„Alveg hræðilegur“ leiðréttingarbúnaður Apple Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2022 21:00 Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður Apple virkar oft ekki sem skyldi, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Rúnar Vilberg Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður Apple fyrir íslensku er hörmulegur og með ólíkindum að einhver hafi fengið borgað fyrir að hanna hann, að mati hugbúnaðarhönnuðar. Fyrirtækið virðist ekki nota neinar tölfræðiupplýsingar sem til eru um íslenskan texta, þrátt fyrir vitneskju um þær. Við þekkjum það flest sem notum iphone að síminn tekur stundum fram fyrir hendurnar á okkur í rituðum samskiptum. „Ég er kominn“ getur til dæmis orðið „ég er kíminn“ eða, það sem verra er, „ég er liminn“. Og í meðfylgjandi frétt sjáum við fleiri dæmi, sem margir kannast eflaust við. Kona verður að Kína, konan að Krónan, borða að virða og morgun að þörfum. Allt orð sem skrifuð eru rétt - en sjálfvirki leiðréttingarbúnaðurinn ákveður að hljóti að vera röng. Vilhjálmur Þorsteinsson framkvæmdastjóri máltæknifyrirtækisins Miðeindar segir hugbúnaðar- og máltæknifólk á Íslandi furða sig á því hversu lélegur búnaður Apple er. „Hann er alveg sérstaklega vondur og það er eins og hann sé ekki byggður á neinni tölfræði um íslenskan texta, sem er skrýtið því slík gögn eru alveg til og þau eru ókeypis og þau eru fyrirliggjandi. Og Apple veit reyndar alveg af því.“ Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar.Vísir/arnar Yfirleitt sé svona sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður einmitt byggður á tölfræði sem safnað er úr stórum textum og búnaðurinn noti til að spá fyrir um næsta orð í orðaröð eða rétta stafsetningu. En ekki Apple. „Þessar útskiptingar sem þessi hugbúnaður stingur upp á eru oft bara furðulegar, eins og fólk þekkir,“ segir Vilhjálmur. Vonar að Apple heyri af óánægjunni Vilhjálmur var í íslenskri sendinefnd sem fundaði með tæknirisunum Apple, Microsoft, Amazon og Facebook vestanhafs í maí síðastliðnum um framtíð íslenskunnar. Fundurinn gefi tilefni til bjartsýni. „Þau vilja hafa jákvæða stefnu á þessu sviði og vilja styðja við minni tungumál heimsins og vilja leita til hvers tungumálasvæðis fyrir sig um aðstoð og það er það sem við höfum verið að bjóða.“ En ertu bjartsýnn á að Apple rífi sig í gang, bæti þennan búnað? „Ég vona að þau heyri af þessari óánægju. Það er eiginlega með ólíkindum að þau hafi borgað einhverjum peninga til að skrifa þennan leiðréttingarhugbúnað eins og hann er. Því hann er alveg hræðilegur,“ segir Vilhjálmur. Apple Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Við þekkjum það flest sem notum iphone að síminn tekur stundum fram fyrir hendurnar á okkur í rituðum samskiptum. „Ég er kominn“ getur til dæmis orðið „ég er kíminn“ eða, það sem verra er, „ég er liminn“. Og í meðfylgjandi frétt sjáum við fleiri dæmi, sem margir kannast eflaust við. Kona verður að Kína, konan að Krónan, borða að virða og morgun að þörfum. Allt orð sem skrifuð eru rétt - en sjálfvirki leiðréttingarbúnaðurinn ákveður að hljóti að vera röng. Vilhjálmur Þorsteinsson framkvæmdastjóri máltæknifyrirtækisins Miðeindar segir hugbúnaðar- og máltæknifólk á Íslandi furða sig á því hversu lélegur búnaður Apple er. „Hann er alveg sérstaklega vondur og það er eins og hann sé ekki byggður á neinni tölfræði um íslenskan texta, sem er skrýtið því slík gögn eru alveg til og þau eru ókeypis og þau eru fyrirliggjandi. Og Apple veit reyndar alveg af því.“ Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar.Vísir/arnar Yfirleitt sé svona sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður einmitt byggður á tölfræði sem safnað er úr stórum textum og búnaðurinn noti til að spá fyrir um næsta orð í orðaröð eða rétta stafsetningu. En ekki Apple. „Þessar útskiptingar sem þessi hugbúnaður stingur upp á eru oft bara furðulegar, eins og fólk þekkir,“ segir Vilhjálmur. Vonar að Apple heyri af óánægjunni Vilhjálmur var í íslenskri sendinefnd sem fundaði með tæknirisunum Apple, Microsoft, Amazon og Facebook vestanhafs í maí síðastliðnum um framtíð íslenskunnar. Fundurinn gefi tilefni til bjartsýni. „Þau vilja hafa jákvæða stefnu á þessu sviði og vilja styðja við minni tungumál heimsins og vilja leita til hvers tungumálasvæðis fyrir sig um aðstoð og það er það sem við höfum verið að bjóða.“ En ertu bjartsýnn á að Apple rífi sig í gang, bæti þennan búnað? „Ég vona að þau heyri af þessari óánægju. Það er eiginlega með ólíkindum að þau hafi borgað einhverjum peninga til að skrifa þennan leiðréttingarhugbúnað eins og hann er. Því hann er alveg hræðilegur,“ segir Vilhjálmur.
Apple Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira