Leikur Englands og Noregs fór fram á Amex-vellinu, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton & Hove Albion.
Eftir tólf mínútna leik fékk England einstaklega ódýra vítaspyrnu sem Georgia Stanway skoraði af öryggi úr.
Svakaleg vítaspyrna hjá Georgia Stanway - England komið yfir 1-0 pic.twitter.com/ilwd3sNDxf
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 11, 2022
Lauren Hemp tvöfaldaði svo forystuna þremur mínútum síðar.
Það tók ekki langan tíma -eftir VAR úrskurð þá kemst England í 2-0 - það var Lauren Hemp sem skoraði annað mark Englands pic.twitter.com/sJdT0PSbyT
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 11, 2022
Ellen White fór langt með að klára leikinn á 29. mínútu og staðan orðin 3-0.
Hvað er að gerast - England er bara miklu betri aðilin hér í þessum leik - komin í 3-0 á móti Noregi. Það var Ellen White sem skorar þriðja markið á 29.mínútu pic.twitter.com/5v7ZbCgWGT
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 11, 2022
Bethany Mead skoraði tvö mörk með fjögurra mínútna millibili á 34. og 38. mínútu og staðan orðin 5-0.
Jaherna hér - England er komið í 4-0 á móti Noregi. Í þetta sinn var það Beth Mead sem skoraði fjórða mark Englands pic.twitter.com/WbMxB82HEd
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 11, 2022
Það er allt að verða vitlaust í Englandi núna - heimakonur eru komnar í 5-0 á móti Noregi - hvar endar þetta eiginlega. Það var Beth Mead sem skorar annað mark sitt í leiknum. pic.twitter.com/NTcfVcoqEF
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 11, 2022
Staðan í hálfleik var 6-0 eftir að White skoraði sitt annað mark.
Það er bara veisla í Englandi núna - hvað er að gerast, Noregur er bara að horfa á þennan leik, eru ekki með. England er komið í 6-0 - er Norska liðið að henta inn handklæðinu núna. Sjötta markið skoraði Ellen White, með sitt annað mark í þessum leik. pic.twitter.com/cbujYn4cbR
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 11, 2022
Alessia Russo kom inn af bekknum á 57. mínútu og var ekki lengi að láta að sér kveða. Hún skoraði sjöunda mark liðsins á 66. mínútu og Bethany Mead fullkomnaði þrennu sína þegar tæpar tíu voru til leiksloka. Lokatölur 8-0 Englandi í vil.
England skorar og skorar og skorar - núna komnar með sjö mörk á móti Noregi. Það var Alessia Russo, sem kom inn á fyrir Ellen White á 57.mínútu sem skoraði sjöunda mark Englands. pic.twitter.com/gs1n02UTRR
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 11, 2022
England er bara að taka Norska liðið í kennslustund í knattspyrnu hér á EM - staðan orðin 8-0 og Beth Mead komin með þrennu, skorar sitt þriðja mark og 8 mark Englands á 82.mínútu. Norðmenn óska þess bara heitt að þessum leik fari nú að ljúka. pic.twitter.com/2vwDKK2GCQ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 11, 2022
Í hinum leik A-riðils mættust svo Austurríki og Norður-Írland. Þar vann Austurríki þægilegan 2-0 sigur.
Austurríki er komið yfir á móti Norður-Írlandi með marki frá Katharina Schiechtl á 19.mínútu pic.twitter.com/aMRbfZOcLY
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 11, 2022
Austurríki að gera út um leikinn og eiga nú möguleika á því að komast í 8 liða úrslitin en þurfa að bíða eftir leik Noregs og Englands. Það var Katharina Naschenweng sem skorar annað mark Austurríkis á 88.mínútu pic.twitter.com/k6INY2Q0QM
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 11, 2022