Vingegaard, sem hjólar fyrir Team Jumbo Visma, var þremur mínútum og 34 sekúndum á undan Slóvenanum Tadej Pogacar þegar keppninni lauk við Sigurbogann í París.
After an incredible battle for the title, Jonas Vingegaard took the Yellow Jersey on the #TDF2022
— Tour de France (@LeTour) July 24, 2022
Après une somptueuse bataille pour le sacre, Jonas Vingegaard a pris le @MaillotJauneLCL du #TDF2022 ! pic.twitter.com/jrISHkZDiJ
Pogocar hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar tvisvar sinnum. Walesverjinn Geraint Thomas, sem bar sigur úr býtum í keppninni árið 2018, varð síðan í þriðja sæti.
Þetta er í annað skipti sem Dani vinnur Frakklandshjólreiðarnar í 109 ára sögu keppninnar. Bjarne Riis fór með sigur af hólmi árið 1996.