Fyrrverandi markvörður Liverpool var háður verkjalyfjum: „Verður önnur manneskja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2022 23:30 Kirkland í leik gegn Manchester United. EPA/MAGI HAROUN Chris Kirkland, fyrrverandi markvörður Liverpool sem og annarra liða, hefur undanfarinn áratug verið háður verkjalyfjum. Kirkland hefur áður rætt glímu sína við bæði þunglyndi og kvíða. Nú hefur hann opnað sig varðandi ofneyslu sína á verkjalyfjum. Hinn 41 árs gamli Kirkland lék með Liverpool frá árinu 2001 til 2006. Hann var lánaður til bæði West Bromwich Albion og Wigan Athletic á meðan hann var á mála hjá félaginu. Krikland gekk svo alfarið í raðir Wigan árið 2006 og var þar til 2012 er hann skipti yfir til Sheffield Wednesday. Hann endaði ferilinn árið 2016 eftir stutt stop hjá Bury þar sem hann spilaði ekki leik. Hann hefur glímt við hina ýmsu djöfla á lífsleiðinni og hefur almennt verið frekar opinn með það. Markvörðurinn fyrrverandi hefur hins vegar farið leynt með neyslu sína á verkjalyfjum, það er þangað til nú. Kirkland í leik með Wednesday.EPA/PETER POWELL Í viðtali við breska ríkisútvarpið segist Kirkland hafa byrjað að taka verkjalyf árið 2008 vegna bakverkja. „Ekkert of mikið, bara tvær til þrjár á dag til að halda verknum niðri,“ segir hann. Kirkland bjó áfram á sama stað eftir að hafa samið við Wednesday sem þýddi að hann þurfti að ferðast meira. Þá jók hann skammtinn til að bakverkirnir yrðu ekki of slæmir á meðan hann ferðaðist svona mikið. Hann meiddist á baki tveimur dögum fyrir fyrsta leikinn sinn hjá Wednesday og reif því upp gamla „góða“ pilluboxið. „Ég var tilbúinn að gera hvað sem er til að spila fyrsta leikinn og heilla áhorfendurnar, svo ég tók pillurnar.“ „Þetta hjálpaði við að halda kvíðanum niðri en líkami þinn venst magninu sem þú ert að taka svo þú þarft að auka skammtinn jafnt og þétt. Þetta fer að hafa áhrif á þig andlega og þú verður allt önnur manneskja.“ „Ég gjörbreyttist. Ég kom heim og lokaði mig af, ég vildi ekki tala við neinn. Ég var að taka tíu sinnum það sem maður átti að taka á einum degi.“ I m Chris Kirkland I ve been Addicted to Painkillers for 10 years wow it feels good and freeing to say that story now out @henrywinter @benfisherj @TimesSport @guardian hope it helps people live on @talkSPORT 11am https://t.co/TEpgf8mejH pic.twitter.com/67tKZo420a— Chris Kirkland (@ChrisKirkland43) July 21, 2022 „Það tók mig tíu ár en maður verður að opna sig og biðja um hjálp. Það er eina liðin til að ná sér að fullu. Ég hef reynt að gera þetta einn og það hefur alltaf mistekist. Ég vissi að ég myndi ekki fá hjálp þá yrði ég ekki hér mikið lengur.“ „Mér líður betur núna. Eiginkona mín hefur fengið eiginmann sinn aftur og dóttir mín hefur fengið föður sinn til baka. Það hvetur mig áfram og er ástæðan fyrir því að ég vil ekki verða háður verkjalyfjum aftur,“ sagði Kirkland að endingu í opinskáu viðtali við BBC. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Kirkland lék með Liverpool frá árinu 2001 til 2006. Hann var lánaður til bæði West Bromwich Albion og Wigan Athletic á meðan hann var á mála hjá félaginu. Krikland gekk svo alfarið í raðir Wigan árið 2006 og var þar til 2012 er hann skipti yfir til Sheffield Wednesday. Hann endaði ferilinn árið 2016 eftir stutt stop hjá Bury þar sem hann spilaði ekki leik. Hann hefur glímt við hina ýmsu djöfla á lífsleiðinni og hefur almennt verið frekar opinn með það. Markvörðurinn fyrrverandi hefur hins vegar farið leynt með neyslu sína á verkjalyfjum, það er þangað til nú. Kirkland í leik með Wednesday.EPA/PETER POWELL Í viðtali við breska ríkisútvarpið segist Kirkland hafa byrjað að taka verkjalyf árið 2008 vegna bakverkja. „Ekkert of mikið, bara tvær til þrjár á dag til að halda verknum niðri,“ segir hann. Kirkland bjó áfram á sama stað eftir að hafa samið við Wednesday sem þýddi að hann þurfti að ferðast meira. Þá jók hann skammtinn til að bakverkirnir yrðu ekki of slæmir á meðan hann ferðaðist svona mikið. Hann meiddist á baki tveimur dögum fyrir fyrsta leikinn sinn hjá Wednesday og reif því upp gamla „góða“ pilluboxið. „Ég var tilbúinn að gera hvað sem er til að spila fyrsta leikinn og heilla áhorfendurnar, svo ég tók pillurnar.“ „Þetta hjálpaði við að halda kvíðanum niðri en líkami þinn venst magninu sem þú ert að taka svo þú þarft að auka skammtinn jafnt og þétt. Þetta fer að hafa áhrif á þig andlega og þú verður allt önnur manneskja.“ „Ég gjörbreyttist. Ég kom heim og lokaði mig af, ég vildi ekki tala við neinn. Ég var að taka tíu sinnum það sem maður átti að taka á einum degi.“ I m Chris Kirkland I ve been Addicted to Painkillers for 10 years wow it feels good and freeing to say that story now out @henrywinter @benfisherj @TimesSport @guardian hope it helps people live on @talkSPORT 11am https://t.co/TEpgf8mejH pic.twitter.com/67tKZo420a— Chris Kirkland (@ChrisKirkland43) July 21, 2022 „Það tók mig tíu ár en maður verður að opna sig og biðja um hjálp. Það er eina liðin til að ná sér að fullu. Ég hef reynt að gera þetta einn og það hefur alltaf mistekist. Ég vissi að ég myndi ekki fá hjálp þá yrði ég ekki hér mikið lengur.“ „Mér líður betur núna. Eiginkona mín hefur fengið eiginmann sinn aftur og dóttir mín hefur fengið föður sinn til baka. Það hvetur mig áfram og er ástæðan fyrir því að ég vil ekki verða háður verkjalyfjum aftur,“ sagði Kirkland að endingu í opinskáu viðtali við BBC.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn