Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm“ Elísabet Hanna skrifar 17. júlí 2022 20:01 Erla mælir með dagbókaskrifum. Aðsend Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. Í sumar deilir hún einföldum og skemmtilegum verkefnum með lesendum Vísis sem miða að því að auka vellíðan í sumarfríinu. Gefum henni orðið: Dagbókarskrif er verkfæri sem ég nota daglega og er partur af minni sjálfsrækt. Þau skrif sem hafa orðið að daglegri venju hjá mér eru þakklætisskrif. Þakklæti hefur verið töluvert rannsakað innan jákvæðrar sálfræði. Sú nálgun sálfræðinnar einblínir á þá þætti sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og hópa og hvað fær þá til að blómstra. Þakklætið gerir okkur hamingjusöm Þegar við lítum á lífið í heild sinni, bæði hæðir og lægðir, þá hvetur þakklætið okkur til að líta á það sem gengur vel í lífinu. Talað er um að því þakklátari sem við erum því meira höfum við til að vera þakklát fyrir. Í sálfræðirannsóknum hefur komið í ljós að þakklæti hefur mest áhrif á hamingju einstaklinga. „Það er ekki hamingjan sem gerir okkur þakklát, það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm“(Robert Steindl Rast). Gott að gera sér góða stund á meðan farið er yfir allt það fallega í lífinu.Aðsend Lífið er nú þegar fullt af gjöfum Sá fræðimaður innan jákvæðrar sálfræði sem hefur rannsakað þakklæti hvað mest er Dr. Robert A. Emmons. Í einni rannsókn kom í ljós að skrif í þakklætisdagbók jók hamingju þátttakenda um 25% ásamt því að hafa fleiri góð áhrif í för með sér eins og betri svefn og minni streitu. Það er því til mikils að vinna og um að gera að taka fram dagbókina strax í dag og byrja að skrifa hvað þú getur þakkað fyrir í lífinu. Líf þitt er nú þegar fullt af gjöfum, þú þarft bara stundum aðstoð við það að koma auga á þær. View this post on Instagram A post shared by Erla Súsanna Þórisdóttir (@tofrakistan) Ráð í þakklætisskrifum Hér koma 10 ráð fyrir þakklætisskrifin: Taktu ákvörðun um að þú ætlir að skrifa í þakklætisbók nokkrum sinnum í viku. Ákveddu hvenær þú ætlar að skrifa. Best er að skrifa alltaf á sama tíma t.d. á kvöldin fyrir svefninn eða á morgnanna þegar þú færð þér fyrsta kaffibollann. Búðu þér til notalegan griðarstað fyrir skrifin t.d. í einu horni heimilisins eða við hlið rúmsins. Notaðu þakklætiskveikjur t.d. tónlist, ilmkjarnaolíur eða kertaljós en það getur ýtt undir skrifin. Þú getur líka sett áminningu í símann þinn eða skreytt heimilið með fallegri þakklætistilvitnun og haft á fjölförnum stað til að minna þig á. Skrifaðu um allar blessanir þínar, stórar sem smáar. Ef þig skortir hugmyndir þá getur verið nóg að líta í kringum þig og þakka fyrir allt sem augað fangar. Reyndu að auka fjölbreytnina dag frá degi og skrifaðu eitthvað nýtt í hvert skipti. Gott getur verið að líta yfir farinn veg og skoða það sem þú hefur skrifað til að minna þig á allt það góða sem er í lífi þínu. Deildu þakklætinu með öðrum og notaðu hvert tækifæri til að sýna þakklæti í orði og verki. Þú finnur fróðleik, innblástur og fleira skemmtilegt inn á miðlinum Töfrakistan á Instagram. Farðu vel með þig og hlúðu að þér í sumarfríinu. Geðheilbrigði Heilsa Jóga Tengdar fréttir Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 6. júlí 2022 15:31 Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Í sumar deilir hún einföldum og skemmtilegum verkefnum með lesendum Vísis sem miða að því að auka vellíðan í sumarfríinu. Gefum henni orðið: Dagbókarskrif er verkfæri sem ég nota daglega og er partur af minni sjálfsrækt. Þau skrif sem hafa orðið að daglegri venju hjá mér eru þakklætisskrif. Þakklæti hefur verið töluvert rannsakað innan jákvæðrar sálfræði. Sú nálgun sálfræðinnar einblínir á þá þætti sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og hópa og hvað fær þá til að blómstra. Þakklætið gerir okkur hamingjusöm Þegar við lítum á lífið í heild sinni, bæði hæðir og lægðir, þá hvetur þakklætið okkur til að líta á það sem gengur vel í lífinu. Talað er um að því þakklátari sem við erum því meira höfum við til að vera þakklát fyrir. Í sálfræðirannsóknum hefur komið í ljós að þakklæti hefur mest áhrif á hamingju einstaklinga. „Það er ekki hamingjan sem gerir okkur þakklát, það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm“(Robert Steindl Rast). Gott að gera sér góða stund á meðan farið er yfir allt það fallega í lífinu.Aðsend Lífið er nú þegar fullt af gjöfum Sá fræðimaður innan jákvæðrar sálfræði sem hefur rannsakað þakklæti hvað mest er Dr. Robert A. Emmons. Í einni rannsókn kom í ljós að skrif í þakklætisdagbók jók hamingju þátttakenda um 25% ásamt því að hafa fleiri góð áhrif í för með sér eins og betri svefn og minni streitu. Það er því til mikils að vinna og um að gera að taka fram dagbókina strax í dag og byrja að skrifa hvað þú getur þakkað fyrir í lífinu. Líf þitt er nú þegar fullt af gjöfum, þú þarft bara stundum aðstoð við það að koma auga á þær. View this post on Instagram A post shared by Erla Súsanna Þórisdóttir (@tofrakistan) Ráð í þakklætisskrifum Hér koma 10 ráð fyrir þakklætisskrifin: Taktu ákvörðun um að þú ætlir að skrifa í þakklætisbók nokkrum sinnum í viku. Ákveddu hvenær þú ætlar að skrifa. Best er að skrifa alltaf á sama tíma t.d. á kvöldin fyrir svefninn eða á morgnanna þegar þú færð þér fyrsta kaffibollann. Búðu þér til notalegan griðarstað fyrir skrifin t.d. í einu horni heimilisins eða við hlið rúmsins. Notaðu þakklætiskveikjur t.d. tónlist, ilmkjarnaolíur eða kertaljós en það getur ýtt undir skrifin. Þú getur líka sett áminningu í símann þinn eða skreytt heimilið með fallegri þakklætistilvitnun og haft á fjölförnum stað til að minna þig á. Skrifaðu um allar blessanir þínar, stórar sem smáar. Ef þig skortir hugmyndir þá getur verið nóg að líta í kringum þig og þakka fyrir allt sem augað fangar. Reyndu að auka fjölbreytnina dag frá degi og skrifaðu eitthvað nýtt í hvert skipti. Gott getur verið að líta yfir farinn veg og skoða það sem þú hefur skrifað til að minna þig á allt það góða sem er í lífi þínu. Deildu þakklætinu með öðrum og notaðu hvert tækifæri til að sýna þakklæti í orði og verki. Þú finnur fróðleik, innblástur og fleira skemmtilegt inn á miðlinum Töfrakistan á Instagram. Farðu vel með þig og hlúðu að þér í sumarfríinu.
Geðheilbrigði Heilsa Jóga Tengdar fréttir Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 6. júlí 2022 15:31 Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 6. júlí 2022 15:31
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning