Misheppnuð tilraun til að kveikja líf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2022 08:05 Hjartagarðurinn stendur jafnan galtómur. Vísir/Ólafur Hjartagarðurinn, torg á milli Hverfisgötu og Laugavegs, hefur ekki beint slegið í gegn hjá borgarbúum og hefur torgið staðið nánast autt frá því framkvæmdum lauk. Umhverfis- og skipulagsráð er meðvitað um vandann og borgarfulltrúi segir torgið misheppnaða tilraun til að kveikja líf. Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um Hjartagarðinn síðan hann opnaði en eiginleikar torgsins ættu samkvæmt bókinni að trekkja að mannlíf og góða stemmningu; torgið er á suðupunkti mannlífs í borginni, gott skjól er á torginu og sólin skín á björtum sumardegi. Allt annað hefur hins vegar komið á daginn og torgið stendur alla jafnan galtómt. Jafnframt sakna margir gamla Hjartagarðsins sem þurfti að víkja fyrir nýrri íbúðabyggingum. „Hjartagarðurinn á fallegum sumardegi. Alveg eins og Hjartagarðurinn í febrúar,“ skrifar Páll Hilmarsson á Twitter en hann er ekki einn um að hafa orðið fyrir vonbrigðum með garðinn. „Ég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér,“ skrifar Starkaður Pétursson og birtir mynd af Hjartatorginu eins og það er iðulega: galtómt. eini staðurinn í miðbæ rvk þar sem fjöldi fólks hefur ekki fækkað er Hjartagarðurinnég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér pic.twitter.com/IJyxBdTDj0— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) March 24, 2020 Ekki kveikt mikið líf Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, situr í umhverfis- og skipulagsráðsráði og var áður formaður ráðsins. Hann er sammála því að Hjartagarðurinn sé vonbrigði. „Garðurinn hefur ekki kveikt mikið líf og er svolítið misheppnaður að því leyti, öfugt við til dæmis Óðinstorg eða Káratorg við Frakkastíg. Það eru örugglega nokkrar ástæður fyrir því, ein ástæðan gæti verið að rekstur þarna á sumum þessara staða hefur verið erfiður. Fyrirtæki hafa þurft að loka og það hefur ekki verið mikið líf á jarðhæðunum í kringum torgið,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Hjálmar Sveinsson er situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar.Reykjavíkurborg Hann segir skipulagsráð meðvitað um vandann og hefur sjálfur rætt við rekstaraðila við torgið. „Ég veit að þau hafa verið að setja stóla og borð og jurtir ýmiskonar til að gæða þessu meira lífi. Við höfum líka rætt þann möguleika að búa til einhvers konar gosbrunn á miðju torgi, þar sem það eiga að vera vatnslagnir undir torginu sem gætu gert það mögulegt.“ Ráðgáta Hjálmar segir ástæðu þess að upphaflega hafi verið ráðist í framkvæmdir á Hjartagarðinum hafa verið uppboð og sameiningu lóða til að gera reitina fýsilegri kosti til að byggja á. „Þessi lóð er í rauninni útkoman úr því. Þessi lóð var svo seld með skipulagsheimildum með ákveðnu deiliskipulagi. Á sínum tíma var þessu deiliskipulagi var síðan breytt í sátt við eigendur, það minnkað og þetta torg gert til að gera skemmtilegt mannlífstorg en það gekk ekki alveg eftir,“ segir Hjálmar og tekur fram að áður hafi verið þar niðurníðslulóð. Hjartagarðurinn eins og hann leit út áður en lóðirnar fóru á uppboð.Twitter/Magnús Hjálmari finnst dapurt hvernig hafi gengið með garðinn. „Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn. Þetta gekk betur í tvö sumur þegar borgin styrkti ýmis verkefni þarna en svo er það ekki lengur.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um Hjartagarðinn síðan hann opnaði en eiginleikar torgsins ættu samkvæmt bókinni að trekkja að mannlíf og góða stemmningu; torgið er á suðupunkti mannlífs í borginni, gott skjól er á torginu og sólin skín á björtum sumardegi. Allt annað hefur hins vegar komið á daginn og torgið stendur alla jafnan galtómt. Jafnframt sakna margir gamla Hjartagarðsins sem þurfti að víkja fyrir nýrri íbúðabyggingum. „Hjartagarðurinn á fallegum sumardegi. Alveg eins og Hjartagarðurinn í febrúar,“ skrifar Páll Hilmarsson á Twitter en hann er ekki einn um að hafa orðið fyrir vonbrigðum með garðinn. „Ég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér,“ skrifar Starkaður Pétursson og birtir mynd af Hjartatorginu eins og það er iðulega: galtómt. eini staðurinn í miðbæ rvk þar sem fjöldi fólks hefur ekki fækkað er Hjartagarðurinnég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér pic.twitter.com/IJyxBdTDj0— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) March 24, 2020 Ekki kveikt mikið líf Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, situr í umhverfis- og skipulagsráðsráði og var áður formaður ráðsins. Hann er sammála því að Hjartagarðurinn sé vonbrigði. „Garðurinn hefur ekki kveikt mikið líf og er svolítið misheppnaður að því leyti, öfugt við til dæmis Óðinstorg eða Káratorg við Frakkastíg. Það eru örugglega nokkrar ástæður fyrir því, ein ástæðan gæti verið að rekstur þarna á sumum þessara staða hefur verið erfiður. Fyrirtæki hafa þurft að loka og það hefur ekki verið mikið líf á jarðhæðunum í kringum torgið,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Hjálmar Sveinsson er situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar.Reykjavíkurborg Hann segir skipulagsráð meðvitað um vandann og hefur sjálfur rætt við rekstaraðila við torgið. „Ég veit að þau hafa verið að setja stóla og borð og jurtir ýmiskonar til að gæða þessu meira lífi. Við höfum líka rætt þann möguleika að búa til einhvers konar gosbrunn á miðju torgi, þar sem það eiga að vera vatnslagnir undir torginu sem gætu gert það mögulegt.“ Ráðgáta Hjálmar segir ástæðu þess að upphaflega hafi verið ráðist í framkvæmdir á Hjartagarðinum hafa verið uppboð og sameiningu lóða til að gera reitina fýsilegri kosti til að byggja á. „Þessi lóð er í rauninni útkoman úr því. Þessi lóð var svo seld með skipulagsheimildum með ákveðnu deiliskipulagi. Á sínum tíma var þessu deiliskipulagi var síðan breytt í sátt við eigendur, það minnkað og þetta torg gert til að gera skemmtilegt mannlífstorg en það gekk ekki alveg eftir,“ segir Hjálmar og tekur fram að áður hafi verið þar niðurníðslulóð. Hjartagarðurinn eins og hann leit út áður en lóðirnar fóru á uppboð.Twitter/Magnús Hjálmari finnst dapurt hvernig hafi gengið með garðinn. „Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn. Þetta gekk betur í tvö sumur þegar borgin styrkti ýmis verkefni þarna en svo er það ekki lengur.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira