Víti Dagnýjar skilaði sjö milljónum en Ísland rétt missti af mun hærri upphæð Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 09:31 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Elín Metta Jensen og Dagný Brynjarsdóttir daprar í bragði í leikslok eftir jafnteflið við Frakkland í gærkvöld. Eitt mark í viðbót hefði skilað Íslandi í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann sér inn verðlaunafé frá UEFA í öllum þremur leikjum sínum á EM. Liðið vann sér samtals inn rúmlega 100 milljónir króna með því að komast á EM og gera þar þrjú jafntefli. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tvöfaldaði verðlaunaféð frá því á EM í Hollandi árið 2017 fyrir mótið í Englandi í ár. Fyrir það að komast á EM fékk Ísland eins og önnur lið 600.000 evrur, sem í dag jafngildir um 83 milljónum króna. Fyrir hvert jafntefli fékk Ísland svo 50.000 evrur eða samtals 150.000 evrur, eftir 1-1 jafntefli við Belgíu, Ítalíu og Frakkland. Þó að vítaspyrna Dagnýjar Brynjarsdóttur seint í uppbótartíma gegn Frökkum í gær hafi ekki dugað til að skila Íslandi í 8-liða úrslit var hún því engu að síður sjö milljóna króna virði. Ísland varð fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni án þess að tapa leik en hefði liðið komist áfram í 8-liða úrslit hefði það skilað liðinu 205.000 evrum til viðbótar, eða jafnvirði rúmlega 28 milljóna króna. Þýskaland og England unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á EM og skilaði það hvoru liði því 300.000 evrum. Ef annað liðið verður Evrópumeistari mun það samtals hafa unnið sér inn 2.085.000 evrur í verðlaunafé frá UEFA, eða jafnvirði um 290 milljóna króna. Sú upphæð er þó enn langtum lægri en er í boði á EM karla en fyrir að komast á síðasta Evrópumót karla fengust 9.250.000 evrur og sigurvegarinn gat mest fengið 34.000.000 evra í sinn hlut, eða rúmlega 16 sinnum hærri upphæð en Evrópumeistarar kvenna. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tvöfaldaði verðlaunaféð frá því á EM í Hollandi árið 2017 fyrir mótið í Englandi í ár. Fyrir það að komast á EM fékk Ísland eins og önnur lið 600.000 evrur, sem í dag jafngildir um 83 milljónum króna. Fyrir hvert jafntefli fékk Ísland svo 50.000 evrur eða samtals 150.000 evrur, eftir 1-1 jafntefli við Belgíu, Ítalíu og Frakkland. Þó að vítaspyrna Dagnýjar Brynjarsdóttur seint í uppbótartíma gegn Frökkum í gær hafi ekki dugað til að skila Íslandi í 8-liða úrslit var hún því engu að síður sjö milljóna króna virði. Ísland varð fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni án þess að tapa leik en hefði liðið komist áfram í 8-liða úrslit hefði það skilað liðinu 205.000 evrum til viðbótar, eða jafnvirði rúmlega 28 milljóna króna. Þýskaland og England unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á EM og skilaði það hvoru liði því 300.000 evrum. Ef annað liðið verður Evrópumeistari mun það samtals hafa unnið sér inn 2.085.000 evrur í verðlaunafé frá UEFA, eða jafnvirði um 290 milljóna króna. Sú upphæð er þó enn langtum lægri en er í boði á EM karla en fyrir að komast á síðasta Evrópumót karla fengust 9.250.000 evrur og sigurvegarinn gat mest fengið 34.000.000 evra í sinn hlut, eða rúmlega 16 sinnum hærri upphæð en Evrópumeistarar kvenna.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira