Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2022 17:03 Vegna ástandsins sem hefur verið á Heathrow-flugvelli undanfarnar vikur hafa stjórnendur flugvallarins sett takmarkanir á fjölda farþega sem fljúga frá vellinum. AP/Frank Augstein Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. Þúsundir ferðalanga hafa fundið fyrir röskunum á flugvöllum undanfarnar vikur, þar á meðal týndum töskum, frestunum og aflýsingum á flugum. Ástæðurnar fyrir þessum röskunum eru að flugvellir og flugfélög um allan heim hafa átt í erfiðleikum með að ráða aftur starfsfólk eftir að hafa sagt upp fjölda fólks í heimsfaraldrinum. Heathrow-flugvöllur hefur átt í miklum erfiðleikum með að eiga við aukinn fjölda farþega í vor og sumar. Stjórnendur flugvallarins hafa því ákveðið að takmarka daglegan fjölda farþega sem fljúga frá vellinum yfir sumarmánuðina í 100 þúsund. Það er fjögur þúsund farþegum minna en áætlanir gera ráð fyrir. Takmarkanirnar verða í gildi fram til 11. september. Samkvæmt frétt BBC hafa neytendasamtök á Bretlandi hvatt Heathrow til að skýra frá því hvaða flugum verði aflýst. Þó þessar takmarkanir muni vafalaust auðvelda hina „óviðunandi ringulreið“ sem farþegar hafa þurft að þola á vellinum þá muni þúsundir fólks nú hafa áhyggjur af því að flugferðir þeirra og sumarfrí verði fyrir áhrifum breytinganna. Biðla til flugfélaga að selja færri miða „Undanfarnar vikur, þegar fjöldi farþega á brottför hefur reglulega farið fram úr 100 þúsund á dag, höfum við séð tímabil þar sem þjónusta fer niður fyrir stig sem er óásættanlegt,“ segir John Holland-Kaye, framkvæmdastjóri Heathrow. Þar á meðal nefnir hann langar biðraðir, seinkanir fyrir farþega sem þurfa á aðstoð að halda, töskur sem fara ekki með farþegum eða koma seint, lítil stundvísi og aflýsingar á síðustu stundu. „Okkar mat er að hámarks fjöldi farþega sem eru á brottför, sem flugfélög, flugafgreiðsla og flugvöllurinn geta sinnt í sameiningu, sé ekki meiri en 100 þúsund,“ segir Holland-Kaye. Hann segir nýjustu spár gera ráð fyrir að yfir sumarið verði að meðaltali 104 þúsund farþegar sem fljúgi daglega frá Heathrow en það sé 4.000 sætum of mikið. Hins vegar segir hann að það sé aðeins búið að selja um 1.500 af þessum 4.000 daglegu sætum og því hafi flugvöllurinn beðið flugfélög um að hætta að selja sumarmiða til að minnka áhrifin. Fari daglegur fjöldi fram úr 100 þúsund gæti komið til þess að flugum verði aflýst. Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Bretland Tengdar fréttir Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Þúsundir ferðalanga hafa fundið fyrir röskunum á flugvöllum undanfarnar vikur, þar á meðal týndum töskum, frestunum og aflýsingum á flugum. Ástæðurnar fyrir þessum röskunum eru að flugvellir og flugfélög um allan heim hafa átt í erfiðleikum með að ráða aftur starfsfólk eftir að hafa sagt upp fjölda fólks í heimsfaraldrinum. Heathrow-flugvöllur hefur átt í miklum erfiðleikum með að eiga við aukinn fjölda farþega í vor og sumar. Stjórnendur flugvallarins hafa því ákveðið að takmarka daglegan fjölda farþega sem fljúga frá vellinum yfir sumarmánuðina í 100 þúsund. Það er fjögur þúsund farþegum minna en áætlanir gera ráð fyrir. Takmarkanirnar verða í gildi fram til 11. september. Samkvæmt frétt BBC hafa neytendasamtök á Bretlandi hvatt Heathrow til að skýra frá því hvaða flugum verði aflýst. Þó þessar takmarkanir muni vafalaust auðvelda hina „óviðunandi ringulreið“ sem farþegar hafa þurft að þola á vellinum þá muni þúsundir fólks nú hafa áhyggjur af því að flugferðir þeirra og sumarfrí verði fyrir áhrifum breytinganna. Biðla til flugfélaga að selja færri miða „Undanfarnar vikur, þegar fjöldi farþega á brottför hefur reglulega farið fram úr 100 þúsund á dag, höfum við séð tímabil þar sem þjónusta fer niður fyrir stig sem er óásættanlegt,“ segir John Holland-Kaye, framkvæmdastjóri Heathrow. Þar á meðal nefnir hann langar biðraðir, seinkanir fyrir farþega sem þurfa á aðstoð að halda, töskur sem fara ekki með farþegum eða koma seint, lítil stundvísi og aflýsingar á síðustu stundu. „Okkar mat er að hámarks fjöldi farþega sem eru á brottför, sem flugfélög, flugafgreiðsla og flugvöllurinn geta sinnt í sameiningu, sé ekki meiri en 100 þúsund,“ segir Holland-Kaye. Hann segir nýjustu spár gera ráð fyrir að yfir sumarið verði að meðaltali 104 þúsund farþegar sem fljúgi daglega frá Heathrow en það sé 4.000 sætum of mikið. Hins vegar segir hann að það sé aðeins búið að selja um 1.500 af þessum 4.000 daglegu sætum og því hafi flugvöllurinn beðið flugfélög um að hætta að selja sumarmiða til að minnka áhrifin. Fari daglegur fjöldi fram úr 100 þúsund gæti komið til þess að flugum verði aflýst.
Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Bretland Tengdar fréttir Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34
Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46