Krísa hjá ÍBV | Vinnubrögð leitt til vantrausts Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 12:00 Hermann Hreiðarsson, stýrir karlaliði ÍBV í knattspyrnu. Vísir/Hulda Margrét Aðalstjórn ÍBV þarf að fara að leysa hnúta sem myndast hafa innan félagsins vegna umdeildrar ákvörðunar sem hún tók vegna skiptingar fjármagns til íþróttadeilda innan ÍBV. Daði Pálsson, framkvæmdarstjóri Leo Seafood, greinir frá því á Eyjar.net í gær að aðalstjórn ÍBV tók upp á því að misskipta þeim hagnaði sem varð til hjá félaginu á milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins. „Traustið á aðalstjórn og yfirstjórn félagsins er farið með þeirra vinnubrögðum, sem leitt hefur félagið í sínar mestu ógöngur frá stofnun þess,“ skrifaði Daði. Fram til þessa hefur umframfé verið skipt í tvennt milli deildanna tveggja en nú fær knattspyrnudeildin um 65 prósent af hagnaði ÍBV. „Á árinu 2021 nam hagnaðurinn 67.000.000 kr. og í staðinn fyrir að báðar deildir fengju 33.500.000 kr. eða 50 prósent eins og verið hefur frá stofnun þess, fékk handknattleiksdeildin 23,9 milljónir og knattspyrnudeild 43 milljónir.“ Ákvörðunin um tekjuskiptinguna var tekin 15. mars síðastliðin og er sögð vera hluti af leiðréttingu sem þarf að fara fram innan félagsins. Svo virðist sem aðilar innan handknattleiksdeildar og forráðamenn ÍBV hafi staðið í deilum allt frá því að að ákvörðun aðalstjórnar var tekin í mars. Óttast handknattleiksdeild að meira fé verði tekið af henni fyrir frekari leiðréttingum knattspyrnudeildar í framtíðinni. ÍBV gaf út tilkynningu á fimmtudaginn síðasta þar sem ákvörðun stjórnar um tekjuskiptingu frá 15. mars verði frestað. Aðalstjórn bað jafnframt um frið til að undirbúa Þjóðhátíð sem er á næsta leyti og ætlar að leitast eftir því að ná sátt við fulltrúa handboltans eftir verslunarmannahelgina. Uppfært klukkan 16:30 ÍBV hefur dregið ákvörðunina um tekjuskiptingu til baka. ÍBV Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Daði Pálsson, framkvæmdarstjóri Leo Seafood, greinir frá því á Eyjar.net í gær að aðalstjórn ÍBV tók upp á því að misskipta þeim hagnaði sem varð til hjá félaginu á milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins. „Traustið á aðalstjórn og yfirstjórn félagsins er farið með þeirra vinnubrögðum, sem leitt hefur félagið í sínar mestu ógöngur frá stofnun þess,“ skrifaði Daði. Fram til þessa hefur umframfé verið skipt í tvennt milli deildanna tveggja en nú fær knattspyrnudeildin um 65 prósent af hagnaði ÍBV. „Á árinu 2021 nam hagnaðurinn 67.000.000 kr. og í staðinn fyrir að báðar deildir fengju 33.500.000 kr. eða 50 prósent eins og verið hefur frá stofnun þess, fékk handknattleiksdeildin 23,9 milljónir og knattspyrnudeild 43 milljónir.“ Ákvörðunin um tekjuskiptinguna var tekin 15. mars síðastliðin og er sögð vera hluti af leiðréttingu sem þarf að fara fram innan félagsins. Svo virðist sem aðilar innan handknattleiksdeildar og forráðamenn ÍBV hafi staðið í deilum allt frá því að að ákvörðun aðalstjórnar var tekin í mars. Óttast handknattleiksdeild að meira fé verði tekið af henni fyrir frekari leiðréttingum knattspyrnudeildar í framtíðinni. ÍBV gaf út tilkynningu á fimmtudaginn síðasta þar sem ákvörðun stjórnar um tekjuskiptingu frá 15. mars verði frestað. Aðalstjórn bað jafnframt um frið til að undirbúa Þjóðhátíð sem er á næsta leyti og ætlar að leitast eftir því að ná sátt við fulltrúa handboltans eftir verslunarmannahelgina. Uppfært klukkan 16:30 ÍBV hefur dregið ákvörðunina um tekjuskiptingu til baka.
ÍBV Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira