Fram kemur í umfjöllun Guardian að falda verkið hafi fundist við röntgenskoðun á verkinu „Head of a Peasant Woman“ eða „Höfuð almúgakonu.“ Verkið hafði haldist falið í meira en hundrað ár undir lögum af lími og pappa á striganum. Röntgenskoðunin var gerð til þess að undirbúa sýningu um franskan impressjónisma.
Verkið sem fannst er talin vera ein af tilraunum Van Gogh í sjálfsmyndagerð, fimm önnur slík verk eru á Van Gogh safninu í Hollandi. Sérfræðingur í franskri list segir að Van Gogh hafi endurnýtt striga þegar hann stundaði tilraunastarfsemi til þess að spara pening.
Brátt verður hafist handa við það að fletta ofan af verkinu en óljóst er hvernig ástand þess er undan meira en hundrað ára veru undir lími og pappa.
Nánar má lesa um listfundinn á vef Guardian.