Óli Valur mættur til Sirius Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 09:30 Óli Valur ritar undir samninginn í Svíþjóð. @siriusfotboll Besta deild karla í fótbolta heldur áfram að missa skemmtikrafta úr deildinni. Fyrr í morgun var staðfest að Kristall Máni Ingason væri búinn að skrifa undir hjá Rosenborg og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið IK Sirius staðfest komu Óla Vals Ómarssonar. Óli Valur kemur úr Garðabænum en hann hefur heillað gríðarlega með frammistöðu sinni í sumar. Hefur hann að öðrum ólöstuðum verið besti maður Stjörnunnar það sem af er sumri. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall þá var hann valinn í U-21 árs landslið Íslands og spilaði hann sinn þátt í að liðið er komið í umspil um sæti á EM U-21 árs landsliða. Hann er nú mættur til Svíþjóðar þar sem hann skrifaði undir samning til ársins 2027. Fyrir tímabilið var Óli Valur titlaður sem „Fylgist með“ leikmaður Stjörnunnar og sá hefur ekki valdið vonbrigðum. Hann hefur verið líkt og rennilás í á hægri væng Stjörnunnar en sókndjarfari bakvörður er vandfundinn á Íslandi og þó víðar væri leitað. Stutt er síðan það var staðfest að Sirius hefði boðið í leikmanninn og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið náð bæði samningum við Stjörnuna sem og Óla Val sjálfan. Var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins nú í dag. Fyrir er Aron Bjarnason hjá liðinu og gætu þeir myndað einkar spennandi hægri væng saman, Óli Valur í bakverðinum og Aron á vængnum. Välkommen till Sirius, Óli Valur Ómarsson! Läs mer om Óli Valur på https://t.co/wgYrOUfWhmEn videointervju med dagens två nyförvärv publiceras efter dagens träning. pic.twitter.com/hoo6uVREfn— IK Sirius Fotboll (@siriusfotboll) July 13, 2022 „Mér líður vel með að vera kominn hingað. Sirius er flott félag í mjög góðri deild. Ég er mjög spenntur að koma hingað og reyna hjálpa liðinu með leik mínum,“ sagði Óli Valur við undirskriftina. „Við erum mjög ánægðir með að Óli Valur hafi ákveðið að koma til Sirius. Við höfum fylgst með honum í dágóðan tíma og leikstíll hans passar vel inn í það sem við viljum,“ sagði Ola Andersson, yfirmaður íþróttamála félagsins, um komu Óla Vals. Óli Valur á að baki 37 leiki í efstu deild hér á landi sem og tvo leiki í bikarkeppni. Þá á hann að baki tvo leiki fyrir U-21 árs landsliðið sem og 15 aðra leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þegar 13 umferðum er lokið er Sirius í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti og sjö stigum frá Evrópusæti. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Sænski boltinn Tengdar fréttir Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Sjá meira
Óli Valur kemur úr Garðabænum en hann hefur heillað gríðarlega með frammistöðu sinni í sumar. Hefur hann að öðrum ólöstuðum verið besti maður Stjörnunnar það sem af er sumri. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall þá var hann valinn í U-21 árs landslið Íslands og spilaði hann sinn þátt í að liðið er komið í umspil um sæti á EM U-21 árs landsliða. Hann er nú mættur til Svíþjóðar þar sem hann skrifaði undir samning til ársins 2027. Fyrir tímabilið var Óli Valur titlaður sem „Fylgist með“ leikmaður Stjörnunnar og sá hefur ekki valdið vonbrigðum. Hann hefur verið líkt og rennilás í á hægri væng Stjörnunnar en sókndjarfari bakvörður er vandfundinn á Íslandi og þó víðar væri leitað. Stutt er síðan það var staðfest að Sirius hefði boðið í leikmanninn og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið náð bæði samningum við Stjörnuna sem og Óla Val sjálfan. Var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins nú í dag. Fyrir er Aron Bjarnason hjá liðinu og gætu þeir myndað einkar spennandi hægri væng saman, Óli Valur í bakverðinum og Aron á vængnum. Välkommen till Sirius, Óli Valur Ómarsson! Läs mer om Óli Valur på https://t.co/wgYrOUfWhmEn videointervju med dagens två nyförvärv publiceras efter dagens träning. pic.twitter.com/hoo6uVREfn— IK Sirius Fotboll (@siriusfotboll) July 13, 2022 „Mér líður vel með að vera kominn hingað. Sirius er flott félag í mjög góðri deild. Ég er mjög spenntur að koma hingað og reyna hjálpa liðinu með leik mínum,“ sagði Óli Valur við undirskriftina. „Við erum mjög ánægðir með að Óli Valur hafi ákveðið að koma til Sirius. Við höfum fylgst með honum í dágóðan tíma og leikstíll hans passar vel inn í það sem við viljum,“ sagði Ola Andersson, yfirmaður íþróttamála félagsins, um komu Óla Vals. Óli Valur á að baki 37 leiki í efstu deild hér á landi sem og tvo leiki í bikarkeppni. Þá á hann að baki tvo leiki fyrir U-21 árs landsliðið sem og 15 aðra leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þegar 13 umferðum er lokið er Sirius í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti og sjö stigum frá Evrópusæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Sænski boltinn Tengdar fréttir Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Sjá meira
Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30