Framherji Halifax yfirgefur liðið til að taka þátt í Love Island Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2022 17:30 Jamie Allen tekur sér pásu frá knattspyrnuiðkun til að finna ástina. Instagramjamie_allen12 Jamie Allen, framherji Halifax Town sem leikur í fimmtu efstu deild Englands, hefur yfirgefið liðið á miðju undirbúningstímabili til að taka þátt í raunveruleikaþáttunum vinsælu, Love Island. Líklega eru fáir, ef einhverjir, Íslendingar sem þekkja til knattspyrnumannsinns Jamie Allen hjá Halifax Town. Hins vegar hafa þættirnir Love Island notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár og því ekki ólíklegt að nafn hans verði á vörum einhverra næstu daga. Halifax sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kemur fram að Allen hafi litið á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig. „Jamie Allen hefur ákveðið að taka þátt í Love Island 2022. Hann gerði okkur það ljóst að þetta tækifæri væri mjög mikilvægt fyrir hann. Málið verður tekið aftur fyrir þegar hann kemur til baka,“ sagði í yfirlýsingunni. Jamie Allen has decided to join the cast of ❤️ Island 2022, making his intentions clear that the opportunity is very important to him.The matter will be reviewed on his return.— FC Halifax Town (@FCHTOnline) July 20, 2022 Allen er sem áður segir framherji hjá Halifax Town. Hann hóf feril sinn hjá Fleetwood sem er líklega þekktasta liðið sem hann hefur leikið fyrir, en Fleetwood leikur nú í ensku C-deildinni. Allen lék 24 leiki á seinasta tímabili og skoraði eitt mark. Þá á hann einnig að baki sjö landsleiki fyrir landslið Montserrat. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Montserrat brekst yfirráðasvæði í Karíbahafinu. Montserrat hefur ekki gert góða hluti á knattspyrnusviðinu síðan eyjan hóf að halda úti landsliði. Liðið var stofnað árið 1973 og fram til ársins 2018 vann Montserrat aðeins tvo leiki, báða gegn nágrönnum þeirra í Anguilla. Liðið hefur þó orðið samkeppnishæfara á seinustu árum, en Montserrat vann tvo leiki og gerði tvö jafntefli í forkeppni HM 2022 og lenti í öðru sæti í sinum riðli. Þá má einnig benda á þá skemmtilegu staðreynd að Montserrat lék líklega sinn frægasta landsleik árið 2002. Montserrat sat þá í neðsta sæti styrkleikalista FIFA og mætti Bútan, sem sat í næst neðsta sæti listans. Leikurinn fór fram þann 30. júní, sama dag og úrslitaleikur HM, og var kallaður „Hinn úrslitaleikurinn“ (e.The Other Final). Bútan vann leikinn 4-0. Fótbolti Bíó og sjónvarp Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Líklega eru fáir, ef einhverjir, Íslendingar sem þekkja til knattspyrnumannsinns Jamie Allen hjá Halifax Town. Hins vegar hafa þættirnir Love Island notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár og því ekki ólíklegt að nafn hans verði á vörum einhverra næstu daga. Halifax sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kemur fram að Allen hafi litið á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig. „Jamie Allen hefur ákveðið að taka þátt í Love Island 2022. Hann gerði okkur það ljóst að þetta tækifæri væri mjög mikilvægt fyrir hann. Málið verður tekið aftur fyrir þegar hann kemur til baka,“ sagði í yfirlýsingunni. Jamie Allen has decided to join the cast of ❤️ Island 2022, making his intentions clear that the opportunity is very important to him.The matter will be reviewed on his return.— FC Halifax Town (@FCHTOnline) July 20, 2022 Allen er sem áður segir framherji hjá Halifax Town. Hann hóf feril sinn hjá Fleetwood sem er líklega þekktasta liðið sem hann hefur leikið fyrir, en Fleetwood leikur nú í ensku C-deildinni. Allen lék 24 leiki á seinasta tímabili og skoraði eitt mark. Þá á hann einnig að baki sjö landsleiki fyrir landslið Montserrat. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Montserrat brekst yfirráðasvæði í Karíbahafinu. Montserrat hefur ekki gert góða hluti á knattspyrnusviðinu síðan eyjan hóf að halda úti landsliði. Liðið var stofnað árið 1973 og fram til ársins 2018 vann Montserrat aðeins tvo leiki, báða gegn nágrönnum þeirra í Anguilla. Liðið hefur þó orðið samkeppnishæfara á seinustu árum, en Montserrat vann tvo leiki og gerði tvö jafntefli í forkeppni HM 2022 og lenti í öðru sæti í sinum riðli. Þá má einnig benda á þá skemmtilegu staðreynd að Montserrat lék líklega sinn frægasta landsleik árið 2002. Montserrat sat þá í neðsta sæti styrkleikalista FIFA og mætti Bútan, sem sat í næst neðsta sæti listans. Leikurinn fór fram þann 30. júní, sama dag og úrslitaleikur HM, og var kallaður „Hinn úrslitaleikurinn“ (e.The Other Final). Bútan vann leikinn 4-0.
Fótbolti Bíó og sjónvarp Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira