóran þátt í þeirri stefnubreytingu Vesturlanda að hætta að sjá Úkraínumönnum aðeins fyrir vopnum frá tíma Sovétríkjanna og fara að senda þeim hergögn sem Atlantshafsbandalagsríkin nota í dag. Hann sagði mikla þörf á að hraða vopnasendingum til landsins. „Það eru um það bil 700 þúsund manns í hernum og þegar þú bætir við þjóðvarnarliðinu, lögreglu og landamæravörðum erum við yfir milljón,“ sagði ráðherrann. Það væri gríðarlega mikilvægt efnahag landsins að taka aftur strandlengjuna við Svartahaf. Jack Watling, sérfræðingur við Royal United Services Institute, segir yfirlýsingu varnarmálaráðherrans þó meira heróp en raunverulega áætlun. „Þetta eru ekki milljón manns sem munu taka þátt í gagnárás,“ sagði Watling í samtali við BBC. Hann ítrekar að Úkraínumenn muni ekki vilja fara hátt með raunverulegar fyrirætlanir sínar en yfirlýsingunni sé ef til vill ætlað að fá Rússa til að verja meiri mannskap í að verja svæðin. Jonathan Beale, sérfræðingur BBC í varnarmálum, segir staðreynd málsins þá að hersveitir Úkraínu séu flestar bundnar í átökum í austurhluta landsins. Fjöldi hermanna hafi fallið á síðustu vikum og allsendis óvíst hvort Úkraínumenn hafa burði, eins og sakir standa, til að ráðast í gagnárás. Úkraínumenn gætu lært af þeim mistökum sem Rússar gerðu í upphafi innrásarinnar; að heyja ekki stríð á of mörgum víglínum í einu. Umfjöllun BBC.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira