Segja leikmenn og stuðningsmenn Blika hafa „ögrað þeim stanslaust“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 12:15 Það var lítill vinskapur með leikmönnum Buducnost og Breiðabliks. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmönnum Breiðabliks og dómurum leiks þeirra við Buducnost Podgorica eru ekki vandaðar kveðjurnar á heimasíðu svartfellska félagsins. Breiðablik vann leikinn 2-0 þar sem tveimur leikmönnum Buducnost, og þjálfara liðsins, var vikið af velli. „Vonbrigðin á andliti leikmanna þeirra bláu var augljós þar sem tvö seinskoruð mörk (á 88. mínútu og 96. mínútu úr víti), gerði útslagið“ segir í upphafi greinar á heimasíðu Buducnost um leikinn. Þar segir að tapið hafi verið „þrátt fyrir frábæran baráttuvilja með tveimur leikmönnum færri á vellinum, gegn andstæðingum og stuðningsmönnum sem ögruðu leikmönnum stanslaust, sumir með bendingum, aðrir með orðum, og einnig gegn dómara sem lét hegðunina ósnerta,“ Denis Shurman, frá Úkraínu, dæmdi leikinn en hann er gagnrýndur harðlega fyrir sín störf í greininni. Bent er á að hann hafi stoppað skyndisókn liðsins í stöðunni 0-0, að Podgorica hafi átt að fá vítaspyrnu, að gestirnir hafi fengið gul spjöld fyrir samskonar brot og Blikar sluppu við - sérstaklega hafi tvö gul spjöld og þar með rautt spjald Luka Mirkovic verið harðir dómar. Þá er hann sagður hafa stokkið á tækifærið að gefa Blikum vítaspyrnu í lok leiks. Mirkovic var einn tveggja leikmanna liðsins sem fengu rautt spjald í leiknum, en þjálfari liðsins, Aleksandar Nedovic, fékk einnig að líta rauða spjaldið. Ekki eru þó allir Svartfellingar sömu skoðunar og þeir sem rita á heimasíðu Buducnost. Leikmenn liðsins eru sagðir hafa hagað sér eins og villimenn í umfjöllun miðilsins Vijesti þar sem segir enn fremur: „Guð má vita hvað Íslendingum finnst um okkur eftir þetta. Þið urðuð ykkur sjálfum, fótboltanum í Svartfjallalandi og landinu öllu til skammar,“. Ekki áður upplifað svona árásargjarna hegðun og reiði Blikar upplifðu leikinn á töluvert annan hátt en þeir svartfellsku. Ef litið er til skrifa um leikinn á stuðningsmannasíðu Blika, blikar.is, er andstæðan skýr. „Í kvöld var efnt til hópslysaæfingar í hjarta Kópavogs, á heimavelli Breiðabliks í Kópavogsdal. Almannavarnir Svartfjallalands lögðu í senn til fórnarlömbin á æfingunni, árásarmennina og heilbrigðisstarfsfólk. Svo óvenjulega vildi til að meðan á æfingunni stóð reyndi meistaraflokkur karla hjá Breiðabliki að spila fótbolta á sama velli og æfingin fór fram. Þrír úr liði fórnarlambanna á hópslysaæfingunni féllu á eigin bragði en fótboltaliðinu tókst að skora tvö mörk undir lok æfingarinnar.“ segir um leikinn á Blikar.is. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagðist aldrei hafa upplifað annað eins. „Ég hef ekki séð þessa hegðun áður, verð ég að viðurkenna, þó ég sé nú ekki hokinn af reynslu. En ég hef ekki upplifað á boðvangi andstæðinganna svona árásargjarna hegðun og svona mikla reiði,“ sagði Óskar Hrafn eftir leik. Stærsta atvikið var þá eflaust eftir leik þegar allt sauð upp úr. Damir Muminovic, sem á rætur til Serbíu, kallaði þá að þeim svartfellsku á þeirra tungumáli. Gerður var aðsúgur að Damir í leikslok, sem kveðst þó ekki hafa verið með mikinn dónaskap við Svartfellingana. „Þetta var nú bara fullmikið drama miðað við það sem ég sagði. Ég get lofað því að það var ekkert dónalegt eða neitt þannig. Ég sagði þeim bara að setjast niður þarna á bekknum. Þeir voru fullæstir fyrir minn smekk.“ sagði Damir um atvikið. Full trú á viðsnúningi ytra Ef líta má á hegðun leikmanna og stuðningsmanna Buducnost sem forsmekk fyrir það sem koma skal ytra er ljóst að leikmenn Blika mega fara varlega. Damir kveðst spenntur fyrir verkefninu, en það sama má segja um Nedovic, þjálfara svartfellska liðsins, sem er bjartsýnn á að Buducnost geti snúið taflinu við. „Liðið hefur ítrekað sýnt hversu góðan karakter það hefur þegar mest á reynir. Ég efast ekki um að liðið muni gera sitt besta á heimavelli og gera allt til að snúa við tveggja marka forystunni. Við erum meðvitaðir um að 2-0 er stór forysta, en ekkert er ómögulegt, sérstaklega ef völlurinn er fullur. Ég hef trú á því að með stuðningi úr stúkunni, getum við snúið einvíginu við.“ er haft eftir Nedovic á heimasíðu Buducnost. Leikur liðanna er klukkan 18:30 næsta fimmtudagskvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira
„Vonbrigðin á andliti leikmanna þeirra bláu var augljós þar sem tvö seinskoruð mörk (á 88. mínútu og 96. mínútu úr víti), gerði útslagið“ segir í upphafi greinar á heimasíðu Buducnost um leikinn. Þar segir að tapið hafi verið „þrátt fyrir frábæran baráttuvilja með tveimur leikmönnum færri á vellinum, gegn andstæðingum og stuðningsmönnum sem ögruðu leikmönnum stanslaust, sumir með bendingum, aðrir með orðum, og einnig gegn dómara sem lét hegðunina ósnerta,“ Denis Shurman, frá Úkraínu, dæmdi leikinn en hann er gagnrýndur harðlega fyrir sín störf í greininni. Bent er á að hann hafi stoppað skyndisókn liðsins í stöðunni 0-0, að Podgorica hafi átt að fá vítaspyrnu, að gestirnir hafi fengið gul spjöld fyrir samskonar brot og Blikar sluppu við - sérstaklega hafi tvö gul spjöld og þar með rautt spjald Luka Mirkovic verið harðir dómar. Þá er hann sagður hafa stokkið á tækifærið að gefa Blikum vítaspyrnu í lok leiks. Mirkovic var einn tveggja leikmanna liðsins sem fengu rautt spjald í leiknum, en þjálfari liðsins, Aleksandar Nedovic, fékk einnig að líta rauða spjaldið. Ekki eru þó allir Svartfellingar sömu skoðunar og þeir sem rita á heimasíðu Buducnost. Leikmenn liðsins eru sagðir hafa hagað sér eins og villimenn í umfjöllun miðilsins Vijesti þar sem segir enn fremur: „Guð má vita hvað Íslendingum finnst um okkur eftir þetta. Þið urðuð ykkur sjálfum, fótboltanum í Svartfjallalandi og landinu öllu til skammar,“. Ekki áður upplifað svona árásargjarna hegðun og reiði Blikar upplifðu leikinn á töluvert annan hátt en þeir svartfellsku. Ef litið er til skrifa um leikinn á stuðningsmannasíðu Blika, blikar.is, er andstæðan skýr. „Í kvöld var efnt til hópslysaæfingar í hjarta Kópavogs, á heimavelli Breiðabliks í Kópavogsdal. Almannavarnir Svartfjallalands lögðu í senn til fórnarlömbin á æfingunni, árásarmennina og heilbrigðisstarfsfólk. Svo óvenjulega vildi til að meðan á æfingunni stóð reyndi meistaraflokkur karla hjá Breiðabliki að spila fótbolta á sama velli og æfingin fór fram. Þrír úr liði fórnarlambanna á hópslysaæfingunni féllu á eigin bragði en fótboltaliðinu tókst að skora tvö mörk undir lok æfingarinnar.“ segir um leikinn á Blikar.is. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagðist aldrei hafa upplifað annað eins. „Ég hef ekki séð þessa hegðun áður, verð ég að viðurkenna, þó ég sé nú ekki hokinn af reynslu. En ég hef ekki upplifað á boðvangi andstæðinganna svona árásargjarna hegðun og svona mikla reiði,“ sagði Óskar Hrafn eftir leik. Stærsta atvikið var þá eflaust eftir leik þegar allt sauð upp úr. Damir Muminovic, sem á rætur til Serbíu, kallaði þá að þeim svartfellsku á þeirra tungumáli. Gerður var aðsúgur að Damir í leikslok, sem kveðst þó ekki hafa verið með mikinn dónaskap við Svartfellingana. „Þetta var nú bara fullmikið drama miðað við það sem ég sagði. Ég get lofað því að það var ekkert dónalegt eða neitt þannig. Ég sagði þeim bara að setjast niður þarna á bekknum. Þeir voru fullæstir fyrir minn smekk.“ sagði Damir um atvikið. Full trú á viðsnúningi ytra Ef líta má á hegðun leikmanna og stuðningsmanna Buducnost sem forsmekk fyrir það sem koma skal ytra er ljóst að leikmenn Blika mega fara varlega. Damir kveðst spenntur fyrir verkefninu, en það sama má segja um Nedovic, þjálfara svartfellska liðsins, sem er bjartsýnn á að Buducnost geti snúið taflinu við. „Liðið hefur ítrekað sýnt hversu góðan karakter það hefur þegar mest á reynir. Ég efast ekki um að liðið muni gera sitt besta á heimavelli og gera allt til að snúa við tveggja marka forystunni. Við erum meðvitaðir um að 2-0 er stór forysta, en ekkert er ómögulegt, sérstaklega ef völlurinn er fullur. Ég hef trú á því að með stuðningi úr stúkunni, getum við snúið einvíginu við.“ er haft eftir Nedovic á heimasíðu Buducnost. Leikur liðanna er klukkan 18:30 næsta fimmtudagskvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira