Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2022 13:31 Sagan endalausa um Frenkie de Jong heldur áfram. Steve Christo - Corbis/Corbis via Getty Images Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. Sagan endalausa um hollenska miðjumanninn heldur áfram. United hefur verið á höttunum eftir leikmanninum frá því að félagsskiptaglugginn opnaði fyrir rúmum mánuði síðan, en síðan þá hafa ófáir kaflarnir verið ritaðir í þessa framhaldssögu. Raunar er þetta ekki í fyrsta skipti sem sagt er frá því að félögin hafi náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Í lok maí var sagt frá því hér á Vísi að leikmaðurinn hafi hafnað félagsskiptunum, en svipað er uppi á teningnum nú. Nú segir Romano frá því að félögin tvö séu búin að ná samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Hann segir frá því að United borgi 75 milljónir evra fyrir miðjumanninn og að tíu milljónir gætu bæst við í gegnum árangurstengdar bónusgreiðslur. Hins vegar virðist ganga erfiðlega fyrir United að sannfæra leikmanninn sjálfan um að flytja sig til Englands. Illa gengur að semja við De Jong sem sjálfur vill halda kyrru fyrir hjá spænska stórveldinu. Manchester United have reached full agreement with Barcelona for Frenkie de Jong, after further talks. Package worth €85m. Fee guaranteed around €75m plus add-ons. 🚨🇳🇱 #MUFCPersonal terms, still the issue to be resolved - as Frenkie’s priority is to stay at Barcelona. pic.twitter.com/aTYnV3cHkP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2022 Því verður að teljast líklegt að sögunni um félagsskipti De Jong til Manchester United sé ekki lokið og að enn eigi eftir að rita nokkrar blaðsíður og jafnvel kafla. Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00 Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31 Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01 Segja að Barcelona hafi viljað fá Harry Maguire sem hluta af sölunni á De Jong Manchester United leitar þessa dagana leiða til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá spænska félaginu Barcelona en félögin hafa enn ekki náð saman. 27. júní 2022 08:01 Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Sagan endalausa um hollenska miðjumanninn heldur áfram. United hefur verið á höttunum eftir leikmanninum frá því að félagsskiptaglugginn opnaði fyrir rúmum mánuði síðan, en síðan þá hafa ófáir kaflarnir verið ritaðir í þessa framhaldssögu. Raunar er þetta ekki í fyrsta skipti sem sagt er frá því að félögin hafi náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Í lok maí var sagt frá því hér á Vísi að leikmaðurinn hafi hafnað félagsskiptunum, en svipað er uppi á teningnum nú. Nú segir Romano frá því að félögin tvö séu búin að ná samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Hann segir frá því að United borgi 75 milljónir evra fyrir miðjumanninn og að tíu milljónir gætu bæst við í gegnum árangurstengdar bónusgreiðslur. Hins vegar virðist ganga erfiðlega fyrir United að sannfæra leikmanninn sjálfan um að flytja sig til Englands. Illa gengur að semja við De Jong sem sjálfur vill halda kyrru fyrir hjá spænska stórveldinu. Manchester United have reached full agreement with Barcelona for Frenkie de Jong, after further talks. Package worth €85m. Fee guaranteed around €75m plus add-ons. 🚨🇳🇱 #MUFCPersonal terms, still the issue to be resolved - as Frenkie’s priority is to stay at Barcelona. pic.twitter.com/aTYnV3cHkP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2022 Því verður að teljast líklegt að sögunni um félagsskipti De Jong til Manchester United sé ekki lokið og að enn eigi eftir að rita nokkrar blaðsíður og jafnvel kafla.
Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00 Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31 Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01 Segja að Barcelona hafi viljað fá Harry Maguire sem hluta af sölunni á De Jong Manchester United leitar þessa dagana leiða til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá spænska félaginu Barcelona en félögin hafa enn ekki náð saman. 27. júní 2022 08:01 Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30
Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00
Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31
Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01
Segja að Barcelona hafi viljað fá Harry Maguire sem hluta af sölunni á De Jong Manchester United leitar þessa dagana leiða til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá spænska félaginu Barcelona en félögin hafa enn ekki náð saman. 27. júní 2022 08:01
Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15