Markastífla og gul spjöld gætu skilað Íslandi í 8-liða úrslit í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 08:30 Vonandi geta Íslendingar fagnað svona í kvöld þegar riðlakeppninni á EM lýkur. VÍSIR/VILHELM Það eru fleiri en ein leið til þess að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit á EM kvenna í fótbolta í Englandi í kvöld. Komist liðið þangað bíður þess leikur við Svía á föstudagskvöld. Ísland er með örlögin í eigin höndum því sigur gegn Frökkum í Rotherham í kvöld kemur liðinu áfram í 8-liða úrslit. En jafnvel þó að Ísland tapaði 10-0 eða stærra gegn Frökkum kæmist Ísland í 8-liða úrslit ef að leik Ítalíu og Belgíu, sem mætast klukkan 19 líkt og Ísland og Frakkland, lyki með markalausu jafntefli. Íslendingar ættu því allir að vonast eftir algjörri markastíflu í Manchester í kvöld, þar sem leikur Belgíu og Ítalíu fer fram. Sá möguleiki er einnig til staðar, þó hann sé vissulega ekki mjög stór, að prúðmennska íslenska liðsins skili liðinu áfram í útsláttarkeppnina. Það er vegna þess að ef Ísland tapar nákvæmlega 2-1 gegn Frakklandi, en Ítalía og Belgía gera 1-1 jafntefli, mun fjöldi gulra og rauðra spjalda ráða því hvort Ísland eða Belgía kemst áfram. Staðan og leikirnir í riðli Íslands á EM. Endi lið jöfn ráða innbyrðis leikir röðun þeirra. Staðan í riðlinum er sem sagt þannig að Frakkland er þegar öruggt áfram í leik gegn Evrópumeisturum Hollands í 8-liða úrslitum. Frakkar unnu Ítalíu 4-1 og Belgíu 2-1, á meðan að Ísland gerði 1-1 jafntefli við bæði Belgíu og Ítalíu. Ef að Belgía eða Ítalía vinnur leik liðanna í kvöld verður Ísland að vinna leik sinn við Frakkland til að komast áfram. Það er því líklegt að Ísland þurfi að sækja til sigurs í kvöld. Málin flækjast með tapi Íslands og jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu Það er aðeins ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli sem að málin flækjast, og möguleikar Íslands á að komast áfram aukast. Ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli myndi það duga Íslandi að gera jafntefli við Frakka til að komast áfram. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Frökkum, og Belgía og Ítalía gera jafntefli, enda Ísland, Belgía og Ítalía öll með 2 stig. Þá myndi skipta máli hvernig jafntefli Belgía og Ítalía gerðu, og ef þau gerðu 1-1 jafntefli myndi einnig skipta máli hvernig tap Íslands gegn Frakklandi yrði. Hvað ræður röðun liða sem verða jöfn að stigum? Stig úr innbyrðis leikjum liðanna. Markamunur í innbyrðis leikjum liðanna. Skoruð mörk í innbyrðis leikjum liðanna. Heildarmarkatala í riðlinum. Skoruð mörk í riðlinum. Refsistig vegna gulra (1 stig) og rauðra (3 stig) spjalda. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi myndi því 0-0 jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu skila Íslandi áfram. Þá væru Ísland, Belgía og Ítalía með 2 stig hvert, og Ísland hefði skorað flest mörk (2) í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 2-2, 3-3, 4-4 eða markameira jafntefli kemst Belgía í 8-liða úrslitin. Belgía og Ítalía hefðu þá skorað fleiri mörk en Ísland í innbyrðis leikjum liðanna þriggja og Belgía væri með betri heildarmarkatölu í riðlinum en Ítalía. Gæti þurft að líta til gulra og rauðra spjalda Loks er það svo þannig að ef að Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 1-1 jafntefli þá mun skipta máli hvernig tap Ísland gegn Frakklandi verður. Belgar kæmust þannig áfram ef að tap Íslands gegn Frakklandi yrði með meira en einu marki og einnig ef það yrði 1-0 tap, en Ísland færi áfram ef til dæmis um 3-2 eða 4-3 tap yrði að ræða. Ef að Ísland tapaði 2-1 gegn Frakklandi myndu svo gul og rauð spjöld ráða því hvort Ísland eða Belgía færi áfram. Belgar eru komnir með fjögur gul spjöld og eitt rautt á meðan Ísland er án spjalda. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Ísland er með örlögin í eigin höndum því sigur gegn Frökkum í Rotherham í kvöld kemur liðinu áfram í 8-liða úrslit. En jafnvel þó að Ísland tapaði 10-0 eða stærra gegn Frökkum kæmist Ísland í 8-liða úrslit ef að leik Ítalíu og Belgíu, sem mætast klukkan 19 líkt og Ísland og Frakkland, lyki með markalausu jafntefli. Íslendingar ættu því allir að vonast eftir algjörri markastíflu í Manchester í kvöld, þar sem leikur Belgíu og Ítalíu fer fram. Sá möguleiki er einnig til staðar, þó hann sé vissulega ekki mjög stór, að prúðmennska íslenska liðsins skili liðinu áfram í útsláttarkeppnina. Það er vegna þess að ef Ísland tapar nákvæmlega 2-1 gegn Frakklandi, en Ítalía og Belgía gera 1-1 jafntefli, mun fjöldi gulra og rauðra spjalda ráða því hvort Ísland eða Belgía kemst áfram. Staðan og leikirnir í riðli Íslands á EM. Endi lið jöfn ráða innbyrðis leikir röðun þeirra. Staðan í riðlinum er sem sagt þannig að Frakkland er þegar öruggt áfram í leik gegn Evrópumeisturum Hollands í 8-liða úrslitum. Frakkar unnu Ítalíu 4-1 og Belgíu 2-1, á meðan að Ísland gerði 1-1 jafntefli við bæði Belgíu og Ítalíu. Ef að Belgía eða Ítalía vinnur leik liðanna í kvöld verður Ísland að vinna leik sinn við Frakkland til að komast áfram. Það er því líklegt að Ísland þurfi að sækja til sigurs í kvöld. Málin flækjast með tapi Íslands og jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu Það er aðeins ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli sem að málin flækjast, og möguleikar Íslands á að komast áfram aukast. Ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli myndi það duga Íslandi að gera jafntefli við Frakka til að komast áfram. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Frökkum, og Belgía og Ítalía gera jafntefli, enda Ísland, Belgía og Ítalía öll með 2 stig. Þá myndi skipta máli hvernig jafntefli Belgía og Ítalía gerðu, og ef þau gerðu 1-1 jafntefli myndi einnig skipta máli hvernig tap Íslands gegn Frakklandi yrði. Hvað ræður röðun liða sem verða jöfn að stigum? Stig úr innbyrðis leikjum liðanna. Markamunur í innbyrðis leikjum liðanna. Skoruð mörk í innbyrðis leikjum liðanna. Heildarmarkatala í riðlinum. Skoruð mörk í riðlinum. Refsistig vegna gulra (1 stig) og rauðra (3 stig) spjalda. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi myndi því 0-0 jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu skila Íslandi áfram. Þá væru Ísland, Belgía og Ítalía með 2 stig hvert, og Ísland hefði skorað flest mörk (2) í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 2-2, 3-3, 4-4 eða markameira jafntefli kemst Belgía í 8-liða úrslitin. Belgía og Ítalía hefðu þá skorað fleiri mörk en Ísland í innbyrðis leikjum liðanna þriggja og Belgía væri með betri heildarmarkatölu í riðlinum en Ítalía. Gæti þurft að líta til gulra og rauðra spjalda Loks er það svo þannig að ef að Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 1-1 jafntefli þá mun skipta máli hvernig tap Ísland gegn Frakklandi verður. Belgar kæmust þannig áfram ef að tap Íslands gegn Frakklandi yrði með meira en einu marki og einnig ef það yrði 1-0 tap, en Ísland færi áfram ef til dæmis um 3-2 eða 4-3 tap yrði að ræða. Ef að Ísland tapaði 2-1 gegn Frakklandi myndu svo gul og rauð spjöld ráða því hvort Ísland eða Belgía færi áfram. Belgar eru komnir með fjögur gul spjöld og eitt rautt á meðan Ísland er án spjalda.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira