Íslensku stelpurnar einkar óheppnar upp við mark andstæðinganna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2022 07:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir að loknum leik gegn Frakklandi. Vísir/Vilhelm Ísland féll í gærkvöld úr leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Þegar vænt mörk (xG) tölfræði mótsins er skoðuð þá er aðeins Danmörk með verri tölfræði fyrir framan mark andstæðinga sinna en íslenska liðið. Ísland fór tauplaust í gegnum D-riðil Evrópumótsins en því miður gerði liðið jafntefli í öllum sínum leikjum sem dugði ekki til að komast áfram. Hefði Belgía ekki náð að pota inn einu marki gegn Ítalíu þá hefði Ísland hins vegar farið áfram. Mögulega munu íslensku stelpurnar naga sig í handarbökin á næstu dögum og vikum en liðið fékk góð færi til að vinna leikina þrjá sem það lék á mótinu. Opta Analyst heldur utan um alla tölfræði mótsins og þar kemur í ljós að Ísland og Danmörk eru í sérflokki þegar kemur að slakri nýtingu fyrir framan mark andstæðinganna. Iceland have scored two goals from an xG total of 5.2 at #WEuro2022 so far. Only Denmark (one goal from 5.1 xG) have a bigger underperformance in front of goal. pic.twitter.com/EPjyYpkqZH— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Áður en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin gegn Frakklandi hafði Ísland aðeins skorað tvö mörk úr færum upp á 5.2 vænt mörk (xG). Ef færanýtingin væri eins og eðlilegt er þá hefðu stelpurnar okkar átt að vera búnar að skora fimm mörk í staðin fyrir aðeins tvö. Vissulega spilar vítaspyrnan sem fór forgörðum gegn Belgíu sinn þátt í tölfræðinni en að því sögðu hefði Ísland átt að pota inn að lágmarki einu marki til viðbótar áður en boltinn söng loks í netinu gegn Frakklandi. France 1-1 Iceland: France took the lead after just 46 secs, but settled at that. They face reigning champions Netherlands next. Despite scoring a 102nd minute penalty (!), Iceland had yet another frustrating night in front of goal, but leave #WEURO2022 with heads held high. pic.twitter.com/vMsNoK9E7Z— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Í viðtölum eftir leiki á mótinu var íslensku stelpunum tíðrætt um færanýtingu liðsins. Eins og áður sagði fór vítapspyrnu forgörðum í fyrsta leik, Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði slá gegn Frakklandi og svo fékk liðið fínustu færi til að vinna í raun alla leiki mótsins. Það má því með sanni segja að um „stöngina út“ hafi verið að ræða hjá Íslandi á Evrópumótinu í Englandi en hver veit nema þær fái tækifæri til að breyta því á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Ísland fór tauplaust í gegnum D-riðil Evrópumótsins en því miður gerði liðið jafntefli í öllum sínum leikjum sem dugði ekki til að komast áfram. Hefði Belgía ekki náð að pota inn einu marki gegn Ítalíu þá hefði Ísland hins vegar farið áfram. Mögulega munu íslensku stelpurnar naga sig í handarbökin á næstu dögum og vikum en liðið fékk góð færi til að vinna leikina þrjá sem það lék á mótinu. Opta Analyst heldur utan um alla tölfræði mótsins og þar kemur í ljós að Ísland og Danmörk eru í sérflokki þegar kemur að slakri nýtingu fyrir framan mark andstæðinganna. Iceland have scored two goals from an xG total of 5.2 at #WEuro2022 so far. Only Denmark (one goal from 5.1 xG) have a bigger underperformance in front of goal. pic.twitter.com/EPjyYpkqZH— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Áður en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin gegn Frakklandi hafði Ísland aðeins skorað tvö mörk úr færum upp á 5.2 vænt mörk (xG). Ef færanýtingin væri eins og eðlilegt er þá hefðu stelpurnar okkar átt að vera búnar að skora fimm mörk í staðin fyrir aðeins tvö. Vissulega spilar vítaspyrnan sem fór forgörðum gegn Belgíu sinn þátt í tölfræðinni en að því sögðu hefði Ísland átt að pota inn að lágmarki einu marki til viðbótar áður en boltinn söng loks í netinu gegn Frakklandi. France 1-1 Iceland: France took the lead after just 46 secs, but settled at that. They face reigning champions Netherlands next. Despite scoring a 102nd minute penalty (!), Iceland had yet another frustrating night in front of goal, but leave #WEURO2022 with heads held high. pic.twitter.com/vMsNoK9E7Z— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Í viðtölum eftir leiki á mótinu var íslensku stelpunum tíðrætt um færanýtingu liðsins. Eins og áður sagði fór vítapspyrnu forgörðum í fyrsta leik, Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði slá gegn Frakklandi og svo fékk liðið fínustu færi til að vinna í raun alla leiki mótsins. Það má því með sanni segja að um „stöngina út“ hafi verið að ræða hjá Íslandi á Evrópumótinu í Englandi en hver veit nema þær fái tækifæri til að breyta því á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira