Blatter sendir út viðvörun til heimsfótboltans Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 09:00 Sepp Blatter ætlar ekki að gefast upp. Vísir/AFP Sepp Blatter, fyrrum forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, segir sjö ár af lygum loksins vera lokið. Meðal annars skrifaði Blatter á Twitter í gær að hann væri mættur aftur. Er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig á opinberum vettvangi eftir að hann og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, voru sýknaðir af ásökum um spillingu og fjárdrátt af dómstólum í Sviss þann 8. júlí síðastliðinn. Vitnar hann einnig í orð Platini og skrifar að heimurinn muni fá að heyra hvað þeir hafa að segja og merkir hann öll helstu knattspyrnusambönd víða um heim í færslu sinni. Hello my friends, I'm back , still going strong, seven years of lies have ended. Now the game is again in the right direction. Or as Michel Platini puts it: You will hear from us again. I wish you a great weekend. #FIFA #UEFA #CAF #AFC #CONMEBOL #CONCACAF #OFC #IOC #Platini— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) July 15, 2022 Blatter, sem er 86 ára gamall, leiddi alþjóðlegaknattspyrnusambandið í 17 ár. Voru þeir Platini sýknaðir af ásökunum um fjárdrátt þar sem FIFA greiddi Platini um 1,7 milljón punda, tæpar 300 milljónir króna, fyrir ráðgjafastörf með milligöngu Blatter. Dómstóllinn í Sviss taldi röksemdarfærslur tvímenningana, að um heiðursmannasamkomulag hafi verið að ræða, góð og gild. Þetta er þó ekki eina sakamálarannsóknin sem Blatter þarf að verjast en einnig er verið að skoða greiðslur upp á eina milljón Bandaríkjadala frá FIFA til knattspyrnusambands Trínidad og Tóbagó frá árinu 2010 í öðru aðskildu máli. „Að fara frá því að vera goðsögn í heimsfótboltanum yfir í sjálfan djöfulinn er afar erfitt, sérstaklega þegar það kemur úr ósanngjarni átt. Ég hef alltaf sagt að mín barátta er gegn óréttlæti. Ég vann fyrstu lotuna en raunverulegu sökudólgarnir eru enn þá þarna úti. Þeir geta treyst á mig að ég gefst ekki upp og mun fara alla leið í baráttunni fyrir sannleikanum,“ sagði Blatter við fjölmiðla eftir að hafa verið sýknaður í síðustu viku. Blatter var forseti FIFA til ársins 2015, þegar bandarískar alríkisstofnanir hófu rannsókn á honum vegna mútugreiðslna, spillingu og peningaþvættis. Blatter hefur alltaf lýst yfir sakleysi. Er fyrrum forsetinn þó enn þá bannaður frá allri þátttöku í fótbolta sem gildir til ársins 2028. Bannið hlaut hann fyrir brot á siðareglum FIFA. FIFA UEFA Tengdar fréttir Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35 Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Meðal annars skrifaði Blatter á Twitter í gær að hann væri mættur aftur. Er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig á opinberum vettvangi eftir að hann og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, voru sýknaðir af ásökum um spillingu og fjárdrátt af dómstólum í Sviss þann 8. júlí síðastliðinn. Vitnar hann einnig í orð Platini og skrifar að heimurinn muni fá að heyra hvað þeir hafa að segja og merkir hann öll helstu knattspyrnusambönd víða um heim í færslu sinni. Hello my friends, I'm back , still going strong, seven years of lies have ended. Now the game is again in the right direction. Or as Michel Platini puts it: You will hear from us again. I wish you a great weekend. #FIFA #UEFA #CAF #AFC #CONMEBOL #CONCACAF #OFC #IOC #Platini— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) July 15, 2022 Blatter, sem er 86 ára gamall, leiddi alþjóðlegaknattspyrnusambandið í 17 ár. Voru þeir Platini sýknaðir af ásökunum um fjárdrátt þar sem FIFA greiddi Platini um 1,7 milljón punda, tæpar 300 milljónir króna, fyrir ráðgjafastörf með milligöngu Blatter. Dómstóllinn í Sviss taldi röksemdarfærslur tvímenningana, að um heiðursmannasamkomulag hafi verið að ræða, góð og gild. Þetta er þó ekki eina sakamálarannsóknin sem Blatter þarf að verjast en einnig er verið að skoða greiðslur upp á eina milljón Bandaríkjadala frá FIFA til knattspyrnusambands Trínidad og Tóbagó frá árinu 2010 í öðru aðskildu máli. „Að fara frá því að vera goðsögn í heimsfótboltanum yfir í sjálfan djöfulinn er afar erfitt, sérstaklega þegar það kemur úr ósanngjarni átt. Ég hef alltaf sagt að mín barátta er gegn óréttlæti. Ég vann fyrstu lotuna en raunverulegu sökudólgarnir eru enn þá þarna úti. Þeir geta treyst á mig að ég gefst ekki upp og mun fara alla leið í baráttunni fyrir sannleikanum,“ sagði Blatter við fjölmiðla eftir að hafa verið sýknaður í síðustu viku. Blatter var forseti FIFA til ársins 2015, þegar bandarískar alríkisstofnanir hófu rannsókn á honum vegna mútugreiðslna, spillingu og peningaþvættis. Blatter hefur alltaf lýst yfir sakleysi. Er fyrrum forsetinn þó enn þá bannaður frá allri þátttöku í fótbolta sem gildir til ársins 2028. Bannið hlaut hann fyrir brot á siðareglum FIFA.
FIFA UEFA Tengdar fréttir Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35 Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Blatter í nýtt bann Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028. 24. mars 2021 20:35
Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30