Druslugangan haldin eftir tveggja ára hlé: „Við erum enn að ræða sömu hlutina og sömu sögurnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2022 13:01 Inga Hrönn Jónsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir enn langt í land í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Vísir Druslugangan fer fram á laugardaginn eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Einn skipuleggjenda göngunnar segir gönguna mikilvæga til að sýna að samfélagið samþykki ekki ofbeldi. Druslugangan fer fram í tíunda sinn um helgina en hún var fyrst gegnin hér á landi árið 2011. Vegna kórónuveirunnar var henni aflýst í fyrra og hittí fyrra, sem hefur reynst skipuleggjendum erfitt. „Þetta hafði mikil áhrif á okkar fjárhagslegu stöðu að geta ekki selt varning á göngunni af því að það er okkar eina fjáröflun,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar. Skipuleggjendur blésu til fjármagnssöfnunar í gegn um Karolinafund. „Sem við vorum ekki viss um hverngi myndi ganga en svo gekk það ótrúlega vel og það er eiginlega bara því að þakka að við gátum staðið undir því að kaupa varning og gera það sem við þurfum að gera, leigja hljóðmann og allt það sem fylgir þessu. Við erum ótrúlega þakklát fyrir viðtökurnar sem við fengum þar,“ segir Inga. Áhersla lögð á valdaójafnvægi Áhersla göngunnar í ár er valdaójafnvægi, sem var líka meginefnið í fyrra. „Svo náttúrulega þurftum við að aflýsa göngunni daginn fyrir göngu, sem var ógeðslega súrt. Þá voru komnar nýjar samkomutakmarkanir og við gátum ekki haldið hana,“ segir Inga. „Við áttum eftir alls konar fræðsluefni og dót sem við áttum eftir að setja út á samfélagsmiðlana okkar. Bæði þess vegna og vegna þess að samfélagið okkar er svolítið bara ennþá á sama stað ári seinna, við erum enn að ræða sömu hlutina og sömu sögurnar þá fannst okkur viðeigandi að halda okkur við það.“ Þrátt fyrir að gangan hafi ekki farið fram undanfarin tvö ár vonast skipuleggjendur til góðrar þátttöku. „Við finnum alveg fyrir að það er erfiðara að fólk til að setja going á eventinn og allt svona sem hefr gefið okkur vísbendingu um hversu margir mæta. Við finnum að það er ekki alveg jafn mikil aðsókn inn á þessa Facebook-hópa eins og hefur verið. En við höfum reynt að vera dugleg að auglýsa okkur og koma okkur á framfæri. Ég vona að fólk sé ánægt að gangan sé og mæti en maður hefur smá áhyggjur að það verði ekki jafn góð mæting og hefur verið,“ segir Inga. Skýrt að enn sé langt í land Gangan eigi enn erindi. „Við höfum séð það mjög skýrt undanfarið, með öll þessi mál sem hafa verið að koma upp: Góðu strákarnir, fótboltastrákarnir, tónlistarmennirnir og MeToo bylgjan og allt þetta, hvað er mikil þörf fyrir það ennþá að berjast fyrir réttlæti og berjast fyrir því að við sem samfélag samþykkjum ekki þessa hegðun,“ segir Inga. „Druslugangan upphaflega byrjar út af því að það var lögreglumaður í Kanada sem segir að konur þurfi að sleppa að klæða sig eins og druslur til að forðast að verða fyrir ofbeldi. Hún hefur þróast frá því að konur voru að koma druslulega klæddar og labba saman yfir í að við erum að einblína á eitthvað ákveðið málefni.“ Þörfin til að vekja athygli á þessum málum sé enn mikil. „Þótt við höfum náð rosalega miklum árangri frá 2011 þegar gangan byrjar þá er svo langt í land. Það er svo fallegt að mæta þarna og finna stuðninginn. Við vitum það öll sem erum þarna að við erum öll tilbúin að standa með þolendum og við erum öll að berjast fyrir sama málstaðnum. Þetta er svo ótrúlega falleg heild og falleg orka sem myndast þarna. Þetta er mjög dýrmæt stund að eiga,“ segir Inga. Druslugangan Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Druslugangan fer fram í tíunda sinn um helgina en hún var fyrst gegnin hér á landi árið 2011. Vegna kórónuveirunnar var henni aflýst í fyrra og hittí fyrra, sem hefur reynst skipuleggjendum erfitt. „Þetta hafði mikil áhrif á okkar fjárhagslegu stöðu að geta ekki selt varning á göngunni af því að það er okkar eina fjáröflun,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar. Skipuleggjendur blésu til fjármagnssöfnunar í gegn um Karolinafund. „Sem við vorum ekki viss um hverngi myndi ganga en svo gekk það ótrúlega vel og það er eiginlega bara því að þakka að við gátum staðið undir því að kaupa varning og gera það sem við þurfum að gera, leigja hljóðmann og allt það sem fylgir þessu. Við erum ótrúlega þakklát fyrir viðtökurnar sem við fengum þar,“ segir Inga. Áhersla lögð á valdaójafnvægi Áhersla göngunnar í ár er valdaójafnvægi, sem var líka meginefnið í fyrra. „Svo náttúrulega þurftum við að aflýsa göngunni daginn fyrir göngu, sem var ógeðslega súrt. Þá voru komnar nýjar samkomutakmarkanir og við gátum ekki haldið hana,“ segir Inga. „Við áttum eftir alls konar fræðsluefni og dót sem við áttum eftir að setja út á samfélagsmiðlana okkar. Bæði þess vegna og vegna þess að samfélagið okkar er svolítið bara ennþá á sama stað ári seinna, við erum enn að ræða sömu hlutina og sömu sögurnar þá fannst okkur viðeigandi að halda okkur við það.“ Þrátt fyrir að gangan hafi ekki farið fram undanfarin tvö ár vonast skipuleggjendur til góðrar þátttöku. „Við finnum alveg fyrir að það er erfiðara að fólk til að setja going á eventinn og allt svona sem hefr gefið okkur vísbendingu um hversu margir mæta. Við finnum að það er ekki alveg jafn mikil aðsókn inn á þessa Facebook-hópa eins og hefur verið. En við höfum reynt að vera dugleg að auglýsa okkur og koma okkur á framfæri. Ég vona að fólk sé ánægt að gangan sé og mæti en maður hefur smá áhyggjur að það verði ekki jafn góð mæting og hefur verið,“ segir Inga. Skýrt að enn sé langt í land Gangan eigi enn erindi. „Við höfum séð það mjög skýrt undanfarið, með öll þessi mál sem hafa verið að koma upp: Góðu strákarnir, fótboltastrákarnir, tónlistarmennirnir og MeToo bylgjan og allt þetta, hvað er mikil þörf fyrir það ennþá að berjast fyrir réttlæti og berjast fyrir því að við sem samfélag samþykkjum ekki þessa hegðun,“ segir Inga. „Druslugangan upphaflega byrjar út af því að það var lögreglumaður í Kanada sem segir að konur þurfi að sleppa að klæða sig eins og druslur til að forðast að verða fyrir ofbeldi. Hún hefur þróast frá því að konur voru að koma druslulega klæddar og labba saman yfir í að við erum að einblína á eitthvað ákveðið málefni.“ Þörfin til að vekja athygli á þessum málum sé enn mikil. „Þótt við höfum náð rosalega miklum árangri frá 2011 þegar gangan byrjar þá er svo langt í land. Það er svo fallegt að mæta þarna og finna stuðninginn. Við vitum það öll sem erum þarna að við erum öll tilbúin að standa með þolendum og við erum öll að berjast fyrir sama málstaðnum. Þetta er svo ótrúlega falleg heild og falleg orka sem myndast þarna. Þetta er mjög dýrmæt stund að eiga,“ segir Inga.
Druslugangan Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira