Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2022 22:20 Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs Múlaþings, í viðtali í beinni útsendingu Stöðvar 2 í kvöld. Sigurjón Ólason Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. Í fréttum Stöðvar 2 var seint út beint frá rótum Fjarðarheiðar þar sem Seyðisfjarðarvegur liggur frá Egilsstöðum upp á 620 metra háa heiðina. Rætt var við Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, formann byggðaráðs Múlaþings, en bæði Seyðisfjörður og Egilsstaðir eru hluti þess sveitarfélags. Gangamunni Fjarðarheiðarganga Seyðisfjarðarmegin gæti litið svona út.Vegagerðin/Mannvit Göngin undir heiðina verða 13,3 kílómetra löng og áætlar Vegagerðin að kostnaður við gerð þeirra verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna. Berglind var spurð hvort verjanlegt væri að setja svo mikla fjármuni í þessi einu jarðgöng. „Ja, fólki er nú brugðið að heyra svona tölur fyrir ein göng, það er ekki spurning. En göng eru mjög dýr og auðvitað eru þessi göng extra-löng. En það er ástæða fyrir þeim og þetta hefur farið í gegnum mikið faglegt mat, bæði ákveðin skýrsla sem var lögð fram. Og þetta er í takti við bókanir SSA. Þannig að við erum á þessari vegferð, já.“ Gangamunni Egilsstaðamegin er áformaður við Eyvindará á Fagradal.Vegagerðin/Mannvit En óttast hún að umræða um toll á öll jarðgöng, sem spyrtur verði við Fjarðarheiðargöng, geti spillt áformum um göngin? „Nei, alls ekki. Þessi áform eru bara samkvæmt samgönguáætlun og það er allt í ferli. En auðvitað er þetta ný aðferðarfræði að borga í göng. En við sjáum það bara um allt land að við verðum að efla samgöngur með fleiri göngum og þau eru dýr. En bara að við sjálf og ferðamenn fái tækifæri til að taka þátt í þessum kostnaði og vera með öruggar og öflugar samgöngur hér á landi,“ svarar Berglind. Svona gæti tenging jarðganganna við þjóðveginn um Fagradal litið út, samkvæmt einni útfærslunni.Vegagerðin/Mannvit Hún segir að framundan sé að bjóða út Fjarðarheiðargöng. „Og framkvæmdir fari bara í gang í lok næsta árs,“ segir formaður byggðaráðs Múlaþings. Hér má sjá útsendinguna: Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var seint út beint frá rótum Fjarðarheiðar þar sem Seyðisfjarðarvegur liggur frá Egilsstöðum upp á 620 metra háa heiðina. Rætt var við Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, formann byggðaráðs Múlaþings, en bæði Seyðisfjörður og Egilsstaðir eru hluti þess sveitarfélags. Gangamunni Fjarðarheiðarganga Seyðisfjarðarmegin gæti litið svona út.Vegagerðin/Mannvit Göngin undir heiðina verða 13,3 kílómetra löng og áætlar Vegagerðin að kostnaður við gerð þeirra verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna. Berglind var spurð hvort verjanlegt væri að setja svo mikla fjármuni í þessi einu jarðgöng. „Ja, fólki er nú brugðið að heyra svona tölur fyrir ein göng, það er ekki spurning. En göng eru mjög dýr og auðvitað eru þessi göng extra-löng. En það er ástæða fyrir þeim og þetta hefur farið í gegnum mikið faglegt mat, bæði ákveðin skýrsla sem var lögð fram. Og þetta er í takti við bókanir SSA. Þannig að við erum á þessari vegferð, já.“ Gangamunni Egilsstaðamegin er áformaður við Eyvindará á Fagradal.Vegagerðin/Mannvit En óttast hún að umræða um toll á öll jarðgöng, sem spyrtur verði við Fjarðarheiðargöng, geti spillt áformum um göngin? „Nei, alls ekki. Þessi áform eru bara samkvæmt samgönguáætlun og það er allt í ferli. En auðvitað er þetta ný aðferðarfræði að borga í göng. En við sjáum það bara um allt land að við verðum að efla samgöngur með fleiri göngum og þau eru dýr. En bara að við sjálf og ferðamenn fái tækifæri til að taka þátt í þessum kostnaði og vera með öruggar og öflugar samgöngur hér á landi,“ svarar Berglind. Svona gæti tenging jarðganganna við þjóðveginn um Fagradal litið út, samkvæmt einni útfærslunni.Vegagerðin/Mannvit Hún segir að framundan sé að bjóða út Fjarðarheiðargöng. „Og framkvæmdir fari bara í gang í lok næsta árs,“ segir formaður byggðaráðs Múlaþings. Hér má sjá útsendinguna:
Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10