„Þetta var iðnaðarsigur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. júlí 2022 21:49 Brynjar Gauti var frábær í sínum fyrsta leik með Fram Vísir: Hulda Margrét „Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. „Það var tekið vel á móti mér frá fyrsta degi og geggjuð aðstaða. Flottir strákar í liðinu, gríðarlegur kraftur og leiknir strákar. Ég er gríðarlega kátur með að vera kominn hingað.“ Það er langt síðan að Brynjar Gauti spilaði í 90 mínútur og viðurkennir að þreytan hafi aðeins verið farin að segja til sín undir lokin. „Það var aðeins farið að síga í undir lokin, ég viðurkenni það alveg. Ég held að síðustu 90 mínútur sem ég spilaði hafi verið á móti Fram í Garðabænum í vor. Það var kærkomið að fá 90 mínútur í skrokkinn og vonandi það sem að koma skal.“ Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið síðan 2015. Nú í ár voru gerðar áherslubreytingar sem gerði það af verkum að hann hefur fengið minni spilatíma. Að semja við Fram var því kærkomið skref upp á spilatíma. „Það koma nýir þjálfarar með sínar áherslur og sína leikmenn. Hann gerði það nokkuð ljóst að hann vildi ekki hafa mig og maður er í þessu til að spila fótbolta. Það er góð lending að vera kominn í Fram. Það er gríðarlega spennandi verkefni í gangi hérna og metnaðarfullir menn í kringum klúbbinn sem vilja gera vel og taka félagið hærra. Þetta er sögufrægt félag, stórlið á Íslandi, vonandi getur maður verið stór þáttur í því að taka næsta skref.“ Brynjar er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að liðið getið byggt á þessu. „Við byggjum á þessu. Þetta var iðnaðarsigur, við vorum ekki alveg nógu kaldir á boltann og að halda honum. Við fengum mörg tækifæri til að sækja betur á FH-ingana og það klikkaði alltaf seinasta sendingin eða seinasta ákvörðunin. Vonandi getum við byggt á þessu og haldið áfram að vera svona þéttir. Þetta Framlið er búið að vera gríðarlega skemmtilegt í sumar og spila skemmtilegan fótbolta, haldið honum vel og verið mikil skemmtun á leikjum. Við viljum náttúrulega halda í það.“ Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
„Það var tekið vel á móti mér frá fyrsta degi og geggjuð aðstaða. Flottir strákar í liðinu, gríðarlegur kraftur og leiknir strákar. Ég er gríðarlega kátur með að vera kominn hingað.“ Það er langt síðan að Brynjar Gauti spilaði í 90 mínútur og viðurkennir að þreytan hafi aðeins verið farin að segja til sín undir lokin. „Það var aðeins farið að síga í undir lokin, ég viðurkenni það alveg. Ég held að síðustu 90 mínútur sem ég spilaði hafi verið á móti Fram í Garðabænum í vor. Það var kærkomið að fá 90 mínútur í skrokkinn og vonandi það sem að koma skal.“ Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið síðan 2015. Nú í ár voru gerðar áherslubreytingar sem gerði það af verkum að hann hefur fengið minni spilatíma. Að semja við Fram var því kærkomið skref upp á spilatíma. „Það koma nýir þjálfarar með sínar áherslur og sína leikmenn. Hann gerði það nokkuð ljóst að hann vildi ekki hafa mig og maður er í þessu til að spila fótbolta. Það er góð lending að vera kominn í Fram. Það er gríðarlega spennandi verkefni í gangi hérna og metnaðarfullir menn í kringum klúbbinn sem vilja gera vel og taka félagið hærra. Þetta er sögufrægt félag, stórlið á Íslandi, vonandi getur maður verið stór þáttur í því að taka næsta skref.“ Brynjar er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að liðið getið byggt á þessu. „Við byggjum á þessu. Þetta var iðnaðarsigur, við vorum ekki alveg nógu kaldir á boltann og að halda honum. Við fengum mörg tækifæri til að sækja betur á FH-ingana og það klikkaði alltaf seinasta sendingin eða seinasta ákvörðunin. Vonandi getum við byggt á þessu og haldið áfram að vera svona þéttir. Þetta Framlið er búið að vera gríðarlega skemmtilegt í sumar og spila skemmtilegan fótbolta, haldið honum vel og verið mikil skemmtun á leikjum. Við viljum náttúrulega halda í það.“
Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti