Einhverjar skúraleiðingar verði bæði í dag og á morgun, aðallega seinni partinn og inn til landsins en veður helgarinnar sé nokkuð jafnskipt, sama veðurlag verði í öllum landshlutum. Hiti á bilinu 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Mánudagur
Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og víða dálitlar skúrir. Hiti 10 til 16 stig.
Þriðjudagur
Hægviðri, skýjað og lítilsháttar skúrir. Hiti 8 til 15 stig. Suðaustan 8-13 m/s og rigning sunnan- og vestan til um kvöldið.
Miðvikudagur
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 og rigning víða um land. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Fimmtudagur
Norðvestlæg átt og dálitlar skúrir, en rigning um tíma vestan til. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi.
Föstudagur
Breytileg átt og lítilsháttar skúrir. Hiti 8 til 13 stig yfir daginn.