Á yfir 200 leiki í Serie A en er mættur í 10. deild Englands eftir að hafa farið út að labba með hundinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2022 07:00 Daniele Mannini í leik með Sampdoria á sínum tima. Tullio Puglia/Getty Images Hinn 38 ára gamli Daniele Mannini hefur spilað með og gegn nokkum af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins undanfarna tvo áratugi. Eftir farsælan feril með liðum á borð við Napoli, Brescia og Sampdoria er hann óvænt mættur í 10. deildina á Englandi, allt þökk sé því að hann fór út að labba með hundinn. Beverly Town er lið sem var stofnað í kringum aldamótin á Englandi. Liðið er í 10. deild þar í landi og því ekki beint líklegasti áfangastaður leikmanns sem hefur spilað meira en 200 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Formaður félagsins, Mark Smith, var úti með eigin hund er hann hitti annan hundaeiganda. „Hann sagði að hann hefði spilað smá fótbolta hér áður fyrr. Ég sagði honum að ég væri formaður Beverley Town og að hann ætti að kíkja á æfingar þar sem undirbúningstímabilið er farð af stað,“ sagði Smith í spjalli við breska ríkisútvarpið, BBC. WELCOME MANINNI The former Brescia, Napoli and Sampdoria star will wear the sky blue of Beverley Town FC for the upcoming season! Read more below on our official website https://t.co/S2LR3hNnDo pic.twitter.com/Q95ZCm7HBw— Beverley Town FC (@bevtownfc) July 22, 2022 „Ekki datt mér í hug að hann ætti meira en 200 leiki í Serie A,“ bætti Smith við. Mannini hefur ekki spilað síðan hann lék með C-deildarliði Pontedera í janúar 2020. Í kjölfarið flutti hann til Austur-Jórvíkurskíris á Englandi þar sem hann starfar fyrir matvælaframleiðanda. Þó hann hafi ekki spilað í rúm tvö og hálft ár þá má ætla að hann geti staðið í mönnum í 10. deildinni á Englandi eftir að hafa spilað gegn mönnum á borð við Ronaldinho, Francesco Totti og Zlatan Ibrahimović +a ferli sínum. „Ég get ekki hrósað honum nóg. Hugarfar og vinnusemi hafa verið til fyrirmyndar. Hann getur verið fyrirmynd fyrir alla hjá félaginu,“ sagði Dave Ricardo, þjálfari Beverly Town, um nýjasta leikmann liðsins. Beverley Town hefur leiktíðina 2022-2023 á útileik gegn Ollerton þann 6. ágúst næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Beverly Town er lið sem var stofnað í kringum aldamótin á Englandi. Liðið er í 10. deild þar í landi og því ekki beint líklegasti áfangastaður leikmanns sem hefur spilað meira en 200 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Formaður félagsins, Mark Smith, var úti með eigin hund er hann hitti annan hundaeiganda. „Hann sagði að hann hefði spilað smá fótbolta hér áður fyrr. Ég sagði honum að ég væri formaður Beverley Town og að hann ætti að kíkja á æfingar þar sem undirbúningstímabilið er farð af stað,“ sagði Smith í spjalli við breska ríkisútvarpið, BBC. WELCOME MANINNI The former Brescia, Napoli and Sampdoria star will wear the sky blue of Beverley Town FC for the upcoming season! Read more below on our official website https://t.co/S2LR3hNnDo pic.twitter.com/Q95ZCm7HBw— Beverley Town FC (@bevtownfc) July 22, 2022 „Ekki datt mér í hug að hann ætti meira en 200 leiki í Serie A,“ bætti Smith við. Mannini hefur ekki spilað síðan hann lék með C-deildarliði Pontedera í janúar 2020. Í kjölfarið flutti hann til Austur-Jórvíkurskíris á Englandi þar sem hann starfar fyrir matvælaframleiðanda. Þó hann hafi ekki spilað í rúm tvö og hálft ár þá má ætla að hann geti staðið í mönnum í 10. deildinni á Englandi eftir að hafa spilað gegn mönnum á borð við Ronaldinho, Francesco Totti og Zlatan Ibrahimović +a ferli sínum. „Ég get ekki hrósað honum nóg. Hugarfar og vinnusemi hafa verið til fyrirmyndar. Hann getur verið fyrirmynd fyrir alla hjá félaginu,“ sagði Dave Ricardo, þjálfari Beverly Town, um nýjasta leikmann liðsins. Beverley Town hefur leiktíðina 2022-2023 á útileik gegn Ollerton þann 6. ágúst næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira