Rússar sáu Evrópubúum fyrir um 40 prósent náttúrugass á síðasta ári. Þjóðverjar voru stærsti innflutningsaðili álfunnar árið 2020 en hafa tekist að minnka þörf sína fyrir gasi úr 55 prósent í 35 prósent. Um síðir er áætlað að Þjóðverjar hætti alfarið að flytja inn rússneskt gas.
Í vikunni hvatti framkvæmdastjórn ESB aðildarríki sín til þess að draga úr notkun jarðgass um fimmtán prósent á næstu sjö mánuðum.
Þrátt fyrir að Vladímír Pútín hafi haldið því fram að gasleiðslan yrði tekin í gagnið á ný var því tekið með fyrirvara.
Talsmaður Gazprom tekur þó fram að gasleiðslan sé einungis að flytja um 40 prósent af getu leiðslunnar. Það er sama magn gass og leiðslan flutti um miðjan júní þegar Gazprom minnkaði útflutning en hélt því fram að þýska gasfyrirtækinu Siemens Energy væri um að kenna. Gasið flæðir því nú á ný - en í minna magni.