Vestfirska Hringrásarhagkerfið Tinna Rún Snorradóttir skrifar 21. júlí 2022 13:30 Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð. Á Vestfjörðum er öflugt atvinnulíf þar sem fjölbreyttur iðnaður fær að vaxa og dafna, en á svæðinu eru stærstu fiskeldisfyrirtæki landsins, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, mjólkurvinnsla og landbúnaður svo fátt eitt sé nefnt. Öllum þessum iðnaði fylgja vannýttir hráefnastraumar á borð við meltu, seyru og önnur lífræn efni sem flest eru flutt af svæðinu í flutningabílum eða flutningaskipum með tilheyrandi kolefnisfótspori. Stærstu byggðakjarnar á Vestfjörðum, Patreksfjörður, Bolungarvík og Ísafjörður eru skilgreindir sem “köld svæði” sem þýðir að ekki sé hægt að nota jarðvarma til að hita hús og mannvirki eins og tíðkast víða á landinu. Þess í stað er notast við rafkynntar hitaveitur þar sem vatn er hitað með rafmagni sem er síðan dreift á hús. Samkvæmt skýrslu Landsnets “Afl- og Orkujöfnuður 2022 – 2026” er fyrirséð að brenna þurfi olíu til að framleiða rafmagn á Íslandi vegna orkuskorts og spár gefa til kynna að skorturinn verður orðinn þónokkur 2025 og 2026. Þessi orkuskortur hefur gífurleg áhrif á rafkyntar hitaveitur en fyrri hluta árs 2022 var olía nýtt til upphitunar á vatni í 50 daga hjá Orkubúi Vestfjarða, sem stangast alfarið á við markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi, og því er mikilvægt að leita annarra leiða til orkuöflunar. Blámi hefur tekið höndum saman við Vestfjarðarstofu og aðra haghafa í að kanna fýsileika þess að nýta þau lífrænu hráefni sem falla til á Vestfjörðum og búa til metangas sem brennt verður til að hita vatn. Auk vatns yrði til áburður sem hægt væri að nýta til ræktunar og uppgræðslu sem felur í sér minni innflutning á áburði. Með því að nýta metangas til húshitunar er hægt að minnka olíunotkun og nýta þá raforku sem losnar til orkuskipta eða í önnur verkefni á svæðinu. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð. Á Vestfjörðum er öflugt atvinnulíf þar sem fjölbreyttur iðnaður fær að vaxa og dafna, en á svæðinu eru stærstu fiskeldisfyrirtæki landsins, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, mjólkurvinnsla og landbúnaður svo fátt eitt sé nefnt. Öllum þessum iðnaði fylgja vannýttir hráefnastraumar á borð við meltu, seyru og önnur lífræn efni sem flest eru flutt af svæðinu í flutningabílum eða flutningaskipum með tilheyrandi kolefnisfótspori. Stærstu byggðakjarnar á Vestfjörðum, Patreksfjörður, Bolungarvík og Ísafjörður eru skilgreindir sem “köld svæði” sem þýðir að ekki sé hægt að nota jarðvarma til að hita hús og mannvirki eins og tíðkast víða á landinu. Þess í stað er notast við rafkynntar hitaveitur þar sem vatn er hitað með rafmagni sem er síðan dreift á hús. Samkvæmt skýrslu Landsnets “Afl- og Orkujöfnuður 2022 – 2026” er fyrirséð að brenna þurfi olíu til að framleiða rafmagn á Íslandi vegna orkuskorts og spár gefa til kynna að skorturinn verður orðinn þónokkur 2025 og 2026. Þessi orkuskortur hefur gífurleg áhrif á rafkyntar hitaveitur en fyrri hluta árs 2022 var olía nýtt til upphitunar á vatni í 50 daga hjá Orkubúi Vestfjarða, sem stangast alfarið á við markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi, og því er mikilvægt að leita annarra leiða til orkuöflunar. Blámi hefur tekið höndum saman við Vestfjarðarstofu og aðra haghafa í að kanna fýsileika þess að nýta þau lífrænu hráefni sem falla til á Vestfjörðum og búa til metangas sem brennt verður til að hita vatn. Auk vatns yrði til áburður sem hægt væri að nýta til ræktunar og uppgræðslu sem felur í sér minni innflutning á áburði. Með því að nýta metangas til húshitunar er hægt að minnka olíunotkun og nýta þá raforku sem losnar til orkuskipta eða í önnur verkefni á svæðinu. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar