„Þetta var iðnaðarsigur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. júlí 2022 21:49 Brynjar Gauti var frábær í sínum fyrsta leik með Fram Vísir: Hulda Margrét „Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. „Það var tekið vel á móti mér frá fyrsta degi og geggjuð aðstaða. Flottir strákar í liðinu, gríðarlegur kraftur og leiknir strákar. Ég er gríðarlega kátur með að vera kominn hingað.“ Það er langt síðan að Brynjar Gauti spilaði í 90 mínútur og viðurkennir að þreytan hafi aðeins verið farin að segja til sín undir lokin. „Það var aðeins farið að síga í undir lokin, ég viðurkenni það alveg. Ég held að síðustu 90 mínútur sem ég spilaði hafi verið á móti Fram í Garðabænum í vor. Það var kærkomið að fá 90 mínútur í skrokkinn og vonandi það sem að koma skal.“ Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið síðan 2015. Nú í ár voru gerðar áherslubreytingar sem gerði það af verkum að hann hefur fengið minni spilatíma. Að semja við Fram var því kærkomið skref upp á spilatíma. „Það koma nýir þjálfarar með sínar áherslur og sína leikmenn. Hann gerði það nokkuð ljóst að hann vildi ekki hafa mig og maður er í þessu til að spila fótbolta. Það er góð lending að vera kominn í Fram. Það er gríðarlega spennandi verkefni í gangi hérna og metnaðarfullir menn í kringum klúbbinn sem vilja gera vel og taka félagið hærra. Þetta er sögufrægt félag, stórlið á Íslandi, vonandi getur maður verið stór þáttur í því að taka næsta skref.“ Brynjar er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að liðið getið byggt á þessu. „Við byggjum á þessu. Þetta var iðnaðarsigur, við vorum ekki alveg nógu kaldir á boltann og að halda honum. Við fengum mörg tækifæri til að sækja betur á FH-ingana og það klikkaði alltaf seinasta sendingin eða seinasta ákvörðunin. Vonandi getum við byggt á þessu og haldið áfram að vera svona þéttir. Þetta Framlið er búið að vera gríðarlega skemmtilegt í sumar og spila skemmtilegan fótbolta, haldið honum vel og verið mikil skemmtun á leikjum. Við viljum náttúrulega halda í það.“ Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53 Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Fleiri fréttir Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Sjá meira
„Það var tekið vel á móti mér frá fyrsta degi og geggjuð aðstaða. Flottir strákar í liðinu, gríðarlegur kraftur og leiknir strákar. Ég er gríðarlega kátur með að vera kominn hingað.“ Það er langt síðan að Brynjar Gauti spilaði í 90 mínútur og viðurkennir að þreytan hafi aðeins verið farin að segja til sín undir lokin. „Það var aðeins farið að síga í undir lokin, ég viðurkenni það alveg. Ég held að síðustu 90 mínútur sem ég spilaði hafi verið á móti Fram í Garðabænum í vor. Það var kærkomið að fá 90 mínútur í skrokkinn og vonandi það sem að koma skal.“ Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið síðan 2015. Nú í ár voru gerðar áherslubreytingar sem gerði það af verkum að hann hefur fengið minni spilatíma. Að semja við Fram var því kærkomið skref upp á spilatíma. „Það koma nýir þjálfarar með sínar áherslur og sína leikmenn. Hann gerði það nokkuð ljóst að hann vildi ekki hafa mig og maður er í þessu til að spila fótbolta. Það er góð lending að vera kominn í Fram. Það er gríðarlega spennandi verkefni í gangi hérna og metnaðarfullir menn í kringum klúbbinn sem vilja gera vel og taka félagið hærra. Þetta er sögufrægt félag, stórlið á Íslandi, vonandi getur maður verið stór þáttur í því að taka næsta skref.“ Brynjar er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að liðið getið byggt á þessu. „Við byggjum á þessu. Þetta var iðnaðarsigur, við vorum ekki alveg nógu kaldir á boltann og að halda honum. Við fengum mörg tækifæri til að sækja betur á FH-ingana og það klikkaði alltaf seinasta sendingin eða seinasta ákvörðunin. Vonandi getum við byggt á þessu og haldið áfram að vera svona þéttir. Þetta Framlið er búið að vera gríðarlega skemmtilegt í sumar og spila skemmtilegan fótbolta, haldið honum vel og verið mikil skemmtun á leikjum. Við viljum náttúrulega halda í það.“
Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53 Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Fleiri fréttir Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Sjá meira
Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53