Íslenskur úrslitaleikur á 167 liða alþjóðlegu móti Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 10:31 Stjarnan vann Gothia Cup síðast þegar mótið var haldið, árið 2019, í flokki 15 ára drengja. Í liðinu voru til að mynda Adolf Daði Birgisson, Ísak Andri Sigurgeirsson, Óli Valur Ómarsson og Eggert Aron Guðmundsson sem allir leika með Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. Gothia Cup Íslensk lið gera það gott á Gothia Cup í Gautaborg í Svíþjóð, en um er að ræða stærsta unglingamót heims í fótbolta. Þriðja flokks lið Stjörnunnar og Víkings munu mætast í úrslitum í U16 ára flokki í kvöld. Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir eru taldir með. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem lét sjá sig á mótinu en sonur hans er á meðal keppenda. Íslensku liðin eru þó ekki aðeins mætt til að taka þátt. Einar Guðnason, fyrrum yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi, bendir á það á Twitter-síðu sinni að Víkingur og Stjarnan muni eigast við úrslitaleik U16 móts karla í Gautaborg. Liðin eru því best í þessum flokki af þeim 167 liðum sem skráð voru til leiks. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið, en þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á vvið Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Af 167 liðum í 16 ára liðum drengja á Gothiacup eru Víkingur og Stjarnan að fara að spila úrslitaleikinn— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 23, 2022 Stjarnan getur því varið titil sinn þegar liðin mætast klukkan 19:00 í kvöld en hvernig sem fer er ljóst að íslenskt lið mun taka bikarinn heim að móti loknu. Íþróttir barna Íslendingar erlendis Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 16. júní 2022 11:02 Forsetinn segir Íslendingana óvana hitanum á Gothia Cup Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Svíþjóðar þar sem knattspyrnumótið Gothia Cup fer fram. Duncan, sonur forsetans, er meðal keppenda á mótinu en alls fóru um 2000 íslensk ungmenni á mótið. 21. júlí 2022 12:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir eru taldir með. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem lét sjá sig á mótinu en sonur hans er á meðal keppenda. Íslensku liðin eru þó ekki aðeins mætt til að taka þátt. Einar Guðnason, fyrrum yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi, bendir á það á Twitter-síðu sinni að Víkingur og Stjarnan muni eigast við úrslitaleik U16 móts karla í Gautaborg. Liðin eru því best í þessum flokki af þeim 167 liðum sem skráð voru til leiks. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið, en þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á vvið Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Af 167 liðum í 16 ára liðum drengja á Gothiacup eru Víkingur og Stjarnan að fara að spila úrslitaleikinn— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 23, 2022 Stjarnan getur því varið titil sinn þegar liðin mætast klukkan 19:00 í kvöld en hvernig sem fer er ljóst að íslenskt lið mun taka bikarinn heim að móti loknu.
Íþróttir barna Íslendingar erlendis Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 16. júní 2022 11:02 Forsetinn segir Íslendingana óvana hitanum á Gothia Cup Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Svíþjóðar þar sem knattspyrnumótið Gothia Cup fer fram. Duncan, sonur forsetans, er meðal keppenda á mótinu en alls fóru um 2000 íslensk ungmenni á mótið. 21. júlí 2022 12:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 16. júní 2022 11:02
Forsetinn segir Íslendingana óvana hitanum á Gothia Cup Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Svíþjóðar þar sem knattspyrnumótið Gothia Cup fer fram. Duncan, sonur forsetans, er meðal keppenda á mótinu en alls fóru um 2000 íslensk ungmenni á mótið. 21. júlí 2022 12:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti