Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2022 21:12 Alda Margrét Hauksdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga. Vísir Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag að ekki væri útilokað að fækka þurfi starfsfólki til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans. Það þurfi að koma í ljós á næstu mánuðum og árum á hvaða sviðum megi fækka starfsfólki. Það yrði þó líklega á stuðningssviðum, ekki starfsmenn sem vinna beint með sjúklingum. Stjórnendur spítalans hafa undanfarin misseri kvartað mikið undan manneklu og heilbrigðisráðherra tilkynnti þá nýverið að vel kæmi til greina að lengja starfsaldur heilbrigðisstarfsfólks til 75 ára aldurs. „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég heyri svona athugasemdir vegna þess að það hefur verið svo mikill skortur á fjölmörgum fagstéttum þannig að þó svo að við komum ekki beint að umönnun sjúklinga þá skiptir vinna okkar allra, sem vinnum á spítalanum, og í stoðþjónustunni við, það hefur áhrif á endaniðurstöðu á meðferð sjúklinga,“ segir Alda Margrét Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga. Margar fagstéttir spítalans megi ekki við að missa fólk, þar á meðal lífeindafræðingar. „Það hefur ekki fjölgað þar einu einasta stöðugildi síðan 2013,“ segir Alda. „Rannsóknum hefur fjölgað, sjúklingum hefur fjölgað, ferðamönnum hefur fjölgað og þjónusta við alla hefur aukist, aldur fólks er að hækka. Þannig að ég skil ekki hvernig hann ætlar að fara að þessu.“ Hún hvetur Björn til að kalla til allar fagstéttir á spítalanum til að fara yfir málin. „Batinn felst ekki í að segja upp starfsfólki.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag að ekki væri útilokað að fækka þurfi starfsfólki til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans. Það þurfi að koma í ljós á næstu mánuðum og árum á hvaða sviðum megi fækka starfsfólki. Það yrði þó líklega á stuðningssviðum, ekki starfsmenn sem vinna beint með sjúklingum. Stjórnendur spítalans hafa undanfarin misseri kvartað mikið undan manneklu og heilbrigðisráðherra tilkynnti þá nýverið að vel kæmi til greina að lengja starfsaldur heilbrigðisstarfsfólks til 75 ára aldurs. „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég heyri svona athugasemdir vegna þess að það hefur verið svo mikill skortur á fjölmörgum fagstéttum þannig að þó svo að við komum ekki beint að umönnun sjúklinga þá skiptir vinna okkar allra, sem vinnum á spítalanum, og í stoðþjónustunni við, það hefur áhrif á endaniðurstöðu á meðferð sjúklinga,“ segir Alda Margrét Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga. Margar fagstéttir spítalans megi ekki við að missa fólk, þar á meðal lífeindafræðingar. „Það hefur ekki fjölgað þar einu einasta stöðugildi síðan 2013,“ segir Alda. „Rannsóknum hefur fjölgað, sjúklingum hefur fjölgað, ferðamönnum hefur fjölgað og þjónusta við alla hefur aukist, aldur fólks er að hækka. Þannig að ég skil ekki hvernig hann ætlar að fara að þessu.“ Hún hvetur Björn til að kalla til allar fagstéttir á spítalanum til að fara yfir málin. „Batinn felst ekki í að segja upp starfsfólki.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira