Bale stefnir á tvö stórmót í viðbót Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júlí 2022 16:30 Gareth Bale ætlar sér ekki að hætta knattspyrnuiðkun alveg strax. James Williamson - AMA/Getty Images Velski knattspyrnumaðurinn Gareth Bale stefnir á að taka þátt á EM í Þýskalandi árið 2024 og jafnvel HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Þessi 32 ára knattspyrnumaður gekk í raðir Los Angeles FC í bandarísku MLS-deildinni á dögunum, en margir höfðu búist við því að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir að þátttöku hans á HM í Katar í lok árs myndi ljúka. Á sínum fyrsta blaðamannafundi eftir vistaskiptin til Bandaríkjanna sagði Bale hins vegar að hann ætti nóg eftir. Gareth Bale: “I still have many years to come. I haven’t come here at Los Angeles just to be here for six or 12 months...”. 🏴 #LAFC“I’ve come here to try and be here as long as possible. It gives me the best opportunity to go to the next Euros, maybe further”. pic.twitter.com/qpEyJ6treV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 11, 2022 „Ég kom ekki til að vera hérna í stuttan tíma,“ sagði Bale. „Ég held að það að ég sé hér gefi mér bestu möguleikana á því að komast á Evrópumótið árið 2024, og hver veit, kannski eitt stórmót enn. Það er markmiðið. Ég kom hingað til að spila stórt hlutverk og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég hef lengi fylgst með MLS-deildinni þó það hafi stundum verið erfitt út af tímamismuninum, en ég hef alltaf reynt að horfa á hana í sjónvarpinu.“ „Gæðin í deildinni eru að aukast mikið og hún er mun sterkari en fólkið í Evrópu heldur. Deildin er að verða betri, vellirnir eru að verða betri og liðin eru að verða betri þannig að þetta er deild sem er klárlega á uppleið.“ „Ég held að það horfi enginn lengur á MLS-deildina sem eftirlaunadeild. Hún er líkamleg og tekur á,“ sagði Bale að lokum. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Þessi 32 ára knattspyrnumaður gekk í raðir Los Angeles FC í bandarísku MLS-deildinni á dögunum, en margir höfðu búist við því að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir að þátttöku hans á HM í Katar í lok árs myndi ljúka. Á sínum fyrsta blaðamannafundi eftir vistaskiptin til Bandaríkjanna sagði Bale hins vegar að hann ætti nóg eftir. Gareth Bale: “I still have many years to come. I haven’t come here at Los Angeles just to be here for six or 12 months...”. 🏴 #LAFC“I’ve come here to try and be here as long as possible. It gives me the best opportunity to go to the next Euros, maybe further”. pic.twitter.com/qpEyJ6treV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 11, 2022 „Ég kom ekki til að vera hérna í stuttan tíma,“ sagði Bale. „Ég held að það að ég sé hér gefi mér bestu möguleikana á því að komast á Evrópumótið árið 2024, og hver veit, kannski eitt stórmót enn. Það er markmiðið. Ég kom hingað til að spila stórt hlutverk og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég hef lengi fylgst með MLS-deildinni þó það hafi stundum verið erfitt út af tímamismuninum, en ég hef alltaf reynt að horfa á hana í sjónvarpinu.“ „Gæðin í deildinni eru að aukast mikið og hún er mun sterkari en fólkið í Evrópu heldur. Deildin er að verða betri, vellirnir eru að verða betri og liðin eru að verða betri þannig að þetta er deild sem er klárlega á uppleið.“ „Ég held að það horfi enginn lengur á MLS-deildina sem eftirlaunadeild. Hún er líkamleg og tekur á,“ sagði Bale að lokum.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira