Staðan gæti breyst í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í dag Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 11:45 Það skýrist endanlega hinn 5. september hver tekur við leiðtogaembættinu í Íhaldsflokknum og þar með forsætisráðherrastólnum. AP/Andy Bailey Sérfræðingur um málefni breska Íhaldsflokksins segir vel geta gerst að einhverjir þeirra sem komast áfram í annarri umferð í leiðtogakjöri flokksins í dag dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhvern þeirra efstu. Sama hver niðurstaðan verði að lokum megi ekki búast við stefnubreytingu í helstu málum flokksins. Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. Þar hlaut Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra 88 atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins og Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra varð önnur með 67 atkvæði. Hún er almennt talin eiga mestan stuðning meðal almennra flokksmanna sem að lokum greiða atkvæði um þá tvo frambjóðendur sem eftir standa að loknum kosningum þingmanna. Andrés Magnússon blaðamaður þekkir vel til innan breska Íhaldsflokksins.Mynd/FB síða Andrésar Magnússonar Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu bjó lengi íBretlandi og þekkir vel til innan Íhaldsflokksins. Hann segir stöðuna hæglega geta breyst í annarri umferðinni í dag þótt Sunak og Mordaunt hafi verið efst í gær. „Þá er samt sem áður nóg eftir af atkvæðum sem þurfa að ákveða sig upp á nýtt. Og þá er spurningin þessi, hvað verður um Sunak, er hann að fá ný atkvæði,“ segir Andrés. Þar segi margir að Penny Mordaunt eigi meiri möguleika. Þá eigi Liz Truss utanríkisráðherra sem varð í þriðja sætinu í gær enn möguleika á að komast í toppbaráttuna. „Nær Liz Truss að sannfæra einhvern með tali sínu um skattalækkanir og svo framvegis. Það er vel mögulegt. Hún er ekki illa liðin í flokknum. Það má alveg eins spyrja fyrir Penny Mordaunt sem hefur verið rísandi í þessu kapphlaupi núna. Hún hefur fengið á sig árásir í morgun fyrir að valda ekki starfinu og hafa ekki staðið sig nógu vel sem ráðherra frá fyrrverandi samstarfsmönnum,“ segir Andrés. Það geti hugsast eftir niðurstöður annarrar umferðar í dag aðeinhverjir sem gætu haldið baráttunni áfram dragi sig engu að síður í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhverja í efstu sætunum. Hins vegar væri ólíklegt að einhver stefnubreyting verði í meginmálum, hver sem nái kjöri að lokum. Enda hafi Boris Johnson unnið mikinn kosningasigur með núverandi kosningastefnu flokksins. „Það hefur enginn sem tekur við núna pólitískt umboð til að vera meðeinhverja stórkostlega stefnumörkun. Sigurvegarinn þarf bara að halda við kosningastefnu flokksins. Þannig að nei, það er ekki mikið að fara aðbreytast hvað stefnuna varðar,“ segir Andrés Magnússon. Þegar aðeins tveir frambjóðendur eru eftir fer fram póstkosning meðal flokksmanna. Eftir að niðurstöður hennar liggja fyrir verður nýr leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra kynntur hinn 5. september. Bretland Tengdar fréttir Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. Þar hlaut Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra 88 atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins og Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra varð önnur með 67 atkvæði. Hún er almennt talin eiga mestan stuðning meðal almennra flokksmanna sem að lokum greiða atkvæði um þá tvo frambjóðendur sem eftir standa að loknum kosningum þingmanna. Andrés Magnússon blaðamaður þekkir vel til innan breska Íhaldsflokksins.Mynd/FB síða Andrésar Magnússonar Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu bjó lengi íBretlandi og þekkir vel til innan Íhaldsflokksins. Hann segir stöðuna hæglega geta breyst í annarri umferðinni í dag þótt Sunak og Mordaunt hafi verið efst í gær. „Þá er samt sem áður nóg eftir af atkvæðum sem þurfa að ákveða sig upp á nýtt. Og þá er spurningin þessi, hvað verður um Sunak, er hann að fá ný atkvæði,“ segir Andrés. Þar segi margir að Penny Mordaunt eigi meiri möguleika. Þá eigi Liz Truss utanríkisráðherra sem varð í þriðja sætinu í gær enn möguleika á að komast í toppbaráttuna. „Nær Liz Truss að sannfæra einhvern með tali sínu um skattalækkanir og svo framvegis. Það er vel mögulegt. Hún er ekki illa liðin í flokknum. Það má alveg eins spyrja fyrir Penny Mordaunt sem hefur verið rísandi í þessu kapphlaupi núna. Hún hefur fengið á sig árásir í morgun fyrir að valda ekki starfinu og hafa ekki staðið sig nógu vel sem ráðherra frá fyrrverandi samstarfsmönnum,“ segir Andrés. Það geti hugsast eftir niðurstöður annarrar umferðar í dag aðeinhverjir sem gætu haldið baráttunni áfram dragi sig engu að síður í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhverja í efstu sætunum. Hins vegar væri ólíklegt að einhver stefnubreyting verði í meginmálum, hver sem nái kjöri að lokum. Enda hafi Boris Johnson unnið mikinn kosningasigur með núverandi kosningastefnu flokksins. „Það hefur enginn sem tekur við núna pólitískt umboð til að vera meðeinhverja stórkostlega stefnumörkun. Sigurvegarinn þarf bara að halda við kosningastefnu flokksins. Þannig að nei, það er ekki mikið að fara aðbreytast hvað stefnuna varðar,“ segir Andrés Magnússon. Þegar aðeins tveir frambjóðendur eru eftir fer fram póstkosning meðal flokksmanna. Eftir að niðurstöður hennar liggja fyrir verður nýr leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra kynntur hinn 5. september.
Bretland Tengdar fréttir Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15
Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21