Olga lék á sínum tíma 54 A-landsleiki og skoraði 14 mörk. Hún gerði sér svo lítið fyrir og skoraði 360 mörk í 307 leikjum hér á landi fyrir KR, ÍBV, Breiðablik og Selfoss. Olga er að sjálfsögðu spennt fyrir leik dagsins og tekur undir það að Ísland verði að vinna í dag til að eiga raunhæfa möguleika á að komast í 8-liða úrslit.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan en leikur Íslands og Ítalíu verður í beinni textalýsingu á Vísi.