Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Útlit fyrir harðari átök í suðri Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2022 22:52 Rússneskur hermaður í Zaporizhzhia-héraði, skammt frá Melitopol. AP Frá því Rússar lögðu undir sig síðustu borgir Luhansk-héraðs og lýstu yfir að hlé yrði lagt á frekari stórsóknir hefur lítil hreyfing orðið á víglínunum í Úkraínu. Sóknir Rússa eru þó byrjaðar á nýjan leik en Úkraínumenn segja varnir þeirra halda enn. Allt frá því Rússar hættu sókninni að Kænugarði og hörfuðu frá norðurhluta Úkraínu hefur þungamiðja átakanna þar verið í Luhansk- og Donetsk-héruðum, sem saman mynda hið svokallaða Donbas-svæði. Þar hafa Rússar beitt yfirburðum sínum í stórskotaliði með tiltölulega góðum, en hægum, árangri. Nú setja Rússar mesta áherslu að Donetsk og leggja þeir sérstaklega mikið kapp á að komast í gegnum varnir Úkraínumanna í Kharkiv-héraði, svo þeir geti komið aftan að verjendum í Slovyansk og öðrum borgum héraðsins. Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hefur sókn Rússa skilað litlum árangri á hinum víggirtu víglínum í austri sem mynduðust eftir innrásina 2014. Þess vegna vilja Rússar komast fram hjá þeim og umkringja hersveitir Úkraínu í Donetsk. Hér má sjá kort frá hugveitunni Institute for the study of war af stöðunni í austurhluta Úkraínu. #Kharkiv Update:The GUR stated that #Ukrainian forces conducted a limited, localized counteroffensive that pushed a large unit of Russian forces out of #Dementiivka.https://t.co/08Y18bdSBJ pic.twitter.com/h4AleLQwcY— ISW (@TheStudyofWar) July 19, 2022 Úkraínumenn segjast hafa varst nokkrum sóknum Rússa að bænum Avdiivka í Donetsk-héraði og þar af minnst einni tiltölulega stórri, samkvæmt yfirmanni í her Úkraínu sem CNN ræddi við. ISW segir Avdiivka vera að miklu leyti umkringdan af sveitum Rússa en óljóst er hve mikla burði þær sveitir hafa til umfangsmikilla sókna. Manneklan sögð hafa versnað Útlit er fyrir að þungamiðja átakanna í landinu gæti færst til suðurs á komandi vikum. Í það minnsta eru Rússar sagðir hafa áhyggjur af gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði og hafa fregnir borist af miklum hergagnaflutningum Rússa til héraðsins. Forsvarsmenn Úkraínuhers sögðu til að mynda frá því í morgun að loft- og stórskotaliðsárásum Rússa í Kherson-héraði hefði farið fjölgandi að undanförnu. Þá sagði leyniþjónusta herafla Bretlands frá því í morgun að talið væri að Rússar ættu í mikilli manneklu. Fregnir hafa lengi borist af slíkum vandræðum Rússa en Bretar segja ástandið hafa farið versnandi og forsvarsmenn rússneska hersins eigi í vandræðum með að ákveða hvort senda eigi varalið til Donbas eða til að verjast sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 19 July 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/ENAyyMxczx #StandWithUkraine pic.twitter.com/wBZvAambUr— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 19, 2022 Ætla að frelsa Kherson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skipaði herafla landsins nýverið að frelsa suðurhluta Úkraínu og þar á meðal Kherson-hérað, úr höndum Rússa. Þar hafa Úkraínumenn sótt hægt fram gegn Rússum á undanförnum vikum og jafnvel mánuðum. Í dag gerðist það svo að Úkraínumenn gerðu árásir á Antonovsky-brúnna sem er suður af Kherson-borg og liggur yfir Dnipro-á. Brúin tengir í raun Kherson og sveitir Rússa norður af ánni við Krímskaga og hersveitir Rússa þar. Nái Úkraínumenn Kherson-borg aftur og nái þeir að reka rússa suður fyrir Dnipro, yrðu varnir suðurhluta Úkraínu mun auðveldari, þar sem áin myndar náttúrulega og sterka varnarlínu. Notast var við HIMARS við árásina og varð brúin fyrir miklum skaða en hrundi ekki. Samkvæmt Telegraph gæti árásin gert Rússum erfiðara að koma liðsauka til þeirra hersveita sem verjast gegn gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði, norður af borginni. Russian authorities confirmed Antonivsky bridge in #Kherson region was hit with HIMARS. Bridge is a key communication line to supply forces in Kherson, Mykolaiv, Kryvyi Rih regions. Now it has large holes from rocket strikes and can still be used but...things can happen. pic.twitter.com/qLkLhv60mF— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) July 19, 2022 Skipulagsleg martröð Úkraínumenn reiða sig á vopnasendingar og annars konar aðstoð frá Vesturlöndum í átökunum gegn Rússum og eru sífellt að biðja um fleiri og betri vopn. Ráðamenn í Kænugarði hafa lagt sérstaklega mikla áherslu á þungavopn eins og skrið- og bryndreka og stórskotaliðsvopn. Slík vopn hafa borist í miklu magni. Sérstaklega má nefna HIMARS-eldflaugavopnakerfin sem hafa gert Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk langt fyrir aftan víglínurnar eins og birgðastöðvar og stjórnstöðvar rússneska hersins. Þessar árásir eru þegar sagðar hafa skilað miklum árangri og eru sagðar hafa komið verulega niður á framsókn Rússa. Til marks um velgengni Úkraínumanna með HIMARS-vopnin, má benda á fund Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í gær með einum af yfirmönnum rússneska hersins í Úkraínu. Þar lýsti Shoigu því opinberlega yfir að Rússar ættu að leggja allt kapp á að granda langdrægum eldflaugum Úkraínumanna og stórskotaliði þeirra. Vandræði með ný vopn Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir þó frá því að vopnasendingarnar hafi reynst Úkraínumönnum erfiðar. Þær séu óreglulegar og oft sé um tiltölulega fá vopnakerfi að ræða í hverri sendingu. Þessar vopnasendingar og flutningur vopna þvert yfir Úkraínu hafi oft reynst skipulagsleg martröð. Meðal þeirra vopna sem Úkraínumenn hafa fengið eru HIMARS og M777 fallbyssur frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada. Þá hafa þeir fengið Caesar fallbyssur frá Frakklandi og Panzerhaubitze 2000 frá Þýskalandi. Úkraínskir hermenn á skriðdreka í Donetsk-héraði.Getty/Metin Aktas Sérfræðingur sem WSJ ræddi við segir þessi vopn nota mismunandi skotfæri og ekki skotfæri af þeirri gerð sem Úkraínumenn eiga birgðir af. Fyrir innrásina höfðu Úkraínumenn að mestu notað vopn sem voru þróuð og smíðuð á tímum Sovétríkjanna en leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu fyrr í sumar að hjálpa Úkraínu við að færa sig yfir í notkun vestrænna vopna sem notuð eru innan NATO. Það getur reynst erfitt en sérfræðingar segja þessi vopn mun flóknari en gömlu vopn Úkraínu. „Mikið af þessum úkraínsku vopnum eru fjörutíu ára gömul farartæki sem þú lagar með hamri, skiptilykli, afli, smurefnum og bæn,“ sagði einn sérfræðingur við WSJ. Hann sagði viðgerðir og viðhald annars eðlis og flóknari þegar kæmi að vestrænum vopnum. Þá eru Úkraínumenn einnig sagðir í vandræðum með varahluti og það hve fá þungavopn þeir hafi fengið. Komi upp bilanir þurfi að flytja vopnin af víglínunum og ekkert geti leyst þó af hólmi á meðan viðgerð fer fram. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Fréttaskýringar Tengdar fréttir Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. 19. júlí 2022 12:07 Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50 Bjóða kennurum fúlgur fjár til að fara til Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi hafa boðið rússneskum kennurum fúlgur fjár fyrir að fara til Úkraínu og undirbúa kennslu úkraínskra barna á yfirráðasvæði Rússa. Rússar leggja mikið kapp á að tryggja yfirráð sín á þessum svæðum. 