Lingard gæti elt Rooney til Washington Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 08:01 Jesse Lingard gæti verið á leið til Bandaríkjanna. EPA-EFE/PETER POWELL Wayne Rooney tók nýverið við stjórnartaumunum hjá DC United í MLS-deildinni í Banadríkjunum. Hann hefur nú þegar sótt fyrrverandi lærisvein sinn hjá Derby County og þá gæti farið svo að Jesse Lingard færi sig um set. Rooney gerði í raun kjúklingasalat úr kjúklingaskít á síðustu leiktíð með Derby County. Fjárhagsstaða félagsins var í molum sem leiddi til þess að á endanum var 21 stig tekið af liðinu í ensku B-deildinni. Hefði það ekki gerst þá hefði Rooney haldið liðinu uppi en það féll á endanum og hann sagði af sér í sumar. Á dögunum tók Rooney svo við DC United í MLS-deildinni en hann lék með liðinu til skamms tíma áður en skórnir fóru upp í hillu. Hann hefru nú verið ráðinn þjálfari liðsins og horfir til Englands í leit að liðsstyrk. Hinn óstýriláti Ravel Morrison er við það að semja við DC United en Rooney þekkir Ravel vel frá því þeir voru saman hjá Manchester United. Ravel hafði alla hæfileika í heiminum en líkt og svo margur íþróttamaðurinn tókst honum aldrei að sýna það á vellinum. Rooney fékk hann þó til Derby og hefur fengið Morrison til að flytjast alla leið til Washington. Where will he end up? DC United have reportedly joined the list of #MLS and Premier League clubs interested in signing Jesse Lingard.#BBCFootball #ManUtd #epl— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Stærstu vistaskiptin gætu þó verið þau að Jesse Lingard, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, gæti verið á leiðinni til DC United. Lingard rann út á samning nýverið og var talið að hann yrði áfram í ensku úrvalsdeildinni þar sem bæði West Ham United og Everton hafa sýnt Lingard áhuga. Hinn 29 ára gamli Lingard var viðloðandi enska landsliðið áður en fór að halla undan fæti á ferli hans hjá Man United. Eftir að vera lánaður til West Ham á þar síðustu leiktíð voru hlutabréfin í Lingard há en hann ákvað að vera áfram hjá Man Utd frekar en að skipta um lið. Það beit hann í bakið þar sem hann spilaði lítið sem ekki neitt og gæti nú verið á leið til Bandaríkjanna. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Rooney gerði í raun kjúklingasalat úr kjúklingaskít á síðustu leiktíð með Derby County. Fjárhagsstaða félagsins var í molum sem leiddi til þess að á endanum var 21 stig tekið af liðinu í ensku B-deildinni. Hefði það ekki gerst þá hefði Rooney haldið liðinu uppi en það féll á endanum og hann sagði af sér í sumar. Á dögunum tók Rooney svo við DC United í MLS-deildinni en hann lék með liðinu til skamms tíma áður en skórnir fóru upp í hillu. Hann hefru nú verið ráðinn þjálfari liðsins og horfir til Englands í leit að liðsstyrk. Hinn óstýriláti Ravel Morrison er við það að semja við DC United en Rooney þekkir Ravel vel frá því þeir voru saman hjá Manchester United. Ravel hafði alla hæfileika í heiminum en líkt og svo margur íþróttamaðurinn tókst honum aldrei að sýna það á vellinum. Rooney fékk hann þó til Derby og hefur fengið Morrison til að flytjast alla leið til Washington. Where will he end up? DC United have reportedly joined the list of #MLS and Premier League clubs interested in signing Jesse Lingard.#BBCFootball #ManUtd #epl— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Stærstu vistaskiptin gætu þó verið þau að Jesse Lingard, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, gæti verið á leiðinni til DC United. Lingard rann út á samning nýverið og var talið að hann yrði áfram í ensku úrvalsdeildinni þar sem bæði West Ham United og Everton hafa sýnt Lingard áhuga. Hinn 29 ára gamli Lingard var viðloðandi enska landsliðið áður en fór að halla undan fæti á ferli hans hjá Man United. Eftir að vera lánaður til West Ham á þar síðustu leiktíð voru hlutabréfin í Lingard há en hann ákvað að vera áfram hjá Man Utd frekar en að skipta um lið. Það beit hann í bakið þar sem hann spilaði lítið sem ekki neitt og gæti nú verið á leið til Bandaríkjanna.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira