Segir hvalveiðar tilgangslausar: „Það er ekkert upp úr þessu að hafa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 13:01 Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir tillögu matvælaráðherra um breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki ganga nógu langt. Þjóðin græði ekkert á hvalveiðum og eigi að vera þekkt fyrir verndun hafsins frekar en eyðileggingu þess. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í þessum mánuði fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. Níu umsagnir bárust um tillöguna í Samráðsgátt stjórnvalda, sex þeirra til stuðnings við breytingarnar. „Okkur þykir bara komið nóg en þetta er bara reglugerðar breyting og við lýsum okkur sammála því að það þurfi að huga betur að velferð þessara dýra,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem skilaði um umsögn um tillöguna. Flestir þeirra sem hlynntir eru breytingunum segja tillögu svandísar skref í rétta átt en ganga megi lengra og helst stöðva veiðarnar til frambúðar. Dæmi séu um að skot hafi geigað og framlengt dauðakvalir dýranna í allt að 25 mínútur. Huga þurfi betur að velferð þeirra. „Það er bara mjög erfitt að drepa hvali án þess að valda þeim skelfilegum sársauka,“ segir Árni. Veiðarnar séu tilgangslausar. „Það er ekkert upp úr þessu að hafa, hvorki fyrir Kristján Loftsson né nokkurn annan og bara óþarfi að íslensk stjórnvöld leyfi þetta yfir höfuð,“ segir Árni. Ekki sé þó nógu langt gengið með tillögðum reglugerðarbreytingum. „Við skiljum hvað Svandís Svavarsdóttir er að fara, hún vill þrengja að þessum veiðum þannig að það verði tryggara að dýrin verði ekki fyrir þjáningu en engu að síður er þetta tilgangslaust. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, þetta er eitthvað sem auðmaðurinn Kristján Loftsson leikur sér að, að gera og hefur notið stuðnings stjórnvalda til þess í áratugi sem hefur ekki skilað neinu,“ segir Árni. Ísland eigi ekki að vera þekkt fyrir hvalveiðar. „Ég held að almenningur hafi efasemdir um þetta og það hjálpar. Það er enginn hagur af þessu fyrir Íslendinga, við fáum slæmt orð fyrir þetta og við verðum hvalveiðiþjóðin en ekki þjóðin sem vill vernda hafið,“ segir Árni. Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í þessum mánuði fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. Níu umsagnir bárust um tillöguna í Samráðsgátt stjórnvalda, sex þeirra til stuðnings við breytingarnar. „Okkur þykir bara komið nóg en þetta er bara reglugerðar breyting og við lýsum okkur sammála því að það þurfi að huga betur að velferð þessara dýra,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem skilaði um umsögn um tillöguna. Flestir þeirra sem hlynntir eru breytingunum segja tillögu svandísar skref í rétta átt en ganga megi lengra og helst stöðva veiðarnar til frambúðar. Dæmi séu um að skot hafi geigað og framlengt dauðakvalir dýranna í allt að 25 mínútur. Huga þurfi betur að velferð þeirra. „Það er bara mjög erfitt að drepa hvali án þess að valda þeim skelfilegum sársauka,“ segir Árni. Veiðarnar séu tilgangslausar. „Það er ekkert upp úr þessu að hafa, hvorki fyrir Kristján Loftsson né nokkurn annan og bara óþarfi að íslensk stjórnvöld leyfi þetta yfir höfuð,“ segir Árni. Ekki sé þó nógu langt gengið með tillögðum reglugerðarbreytingum. „Við skiljum hvað Svandís Svavarsdóttir er að fara, hún vill þrengja að þessum veiðum þannig að það verði tryggara að dýrin verði ekki fyrir þjáningu en engu að síður er þetta tilgangslaust. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, þetta er eitthvað sem auðmaðurinn Kristján Loftsson leikur sér að, að gera og hefur notið stuðnings stjórnvalda til þess í áratugi sem hefur ekki skilað neinu,“ segir Árni. Ísland eigi ekki að vera þekkt fyrir hvalveiðar. „Ég held að almenningur hafi efasemdir um þetta og það hjálpar. Það er enginn hagur af þessu fyrir Íslendinga, við fáum slæmt orð fyrir þetta og við verðum hvalveiðiþjóðin en ekki þjóðin sem vill vernda hafið,“ segir Árni.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10
Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01