Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki 14. júlí 2022 22:00 Rúnar Kristinsson fer yfir málin með leikmönnum sínum á hliðarlínunni. Vísir/Diego Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. „Það er nú meira gleði að vinna leikinn. Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Við erum að vinna hérna frábært lið. Mjög skipulagðir, gerðum ofboðslega vel í þessum leik. Hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Kannski ekki stór færi en það voru möguleikar í stöðunni og við erum ánægðir að bæta okkar leik töluvert mikið frá fyrri leik okkar við þá.” Pogon Szczecin hefur verið eitt af topp liðunum í Póllandi síðustu tvö ár og töluverður getu munur er á Bestudeildinni og Ekstraklasan, það var ekki að sjá í dag. „Þeir áttu aðeins hérna í seinni hálfleik þegar við vorum farnir að taka smá sénsa. Fara pressa aðeins hærra og þá opnuðust svæði en vörnin stóð vaktina ofboðslega vel og Beitir fyrir aftan þá. Liðið í heild, allir sem tóku þátt voru frábærir og ég er ofboðslega ánægður með liðið. Þetta vonandi gefur okkur sjálfstraust og hjálpar okkur í næstu leikjum og í framtíðinni.” Framistaða KR í þessum leik var töluvert betri en í fyrri leiknum vegna þess að KR gerði allt mun betur varnarlega og fóru svo mun betur með boltann þegar þeir fengu hann. „Eiginlega ekki, við bara framkvæmdum hlutina miklu betur. Vorum allir mjög vinnusamir og menn þorðu að stíga út í þá og við lokuðum svæðum bara betur. Taktíkst voru allir leikmenn miklu miklu betri en í fyrri leiknum, þar sem við vorum rosalega passívir í fyrri hálfleiknum. Reyndar úti er örlítið meiri hraði á grasinu og boltanum heldur en hér og þeir eru flinkari en við þegar hraðinn er meiri á renn blautu grasinu þeirra. Sem er eins og að spila billiard á parketi. Þannig að þetta fer allt miklu hraðar, þótt það sjáist ekki alltaf í sjónvarpi þá er tempóið miklu miklu hærra. Boltinn miklu hraðari. Við náðum ekki alveg að flytja okkur nógu hratt í þeim leik.” Leikmenn KR ráða ráðum sínum á meðan á leiknum stóð. Ánægður með varnarvinnuna hjá Sigurði og Stefáni KR-ingar voru með tvo framherja í dag og spiluðu 4-4-2 leikkerfið. Rúnar var að vonum ánægður hvernig til tókst í varnarleiknum. Hann vildi meðal annars beina þeim meira út á kantana en ekki inni í hjarta varnarinnar eins og gerðist úti í Póllandi. „Já við vildum beina þeim aðeins út og fengum ofboðslega góða vinnslu í Sigurði Halls og Ljubicic þannig að þeir voru ofboðslega duglegir að hjálpa miðjumönnunum og öftustu línu okkar í að verjast vel. Þetta er bara ein leið sem við getum farið. Við eigum aðrar en kannski er þetta einhver leið sem við þurfum að kíkja betur á. Í þessu einvígi við þetta lið töldum við þetta vera bestu leiðina. Ég held að það hafi sannað sig hér í dag að við höfum valið réttu leiðina, við bara framkvæmdum hana vitlaust úti og því töpuðum við illa í þar og áttum mjög litla möguleika í dag. Að þurfa að vinna þá með þremur mörkum var kannski dálítið mikið en það voru vissulega möguleikar til þess,” sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
„Það er nú meira gleði að vinna leikinn. Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Við erum að vinna hérna frábært lið. Mjög skipulagðir, gerðum ofboðslega vel í þessum leik. Hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Kannski ekki stór færi en það voru möguleikar í stöðunni og við erum ánægðir að bæta okkar leik töluvert mikið frá fyrri leik okkar við þá.” Pogon Szczecin hefur verið eitt af topp liðunum í Póllandi síðustu tvö ár og töluverður getu munur er á Bestudeildinni og Ekstraklasan, það var ekki að sjá í dag. „Þeir áttu aðeins hérna í seinni hálfleik þegar við vorum farnir að taka smá sénsa. Fara pressa aðeins hærra og þá opnuðust svæði en vörnin stóð vaktina ofboðslega vel og Beitir fyrir aftan þá. Liðið í heild, allir sem tóku þátt voru frábærir og ég er ofboðslega ánægður með liðið. Þetta vonandi gefur okkur sjálfstraust og hjálpar okkur í næstu leikjum og í framtíðinni.” Framistaða KR í þessum leik var töluvert betri en í fyrri leiknum vegna þess að KR gerði allt mun betur varnarlega og fóru svo mun betur með boltann þegar þeir fengu hann. „Eiginlega ekki, við bara framkvæmdum hlutina miklu betur. Vorum allir mjög vinnusamir og menn þorðu að stíga út í þá og við lokuðum svæðum bara betur. Taktíkst voru allir leikmenn miklu miklu betri en í fyrri leiknum, þar sem við vorum rosalega passívir í fyrri hálfleiknum. Reyndar úti er örlítið meiri hraði á grasinu og boltanum heldur en hér og þeir eru flinkari en við þegar hraðinn er meiri á renn blautu grasinu þeirra. Sem er eins og að spila billiard á parketi. Þannig að þetta fer allt miklu hraðar, þótt það sjáist ekki alltaf í sjónvarpi þá er tempóið miklu miklu hærra. Boltinn miklu hraðari. Við náðum ekki alveg að flytja okkur nógu hratt í þeim leik.” Leikmenn KR ráða ráðum sínum á meðan á leiknum stóð. Ánægður með varnarvinnuna hjá Sigurði og Stefáni KR-ingar voru með tvo framherja í dag og spiluðu 4-4-2 leikkerfið. Rúnar var að vonum ánægður hvernig til tókst í varnarleiknum. Hann vildi meðal annars beina þeim meira út á kantana en ekki inni í hjarta varnarinnar eins og gerðist úti í Póllandi. „Já við vildum beina þeim aðeins út og fengum ofboðslega góða vinnslu í Sigurði Halls og Ljubicic þannig að þeir voru ofboðslega duglegir að hjálpa miðjumönnunum og öftustu línu okkar í að verjast vel. Þetta er bara ein leið sem við getum farið. Við eigum aðrar en kannski er þetta einhver leið sem við þurfum að kíkja betur á. Í þessu einvígi við þetta lið töldum við þetta vera bestu leiðina. Ég held að það hafi sannað sig hér í dag að við höfum valið réttu leiðina, við bara framkvæmdum hana vitlaust úti og því töpuðum við illa í þar og áttum mjög litla möguleika í dag. Að þurfa að vinna þá með þremur mörkum var kannski dálítið mikið en það voru vissulega möguleikar til þess,” sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira