Parhúsin á Fáskrúðsfirði tekin út af heimasíðu leigufélagsins Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. júlí 2022 21:01 Annað parhúsið sem um ræðir. Af heimasíðu leigufélagsins, Vísir/Vilhelm Framkvæmdastýra og stjórnarformaður Bríetar leigufélags segja parhús sem voru til leigu á vegum félagsins hafa verið tekin út af heimasíðu þess og verðlagningin verði skoðuð. Leiga parhúsanna var 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Í síðustu viku fjallaði Vísir um leiguupphæð parhúsanna á Fáskrúðsfirði. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar sagði þá í samtali við fréttastofu að hann ætti eftir að tala við Drífu Valdimarsdóttur framkvæmdastýru leigufélagsins vegna málsins. Jón Björn er varaformaður í stjórn leigufélagsins og á Fjarðabyggð þriggja prósenta hlut í félaginu. Í fyrri umfjöllun sagði Jón Björn um leiguupphæðina, „þetta er mjög há leiga.“ Sjá einnig: Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Merki leigufélagsins.Fengið af Facebook síðu félagsins. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð furðar sig á því að leigufélagið komi inn á markað með þessum hætti og segist ekki skilja út í hvað málið sé komið. „Meginmarkmiðið hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þegar það ákveður að fara í þetta verkefni er að bjóða upp á íbúðir á viðráðanlegu verði, ef að það þýðir hærra verð en þegar er verið að bjóða upp á þá skil ég ekki alveg út í hvað við erum komin,“ segir Ragnar. Hann segir fáheyrt á þessu svæði að það sé verið að leigja út íbúðir á þessu verði. Ragnar segir málið ekki hafa komið á borð bæjarins en hann trúi ekki öðru en bæjarstjórinn muni taka málið upp á þeim vettvangi. Málið verði skoðað frekar Drífa Valdimarsdóttir framkvæmdastýra leigufélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að eignirnar tvær hafi verið teknar út af heimasíðu félagsins og sagði að stjórn þess myndi skoða málið frekar, „aðallega verðið já, og kannski framsetninguna á auglýsingunni og eitthvað meira,“ segir Drífa. Drífa segir það verða að koma í ljós hvort eignirnar verði settar inn á vefinn aftur í bráð, hún eigi þó frekar von á því en ekki sé hægt að sækja um þær í augnablikinu. „Það er allt óljóst enn þá,“ segir Drífa. Fermetraverðið sé ekki hátt Ásta Björg Pálmadóttir stjórnarformaður leigufélagsins segir að verðið verði skoðað með tilliti til landsvæðisins sem eignirnar eru á. „Við ætlum bara að fara yfir þetta verð, hvernig þetta var reiknað út og fara yfir sem sagt, þetta er náttúrulega alveg ljóst að þetta er hátt miðað við þetta landsvæði þó þetta sé kannski ekki hátt á fermeter,“ segir Ásta Ásta segir reiknilíkön vera notuð til þess að reikna út hvernig nýjar eignir geti staðið undir sér í rekstri, þó sem nærst núlli. „Ég geri ráð fyrir að það hafi verið haft að leiðarljósi þegar þessi leiga var reiknuð út,“ segir Ásta. Aðspurð hvort félagið hafi ekki verið meðvitað um hversu hátt verðið var á svæðinu í kringum eignirnar áður en fjallað var um málið segist Ásta ekki getað svarað því. „Við eigum engar svona stórar eignir, svona ef ég á að nefna einhver dæmi þannig að kannski hefur það svona eitthvað truflað, ég veit það ekki.“ Ásta segir stjórnina ekki sinna útreikningum á leiguverði og bætir því við af ef horft sé á stærð eignarinnar sé fermetraverðið ekki hátt. „Svo ruglar líka útreikninginn að þarna eru bílskúrar,“ segir Ásta. Hún ítrekar að stjórnin þurfi að fara yfir málin með tilliti til þess hvort reiknilíkanið virki eins og það eigi að gera. Fjarðabyggð Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. 20. júlí 2022 21:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Í síðustu viku fjallaði Vísir um leiguupphæð parhúsanna á Fáskrúðsfirði. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar sagði þá í samtali við fréttastofu að hann ætti eftir að tala við Drífu Valdimarsdóttur framkvæmdastýru leigufélagsins vegna málsins. Jón Björn er varaformaður í stjórn leigufélagsins og á Fjarðabyggð þriggja prósenta hlut í félaginu. Í fyrri umfjöllun sagði Jón Björn um leiguupphæðina, „þetta er mjög há leiga.“ Sjá einnig: Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Merki leigufélagsins.Fengið af Facebook síðu félagsins. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð furðar sig á því að leigufélagið komi inn á markað með þessum hætti og segist ekki skilja út í hvað málið sé komið. „Meginmarkmiðið hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þegar það ákveður að fara í þetta verkefni er að bjóða upp á íbúðir á viðráðanlegu verði, ef að það þýðir hærra verð en þegar er verið að bjóða upp á þá skil ég ekki alveg út í hvað við erum komin,“ segir Ragnar. Hann segir fáheyrt á þessu svæði að það sé verið að leigja út íbúðir á þessu verði. Ragnar segir málið ekki hafa komið á borð bæjarins en hann trúi ekki öðru en bæjarstjórinn muni taka málið upp á þeim vettvangi. Málið verði skoðað frekar Drífa Valdimarsdóttir framkvæmdastýra leigufélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að eignirnar tvær hafi verið teknar út af heimasíðu félagsins og sagði að stjórn þess myndi skoða málið frekar, „aðallega verðið já, og kannski framsetninguna á auglýsingunni og eitthvað meira,“ segir Drífa. Drífa segir það verða að koma í ljós hvort eignirnar verði settar inn á vefinn aftur í bráð, hún eigi þó frekar von á því en ekki sé hægt að sækja um þær í augnablikinu. „Það er allt óljóst enn þá,“ segir Drífa. Fermetraverðið sé ekki hátt Ásta Björg Pálmadóttir stjórnarformaður leigufélagsins segir að verðið verði skoðað með tilliti til landsvæðisins sem eignirnar eru á. „Við ætlum bara að fara yfir þetta verð, hvernig þetta var reiknað út og fara yfir sem sagt, þetta er náttúrulega alveg ljóst að þetta er hátt miðað við þetta landsvæði þó þetta sé kannski ekki hátt á fermeter,“ segir Ásta Ásta segir reiknilíkön vera notuð til þess að reikna út hvernig nýjar eignir geti staðið undir sér í rekstri, þó sem nærst núlli. „Ég geri ráð fyrir að það hafi verið haft að leiðarljósi þegar þessi leiga var reiknuð út,“ segir Ásta. Aðspurð hvort félagið hafi ekki verið meðvitað um hversu hátt verðið var á svæðinu í kringum eignirnar áður en fjallað var um málið segist Ásta ekki getað svarað því. „Við eigum engar svona stórar eignir, svona ef ég á að nefna einhver dæmi þannig að kannski hefur það svona eitthvað truflað, ég veit það ekki.“ Ásta segir stjórnina ekki sinna útreikningum á leiguverði og bætir því við af ef horft sé á stærð eignarinnar sé fermetraverðið ekki hátt. „Svo ruglar líka útreikninginn að þarna eru bílskúrar,“ segir Ásta. Hún ítrekar að stjórnin þurfi að fara yfir málin með tilliti til þess hvort reiknilíkanið virki eins og það eigi að gera.
Fjarðabyggð Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. 20. júlí 2022 21:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. 20. júlí 2022 21:00