Liðsmenn sérsveita breska hersins sakaðir um skipulögð morð á Afgönum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2022 11:01 Sveitin sem BBC rannsakaði sérstaklega var send aftur til Afganistan þrátt fyrir þrátlátar ásakanir um ólögmæta framgöngu. epa/John Stillwell Liðsmenn sérsveita breska hersins (SAS) drápu ítrekað óvopnaða menn sem þeir höfðu handsamað í aðgerðum í Afganistan, ef marka má niðurstöður rannsóknarvinnu BBC. Þá virðast yfirmenn í hernum hafa þaggað málið niður . Samkvæmt umfjöllun BBC virðist ein sveit hafa myrt allt að 54 á sex mánuðum. Blaðamenn BBC Panorama fóru yfir hundruð skjala er vörðuðu aðgerðir SAS, þar á meðal fjölda skýrslna um húsleitir einnar sveitar á heimilum fólks í Helmand veturinn 2010 til 2011. Leitirnar voru kallaðar „drepa eða fanga“ aðgerðir. Umfjöllun BBC byggir meðal annars á vitnisburði einstaklinga sem störfuðu með umræddri sveit, sem sögðust hafa orðið vitni að því þegar liðsmenn hennar myrtu óvopnaða einstaklinga í skjóli nætur. Þá segjast þau hafa séð hvernig vopnum var komið fyrir á vettvangi til að réttlæta drápin. Nokkrir viðmælenda miðilsins sögðu SAS-sveitirnar hafa verið í keppni um fjölda drápa og að umrædd sveit hafi unnið að því að verða fleirum að bana en sveitin sem hún leysti af hólmi. Þrátt fyrir áhyggjur meðal háttsettra yfirmanna af ólögmætum drápum sveitanna voru þau ekki tilkynnt til herlögreglunnar, eins og ber að gera. Frásagnir sveitarinnar með ólíkindum Húsleitir sveitanna virðast hafa farið fram með þeim hætti að öllum í húsinu var skipað að koma út, þarnæst voru hendur þeirra bundnar en farið inn með einn karlmann sem var ætlað að aðstoða við leitina. Blaðamenn BBC fundu grunsamlegar margar lýsingar sem voru allar á sama veg; farið var með manninn inn, hann dregur fram vopn sem var falið á bakvið gluggatjöld eða húsgagn og er skotinn í sjálfsvörn. Fjöldi þeirra vopna sem gerð voru upptæk í leitunum rímar engan veginn við fjölda þeirra sem var drepinn. Þá ber að geta þess að á sama tíma og umrædd sveit varð að minnsta kosti hundrað manns að bana á sex mánuðum, er þess hvergi getið að einn einasta liðsmann sveitarinnar hafi sakað. Samkvæmt umfjöllun BBC var Mark Carleton-Smith, yfirmanni sérsveita breska hersins, gert viðvart um hin meintu ólögmætu dráp en hann tilkynnti málið ekki til herlögreglu eins og honum bar. Þá var málið ítrekað rætt í tölvupóstum en án þess að gripið væri til aðgerða. Í einum póstinum kemur skýrt fram að sendandinn hefur enga trú á sannleiksgildi frásagna sveitarinnar, þar sem það hafi verið að gerast „í tíunda skiptið á tveimur vikum“ að maður var sendur inn í bygginguna og hafi „birst aftur með AK“. Þá hafi þeir farið inn í aðra byggingu þar sem maður fór inn og greip handsprengju sem var á bakvið gardínu... í áttunda skiptið. „Það er ekki hægt að skálda þetta!“ segir kaldhæðnislega í tölvupóstinum. BBC segir áhyggjur yfirmanna að lokum hafa orðið til þess að sveitin var rannsökuð en einstaklingurinn sem fór með rannsóknina gerði ekkert annað en að tala við liðsmenn sveitarinnar og þá var sá sem lagði blessun sína yfir skýrslu hans enginn annar en yfirmaður sveitarinnar. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Bretland Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Mikil líkindi með framgöngu áströlsku sérsveitarinnar í Afganistan og kanadíska Sómalíu-hneykslinu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Kanada segir að eina leiðin til að uppræta kerfislæg „menningarvandamál“ og endurheimta orðspor kanadíska hersins í kjölfar svokallaðs Sómalíu-hneykslis, hafi verið að leysa upp umrædda hersveit. 