Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði engin merki vera um yfirvofandi gos eins og er.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að síðasti skjálfti af þessari stærð hafi mælst í janúar 2020 og þar áður í janúar 2018 en skjálftar af þessari stærð eru ekki óalgengir í Bárðabungu. Frá því að eldgosi í Holuhrauni lauk í febrúar 2015 hafa um 50 slíkir mælst á svæðinu.