18. júlí 2022 15:17 Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Allt frá því Rússar hættu sókninni að Kænugarði og hörfuðu frá norðurhluta Úkraínu hefur þungamiðja átakanna þar verið í Luhansk- og Donetsk-héruðum, sem saman mynda hið svokallaða Donbas-svæði. Þar hafa Rússar beitt yfirburðum sínum í stórskotaliði með tiltölulega góðum, en hægum, árangri. Nú setja Rússar mesta áherslu að Donetsk og leggja þeir sérstaklega mikið kapp á að komast í gegnum varnir Úkraínumanna í Kharkiv-héraði, svo þeir geti komið aftan að verjendum í Slovyansk og öðrum borgum héraðsins. Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hefur sókn Rússa skilað litlum árangri á hinum víggirtu víglínum í austri sem mynduðust eftir innrásina 2014. Þess vegna vilja Rússar komast fram hjá þeim og umkringja hersveitir Úkraínu í Donetsk. Hér má sjá kort frá hugveitunni Institute for the study of war af stöðunni í austurhluta Úkraínu. #Kharkiv Update:The GUR stated that #Ukrainian forces conducted a limited, localized counteroffensive that pushed a large unit of Russian forces out of #Dementiivka.https://t.co/08Y18bdSBJ pic.twitter.com/h4AleLQwcY— ISW (@TheStudyofWar) July 19, 2022 Úkraínumenn segjast hafa varst nokkrum sóknum Rússa að bænum Avdiivka í Donetsk-héraði og þar af minnst einni tiltölulega stórri, samkvæmt yfirmanni í her Úkraínu sem CNN ræddi við. ISW segir Avdiivka vera að miklu leyti umkringdan af sveitum Rússa en óljóst er hve mikla burði þær sveitir hafa til umfangsmikilla sókna. Manneklan sögð hafa versnað Útlit er fyrir að þungamiðja átakanna í landinu gæti færst til suðurs á komandi vikum. Í það minnsta eru Rússar sagðir hafa áhyggjur af gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði og hafa fregnir borist af miklum hergagnaflutningum Rússa til héraðsins. Forsvarsmenn Úkraínuhers sögðu til að mynda frá því í morgun að loft- og stórskotaliðsárásum Rússa í Kherson-héraði hefði farið fjölgandi að undanförnu. Þá sagði leyniþjónusta herafla Bretlands frá því í morgun að talið væri að Rússar ættu í mikilli manneklu. Fregnir hafa lengi borist af slíkum vandræðum Rússa en Bretar segja ástandið hafa farið versnandi og forsvarsmenn rússneska hersins eigi í vandræðum með að ákveða hvort senda eigi varalið til Donbas eða til að verjast sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 19 July 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/ENAyyMxczx #StandWithUkraine pic.twitter.com/wBZvAambUr— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 19, 2022 Ætla að frelsa Kherson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skipaði herafla landsins nýverið að frelsa suðurhluta Úkraínu og þar á meðal Kherson-hérað, úr höndum Rússa. Þar hafa Úkraínumenn sótt hægt fram gegn Rússum á undanförnum vikum og jafnvel mánuðum. Í dag gerðist það svo að Úkraínumenn gerðu árásir á Antonovsky-brúnna sem er suður af Kherson-borg og liggur yfir Dnipro-á. Brúin tengir í raun Kherson og sveitir Rússa norður af ánni við Krímskaga og hersveitir Rússa þar. Nái Úkraínumenn Kherson-borg aftur og nái þeir að reka rússa suður fyrir Dnipro, yrðu varnir suðurhluta Úkraínu mun auðveldari, þar sem áin myndar náttúrulega og sterka varnarlínu. Notast var við HIMARS við árásina og varð brúin fyrir miklum skaða en hrundi ekki. Samkvæmt Telegraph gæti árásin gert Rússum erfiðara að koma liðsauka til þeirra hersveita sem verjast gegn gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði, norður af borginni. Russian authorities confirmed Antonivsky bridge in #Kherson region was hit with HIMARS. Bridge is a key communication line to supply forces in Kherson, Mykolaiv, Kryvyi Rih regions. Now it has large holes from rocket strikes and can still be used but...things can happen. pic.twitter.com/qLkLhv60mF— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) July 19, 2022 Skipulagsleg martröð Úkraínumenn reiða sig á vopnasendingar og annars konar aðstoð frá Vesturlöndum í átökunum gegn Rússum og eru sífellt að biðja um fleiri og betri vopn. Ráðamenn í Kænugarði hafa lagt sérstaklega mikla áherslu á þungavopn eins og skrið- og bryndreka og stórskotaliðsvopn. Slík vopn hafa borist í miklu magni. Sérstaklega má nefna HIMARS-eldflaugavopnakerfin sem hafa gert Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk langt fyrir aftan víglínurnar eins og birgðastöðvar og stjórnstöðvar rússneska hersins. Þessar árásir eru þegar sagðar hafa skilað miklum árangri og eru sagðar hafa komið verulega niður á framsókn Rússa. Til marks um velgengni Úkraínumanna með HIMARS-vopnin, má benda á fund Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í gær með einum af yfirmönnum rússneska hersins í Úkraínu. Þar lýsti Shoigu því opinberlega yfir að Rússar ættu að leggja allt kapp á að granda langdrægum eldflaugum Úkraínumanna og stórskotaliði þeirra. Vandræði með ný vopn Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir þó frá því að vopnasendingarnar hafi reynst Úkraínumönnum erfiðar. Þær séu óreglulegar og oft sé um tiltölulega fá vopnakerfi að ræða í hverri sendingu. Þessar vopnasendingar og flutningur vopna þvert yfir Úkraínu hafi oft reynst skipulagsleg martröð. Meðal þeirra vopna sem Úkraínumenn hafa fengið eru HIMARS og M777 fallbyssur frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada. Þá hafa þeir fengið Caesar fallbyssur frá Frakklandi og Panzerhaubitze 2000 frá Þýskalandi. Úkraínskir hermenn á skriðdreka í Donetsk-héraði.Getty/Metin Aktas Sérfræðingur sem WSJ ræddi við segir þessi vopn nota mismunandi skotfæri og ekki skotfæri af þeirri gerð sem Úkraínumenn eiga birgðir af. Fyrir innrásina höfðu Úkraínumenn að mestu notað vopn sem voru þróuð og smíðuð á tímum Sovétríkjanna en leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu fyrr í sumar að hjálpa Úkraínu við að færa sig yfir í notkun vestrænna vopna sem notuð eru innan NATO. Það getur reynst erfitt en sérfræðingar segja þessi vopn mun flóknari en gömlu vopn Úkraínu. „Mikið af þessum úkraínsku vopnum eru fjörutíu ára gömul farartæki sem þú lagar með hamri, skiptilykli, afli, smurefnum og bæn,“ sagði einn sérfræðingur við WSJ. Hann sagði viðgerðir og viðhald annars eðlis og flóknari þegar kæmi að vestrænum vopnum. Þá eru Úkraínumenn einnig sagðir í vandræðum með varahluti og það hve fá þungavopn þeir hafi fengið. Komi upp bilanir þurfi að flytja vopnin af víglínunum og ekkert geti leyst þó af hólmi á meðan viðgerð fer fram.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Fréttaskýringar Tengdar fréttir Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. 19. júlí 2022 12:07 Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50 Bjóða kennurum fúlgur fjár til að fara til Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi hafa boðið rússneskum kennurum fúlgur fjár fyrir að fara til Úkraínu og undirbúa kennslu úkraínskra barna á yfirráðasvæði Rússa. Rússar leggja mikið kapp á að tryggja yfirráð sín á þessum svæðum. 18. júlí 2022 15:17 Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. 19. júlí 2022 12:07
Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50
Bjóða kennurum fúlgur fjár til að fara til Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi hafa boðið rússneskum kennurum fúlgur fjár fyrir að fara til Úkraínu og undirbúa kennslu úkraínskra barna á yfirráðasvæði Rússa. Rússar leggja mikið kapp á að tryggja yfirráð sín á þessum svæðum. 18. júlí 2022 15:17
Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30