3. desember 2020 16:34 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32 Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun BBC virðist ein sveit hafa myrt allt að 54 á sex mánuðum. Blaðamenn BBC Panorama fóru yfir hundruð skjala er vörðuðu aðgerðir SAS, þar á meðal fjölda skýrslna um húsleitir einnar sveitar á heimilum fólks í Helmand veturinn 2010 til 2011. Leitirnar voru kallaðar „drepa eða fanga“ aðgerðir. Umfjöllun BBC byggir meðal annars á vitnisburði einstaklinga sem störfuðu með umræddri sveit, sem sögðust hafa orðið vitni að því þegar liðsmenn hennar myrtu óvopnaða einstaklinga í skjóli nætur. Þá segjast þau hafa séð hvernig vopnum var komið fyrir á vettvangi til að réttlæta drápin. Nokkrir viðmælenda miðilsins sögðu SAS-sveitirnar hafa verið í keppni um fjölda drápa og að umrædd sveit hafi unnið að því að verða fleirum að bana en sveitin sem hún leysti af hólmi. Þrátt fyrir áhyggjur meðal háttsettra yfirmanna af ólögmætum drápum sveitanna voru þau ekki tilkynnt til herlögreglunnar, eins og ber að gera. Frásagnir sveitarinnar með ólíkindum Húsleitir sveitanna virðast hafa farið fram með þeim hætti að öllum í húsinu var skipað að koma út, þarnæst voru hendur þeirra bundnar en farið inn með einn karlmann sem var ætlað að aðstoða við leitina. Blaðamenn BBC fundu grunsamlegar margar lýsingar sem voru allar á sama veg; farið var með manninn inn, hann dregur fram vopn sem var falið á bakvið gluggatjöld eða húsgagn og er skotinn í sjálfsvörn. Fjöldi þeirra vopna sem gerð voru upptæk í leitunum rímar engan veginn við fjölda þeirra sem var drepinn. Þá ber að geta þess að á sama tíma og umrædd sveit varð að minnsta kosti hundrað manns að bana á sex mánuðum, er þess hvergi getið að einn einasta liðsmann sveitarinnar hafi sakað. Samkvæmt umfjöllun BBC var Mark Carleton-Smith, yfirmanni sérsveita breska hersins, gert viðvart um hin meintu ólögmætu dráp en hann tilkynnti málið ekki til herlögreglu eins og honum bar. Þá var málið ítrekað rætt í tölvupóstum en án þess að gripið væri til aðgerða. Í einum póstinum kemur skýrt fram að sendandinn hefur enga trú á sannleiksgildi frásagna sveitarinnar, þar sem það hafi verið að gerast „í tíunda skiptið á tveimur vikum“ að maður var sendur inn í bygginguna og hafi „birst aftur með AK“. Þá hafi þeir farið inn í aðra byggingu þar sem maður fór inn og greip handsprengju sem var á bakvið gardínu... í áttunda skiptið. „Það er ekki hægt að skálda þetta!“ segir kaldhæðnislega í tölvupóstinum. BBC segir áhyggjur yfirmanna að lokum hafa orðið til þess að sveitin var rannsökuð en einstaklingurinn sem fór með rannsóknina gerði ekkert annað en að tala við liðsmenn sveitarinnar og þá var sá sem lagði blessun sína yfir skýrslu hans enginn annar en yfirmaður sveitarinnar. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Bretland Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Mikil líkindi með framgöngu áströlsku sérsveitarinnar í Afganistan og kanadíska Sómalíu-hneykslinu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Kanada segir að eina leiðin til að uppræta kerfislæg „menningarvandamál“ og endurheimta orðspor kanadíska hersins í kjölfar svokallaðs Sómalíu-hneykslis, hafi verið að leysa upp umrædda hersveit. 3. desember 2020 16:34 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32 Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Mikil líkindi með framgöngu áströlsku sérsveitarinnar í Afganistan og kanadíska Sómalíu-hneykslinu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Kanada segir að eina leiðin til að uppræta kerfislæg „menningarvandamál“ og endurheimta orðspor kanadíska hersins í kjölfar svokallaðs Sómalíu-hneykslis, hafi verið að leysa upp umrædda hersveit. 3. desember 2020 16:34
Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03
Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32
Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08