Starfsfólkið farið annað og flugvellir haldi ekki í við flugfélögin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 21:30 Olivier Jankovec er forstjóri Evrópusviðs Alþjóðasamtaka flugvalla. Raul Urbina/Getty Yfirmaður hjá Alþjóðasamtökum flugvalla segir stuðning við flugfélög í Covid-faraldrinum hafa verið margfalt meiri en við flugvelli. Stór hluti starfsmanna flugvalla sem sagt var upp vilji ekki snúa aftur sem víða hafi skapað miklar tafir. Mannekla herjar á flugvelli víða um Evrópu. Það hefur leitt til langra raða og aukins tíma sem þarf til þess að komast úr innritun, inn í flugvél og á áfangastað. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af ástandinu en víða eru farþegar hvattir til þess að mæta mörgum klukkustundum fyrir brottför, í stað hinna hefðbundnu tveggja tíma sem flestir þekkja. Forstjóri Evrópusviðs Alþjóðasamtaka flugvalla, Olivier Jankovec, segir í samtali við fréttastofu að margir sem störfuðu á flugvöllum fyrir kórónuveirufaraldurinn hafa fundið sér ný og hentugri störf, og muni ekki snúa til baka. Því þurfi að ráða nýtt fólk inn, sem sé tímafrekt. „Mjög strangar reglur gilda um þetta starfssvið. Það þarf að þjálfa starfsmenn og þeir sem starfa á flugvöllum og flestir þeirra þurfa að sæta bakgrunnsskoðun af hálfu stjórnvalda í öryggisskyni.“ Það geti tekið allt að fjóra mánuði að koma nýju starfsfólki í gegnum bakgrunnsskoðanir. „Þetta er mjög erfitt og við getum ekki aukið afkastegetu okkar á sama hraða og flugumferð eykst.“ Skekkja í styrkveitingum Olivier bendir á að ríkisstuðningur við flugfélög í faraldrinum hafi verið margfaldur miðað við stuðning við flugvelli, sem hafi margir þurft að segja upp starfsfólki. „Um var að ræða 39 milljarða evra fjárstuðning til evrópskra flugfélaga á undanförnum tveimur árum í samanburði við aðeins fjögurra milljarða evra til flugvalla. Þeir flugvellir sem fengu fjárstuðning fengu hann tiltölulega seint.“ Með auknum stuðningi við flugvelli hefði mátt koma í veg fyrir jafn slæma stöðu. Dæmi um það sé Schiphol-flugvöllur í Amsterdam, þar sem raðirnar hafa verið einkar langar. Flugvöllurinn fékk engan fjárstuðning í faraldrinum. „Stjórn flugvallarins varð að segja hluta starfsliðs síns upp og nú er mjög erfitt að fá þetta starfsfólk til baka og auka starfsemina.“ Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Mannekla herjar á flugvelli víða um Evrópu. Það hefur leitt til langra raða og aukins tíma sem þarf til þess að komast úr innritun, inn í flugvél og á áfangastað. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af ástandinu en víða eru farþegar hvattir til þess að mæta mörgum klukkustundum fyrir brottför, í stað hinna hefðbundnu tveggja tíma sem flestir þekkja. Forstjóri Evrópusviðs Alþjóðasamtaka flugvalla, Olivier Jankovec, segir í samtali við fréttastofu að margir sem störfuðu á flugvöllum fyrir kórónuveirufaraldurinn hafa fundið sér ný og hentugri störf, og muni ekki snúa til baka. Því þurfi að ráða nýtt fólk inn, sem sé tímafrekt. „Mjög strangar reglur gilda um þetta starfssvið. Það þarf að þjálfa starfsmenn og þeir sem starfa á flugvöllum og flestir þeirra þurfa að sæta bakgrunnsskoðun af hálfu stjórnvalda í öryggisskyni.“ Það geti tekið allt að fjóra mánuði að koma nýju starfsfólki í gegnum bakgrunnsskoðanir. „Þetta er mjög erfitt og við getum ekki aukið afkastegetu okkar á sama hraða og flugumferð eykst.“ Skekkja í styrkveitingum Olivier bendir á að ríkisstuðningur við flugfélög í faraldrinum hafi verið margfaldur miðað við stuðning við flugvelli, sem hafi margir þurft að segja upp starfsfólki. „Um var að ræða 39 milljarða evra fjárstuðning til evrópskra flugfélaga á undanförnum tveimur árum í samanburði við aðeins fjögurra milljarða evra til flugvalla. Þeir flugvellir sem fengu fjárstuðning fengu hann tiltölulega seint.“ Með auknum stuðningi við flugvelli hefði mátt koma í veg fyrir jafn slæma stöðu. Dæmi um það sé Schiphol-flugvöllur í Amsterdam, þar sem raðirnar hafa verið einkar langar. Flugvöllurinn fékk engan fjárstuðning í faraldrinum. „Stjórn flugvallarins varð að segja hluta starfsliðs síns upp og nú er mjög erfitt að fá þetta starfsfólk til baka og auka starfsemina.“
Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira