Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2022 09:03 Vinkonurnar af höfuðborgarsvæðinu, sem voru svo ánægðar með Seyðisfjörð en þetta eru þær frá vinstri, Júlía Gunnlaugsdóttir, Auður Gunnlaugsdóttir og Særós Gunnarsdóttir. Þær sögðust elska staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. „Já, það er mjög fínt. Það besta við staðinn er fólkið og umhverfið og stemmingin. Mikil stemming miðað við hvað þetta er lítill staður,“ segir Bjarki Borgþórsson íbúi. „Maður má víst ekki segja fjöllin því þau hafa verið að hrekkja okkur, þau skýla okkur líka. Svo er bara ágætis mannlíf hérna,“ segir Sigurbergur Sigurðsson íbúi. „Best við staðinn er þessi ofboðslega fallega vinátta og traust, sem maður getur myndað með einstaklingum finnst mér. Fjölbreytileikinn í mannlífinu, náttúran og stundum er bara gaman að vera stór fiskur í lítilli tjörn og sitja sitt mark á hluti hvort sem maður er að tileyra íþróttafélaginu, menningarlífinu eða að vera frábær í að vera með prjónasaumaklúbb eða þar sem áhuginn er,“ segir Katla Rut Pétursdóttir íbúi. „Það er bara frábært að búa hérna, mikið af góðu fólki hérna og mikil nálægð við fjöllin og náttúruna, geggjaðir veitingastaðir og það er allt, sem þarf í þessu pínulitla bæ fyrir mig allavega,“ segir Ingvi Örn Þorsteinsson íbúi. Kirkjan á staðnum er einstaklega falleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara rosalega gott að búa hérna, rólegt og fallegasti bær á landinu, þannig að það er mjög gott að vera hérna. Samheldni er hér mikil og veðurblíða er mjög góð. Það eina, sem okkur vantar er Fjarðarheiðargöng, að öðru leyti er alveg yndislegt að vera hérna,“ segir Ingibjörg María Valdimarsdóttir, íbúi. En hvernig líður fólki hér á staðnum eftir stóru aurskriðuna í desember 2020? „Ég held að það sé allur gangur á því og ég get ekki svarað fyrir heildina. En sem samfélag þá finn ég fyrir mikilli samkennd og samstöðu, drifkrafti og við bara látum ekki bugast,“ segir Katla Rut. „Samfélagið er rosalega gott þannig að það er mjög mikill stuðningur á milli allra. Svona heilt yfir þá er bara mjög flott stemming og fólk í góðu jafnvægi hérna en það fer líka bara eftir því hvern þú spyrð hvernig það er,“ segir Ingvi Örn. „Ég held að það sé allt að koma í róleg heitum,“ segir Ingibjörg María. Íbúar staðarins urðu fyrir miklu áfalli vegna aurskriðunnar, sem féll í desember 2020. Nokkrum myndum frá vettvangi hefur verið komið upp fyrir gesti og gangandi í miðju þorpinu til að sýna hvernig þetta var allt saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, svona að mestu, það sjálfsagt blundar í fólki smá svona geigur þegar rignir mikið og svona, það er eðlilegt,“ segir Bjarki. Norræna siglir vikulega frá Seyðisfirði og hefur það mjög jákvæð áhrif á samfélagið hvað varðar atvinnu og uppbyggingu. Ferðamenn, sem koma á staðinn eru líka mjög ánægðir eins og þrjár hressu stelpur, sem voru þar nýlega en þær búa á höfuðborgarsvæðinu. „Það er rosalega fallegt að koma hingað. Við vorum á hringferð og svo ákváðum við frekar að koma hingað heldur en að gista einhvers staðar annars staðar, bara frábært, það er svo fallegt hérna og svo mikið af flottum fjöllum og kirkjan náttúrulega er mjög fræg og þessi regnbogastígur, við elskum þennan stað,“ segja stelpurnar. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
„Já, það er mjög fínt. Það besta við staðinn er fólkið og umhverfið og stemmingin. Mikil stemming miðað við hvað þetta er lítill staður,“ segir Bjarki Borgþórsson íbúi. „Maður má víst ekki segja fjöllin því þau hafa verið að hrekkja okkur, þau skýla okkur líka. Svo er bara ágætis mannlíf hérna,“ segir Sigurbergur Sigurðsson íbúi. „Best við staðinn er þessi ofboðslega fallega vinátta og traust, sem maður getur myndað með einstaklingum finnst mér. Fjölbreytileikinn í mannlífinu, náttúran og stundum er bara gaman að vera stór fiskur í lítilli tjörn og sitja sitt mark á hluti hvort sem maður er að tileyra íþróttafélaginu, menningarlífinu eða að vera frábær í að vera með prjónasaumaklúbb eða þar sem áhuginn er,“ segir Katla Rut Pétursdóttir íbúi. „Það er bara frábært að búa hérna, mikið af góðu fólki hérna og mikil nálægð við fjöllin og náttúruna, geggjaðir veitingastaðir og það er allt, sem þarf í þessu pínulitla bæ fyrir mig allavega,“ segir Ingvi Örn Þorsteinsson íbúi. Kirkjan á staðnum er einstaklega falleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara rosalega gott að búa hérna, rólegt og fallegasti bær á landinu, þannig að það er mjög gott að vera hérna. Samheldni er hér mikil og veðurblíða er mjög góð. Það eina, sem okkur vantar er Fjarðarheiðargöng, að öðru leyti er alveg yndislegt að vera hérna,“ segir Ingibjörg María Valdimarsdóttir, íbúi. En hvernig líður fólki hér á staðnum eftir stóru aurskriðuna í desember 2020? „Ég held að það sé allur gangur á því og ég get ekki svarað fyrir heildina. En sem samfélag þá finn ég fyrir mikilli samkennd og samstöðu, drifkrafti og við bara látum ekki bugast,“ segir Katla Rut. „Samfélagið er rosalega gott þannig að það er mjög mikill stuðningur á milli allra. Svona heilt yfir þá er bara mjög flott stemming og fólk í góðu jafnvægi hérna en það fer líka bara eftir því hvern þú spyrð hvernig það er,“ segir Ingvi Örn. „Ég held að það sé allt að koma í róleg heitum,“ segir Ingibjörg María. Íbúar staðarins urðu fyrir miklu áfalli vegna aurskriðunnar, sem féll í desember 2020. Nokkrum myndum frá vettvangi hefur verið komið upp fyrir gesti og gangandi í miðju þorpinu til að sýna hvernig þetta var allt saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, svona að mestu, það sjálfsagt blundar í fólki smá svona geigur þegar rignir mikið og svona, það er eðlilegt,“ segir Bjarki. Norræna siglir vikulega frá Seyðisfirði og hefur það mjög jákvæð áhrif á samfélagið hvað varðar atvinnu og uppbyggingu. Ferðamenn, sem koma á staðinn eru líka mjög ánægðir eins og þrjár hressu stelpur, sem voru þar nýlega en þær búa á höfuðborgarsvæðinu. „Það er rosalega fallegt að koma hingað. Við vorum á hringferð og svo ákváðum við frekar að koma hingað heldur en að gista einhvers staðar annars staðar, bara frábært, það er svo fallegt hérna og svo mikið af flottum fjöllum og kirkjan náttúrulega er mjög fræg og þessi regnbogastígur, við elskum þennan stað,“ segja stelpurnar.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira