Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2022 23:04 Lavrov segir Rússa ekki hafa valdið hungursneyð heldur séu sögur um það lygar frá Vesturlöndum. Rússneska utanríkisráðuneytið Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þvertekur fyrir það að Rússar hafi valdið hungursneyð um allan heim. Hann segir Vesturlönd vera að reyna að sýna fram á að þau séu sterkari en aðrar þjóðir. Lavrov er þessa stundina staddur í Egyptalandi þar sem hann ræðir við leiðtoga þjóða í Arababandalaginu. Margar þjóðir í Miðausturlöndunum hafa þurft að glíma við hungursneyð vegna skorts á korni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Þeir segja að allir þurfi að styðja bandalag byggt á reglum og reglurnar eru skrifaðar eftir því ástandi sem Vesturlönd vilja leysa að hverju sinni,“ sagði Lavrov sem vill meina að Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika. Leitar bandamanna í Afríku Lavrov mun næst halda til Afríku og fara til Eþíópíu, Úganda og Lýðveldisins Kongó. Talið er að þar muni hann einnig halda því fram að Rússar hafi ekkert að gera með hungursneyðina sem löndin eru að glíma við þessa stundina. Hann hefur lofað löndum í Afríku að ef þau skildu hjálpa Rússlandi í baráttu sinni gegn Vesturlöndunum þá ætli Rússar að hjálpa þeim að „afnýlenduvæðast“. Helstu kaupendur rússnesks korns eru lönd í Afríku og Miðausturlöndunum og því vill Lavrov tryggja það að hann missi ekki trygga viðskiptavini. Samningar skulu standa - í nokkra klukkutíma Rússland skrifaði undir samning við Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar fyrir helgi sem gerir Úkraínu kleift að halda kornútflutningi sínum áfram. Rússar hafa hingað til hindrað það að Úkraínumenn nái að flytja út korn sitt sem hefur valdið matvælakrísu um allan heim og miklum efnahagsvandræðum í Úkraínu. Samningnum var fagnað ákaft af Úkraínumönnum og fleirum en Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði meðal annars að samningurinn væri það mikilvægasta sem hann hefur gert hjá samtökunum. Rússar stóðu þó við loforð sitt í afar skamman tíma og vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa nokkrum klukkutímum eftir undirritun samningsins. Í höfninni voru nokkrar af korngeymslum úkraínsku þjóðarinnar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Matvælaframleiðsla Egyptaland Tengdar fréttir Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 23. júlí 2022 08:53 Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22 Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Lavrov er þessa stundina staddur í Egyptalandi þar sem hann ræðir við leiðtoga þjóða í Arababandalaginu. Margar þjóðir í Miðausturlöndunum hafa þurft að glíma við hungursneyð vegna skorts á korni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Þeir segja að allir þurfi að styðja bandalag byggt á reglum og reglurnar eru skrifaðar eftir því ástandi sem Vesturlönd vilja leysa að hverju sinni,“ sagði Lavrov sem vill meina að Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika. Leitar bandamanna í Afríku Lavrov mun næst halda til Afríku og fara til Eþíópíu, Úganda og Lýðveldisins Kongó. Talið er að þar muni hann einnig halda því fram að Rússar hafi ekkert að gera með hungursneyðina sem löndin eru að glíma við þessa stundina. Hann hefur lofað löndum í Afríku að ef þau skildu hjálpa Rússlandi í baráttu sinni gegn Vesturlöndunum þá ætli Rússar að hjálpa þeim að „afnýlenduvæðast“. Helstu kaupendur rússnesks korns eru lönd í Afríku og Miðausturlöndunum og því vill Lavrov tryggja það að hann missi ekki trygga viðskiptavini. Samningar skulu standa - í nokkra klukkutíma Rússland skrifaði undir samning við Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar fyrir helgi sem gerir Úkraínu kleift að halda kornútflutningi sínum áfram. Rússar hafa hingað til hindrað það að Úkraínumenn nái að flytja út korn sitt sem hefur valdið matvælakrísu um allan heim og miklum efnahagsvandræðum í Úkraínu. Samningnum var fagnað ákaft af Úkraínumönnum og fleirum en Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði meðal annars að samningurinn væri það mikilvægasta sem hann hefur gert hjá samtökunum. Rússar stóðu þó við loforð sitt í afar skamman tíma og vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa nokkrum klukkutímum eftir undirritun samningsins. Í höfninni voru nokkrar af korngeymslum úkraínsku þjóðarinnar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Matvælaframleiðsla Egyptaland Tengdar fréttir Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 23. júlí 2022 08:53 Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22 Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42
Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 23. júlí 2022 08:53
Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22
Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44