Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR 3-3 Valur | Stórskemmtun í fyrsta leik Óla Jó Andri Már Eggertsson skrifar 25. júlí 2022 22:22 Ólafur Jóhannesson er mættur aftur á hliðarlínuna með Valsmönnum Hulda Margrét KR og Valur áttust við í stórveldaslag í Vesturbænum í 14. umferð Bestu-deildar karla. Eftir rólegan fyrri hálfleik sprakk leikurinn út í þeim síðari og fjögur mörk voru skoruð á tíu mínútna kafla. Bæði lið gátu verið svekkt með jafnteflið en leikar enduðu með 3-3 jafntefli, í fyrsta leik Ólafs Jóhannessonar í endurkomu sinni til Vals. Leikurinn fór fjörlega af stað. Það voru tæplega þrjár mínútur liðnar af leiknum þegar Theodór Elmar Bjarnason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og tók þrumuskot sem Frederik Schram réði ekki við. Þetta var fyrsta mark Theodórs frá því hann kom til KR en hann var að leika sinn 35 leik í kvöld. Eftir mark Theodórs datt leikurinn niður. Heimamenn voru sterkari og hótuðu öðru marki en Frederik Schram stóð vaktina vel í markinu. Frederik August Albrecht Schram átti öflugan leik í markinuVísir/Hulda Margrét Þegar tæplega hálftími var liðinn af leiknum fékk Hallur Hansson dauðafæri til að skora annað mark KR. Atli Sigurjónsson átti sprett í átt að marki Vals, Atli renndi boltanum á Ægi Jarl sem lét vaða á markið en Frederik Schram varði boltann út í teiginn á Hall Hansson sem tók ömurlega ákvörðun og reyndi að vippa yfir Frederik Schram. Það stemmdi allt í að heimamenn myndi fara með eins marks forskot inn í hálfleikinn en Valur fékk hornspyrnu þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótatímanum. Fyrirliðinn, Haukur Páll skallaði hornspyrnu Jesper Juelsgård í netið. Haukur Páll jafnaði leikinn 1-1Vísir/Hulda Margrét Síðari hálfleikur var frábær skemmtun. Það hafði lítil sem engin áhrif á sóknarleik KR að hafa fengið á sig jöfnunarmark rétt fyrir hálfleik og þurft að gera tvær skiptingar vegna meiðsla. Á 52. mínútu kom Sigurður Bjartur Hallsson KR yfir með laglegu skallamarki eftir hnitmiðaða fyrirgjöf frá Halli Hanssyni. Tæplega þremur mínútum síðar jafnaði Hólmar Örn Eyjólfsson leikinn með sama bragði. Jesper Juelsgård tók aukaspyrnu á hægri kantinum sem Hólmar Örn skallaði í netið. Óljóst var hvort markið hefði átt að standa þar sem Hólmar var á tæpasta vaði að vera rangstæður. Sigurður Bjartur að fagna marki sínuVísir/Hulda Margrét Fjörið hélt áfram og næstur á svið var Ægir Jarl Jónasson sem kom KR í 3-2 á 55. mínútu. Atli Sigurjónsson átti góða sendingu inn fyrir vörn Vals þar mætti Ægir á boltann og kláraði með góðu skoti í nærhornið. Ægir Jarl fagnar markiVísir/Hulda Margrét Patrick Pedersen jafnaði leikinn fimm mínútum eftir mark Ægis. Guðmundur Andri axlaði fyrirgjöf frá hægri kantinum á Patrick Pedersen sem var mættur á fjær og refsaði Þorsteini Má fyrir að gleyma sér í hægri bakverðinum. Eftir þetta markaflóð á tíu mínútum urðu mörkin ekki fleiri og 3-3 jafntefli niðurstaðan. Patrick Pedersen skoraði þriðja mark ValsVísir/Hulda Margrét Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? KR-ingar geta verið svekktir að hafa ekki náð sigri þar sem þeir voru betri í leiknum og fengu færin til að gera út um leikinn. Frederik Schram hélt Val inni í leiknum í fyrri hálfleik og sá til þess að mörk KR urðu ekki fleiri en eitt. Mark Hauks Páls rétt fyri lok fyrri hálfleiks kveikti í Völsurum sem voru töluvert sprækari í síðari hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Bjartur Hallsson var fremsti maður KR í kvöld og skilaði því hlutverki vel. Sigurður skoraði laglegt skallamark og var síógnandi inn í teig Vals. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk má Frederik Schram, markmaður Vals, bera höfuðið hátt eftir leik. Frederik sá til þess að KR skoraði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Hallur Hansson var slakur í fyrri hálfleik og fór afar illa með dauðafæri þar sem hann hefði komið KR í 2-0 forystu en í stað þess að þruma á markið reyndi hann auma vippu yfir 198 sentímetra Frederik Schram. Þorsteinn Már Ragnarsson kom inn á sem hægri bakvörður þar sem Kennie Chopart fór út af meiddur. Þorsteinn Már hefur aldrei spilað hægri bakvörð og frammistaðan eftir því og kostaði KR eitt mark þar sem hann gleymdi sér og Patrick Pedersen refsaði með marki. Hvað gerist næst? KR fer norður þriðjudaginn 2. ágúst og mætir KA klukkan 18:00. Valur fær FH í heimsókn á Origo-völlinn miðvikudaginn 3. ágúst klukkan 19:15. Rúnar: Vorum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleik Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var afar svekktur með að hafa ekki fengið þrjú stig og hefði hann viljað sjá boltann oftar en þrisvar í netinu. „Mér fannst jafntefli ekki gefa rétta mynd af leiknum, við hefðum átt að skora fleiri mörk en Valur í þessum leik,“ sagði Rúnar aðspurður hvort jafntefli hafi gefið rétta mynd af leiknum. Rúnar var afar svekktur með hvernig KR fór með færin sín í fyrri hálfleik sem endaði með að Valur jafnaði leikinn rétt áður en fyrri hálfleikur kláraðist. „Við sköpuðum fullt af færum í fyrri hálfleik og Frederik Schram varði frábærlega frá Halli Hanssyni og einnig frá Ægi [Jarli Jónassyni] sem slapp einn í gegn.“ „Það getur verið súrt að fá á sig jöfnunarmark rétt fyrir hálfleik þar sem augnablikið á það til að snúast andstæðingnum í vil en við pössuðum upp á að láta það ekki gerast. Ég var ánægður með kraftinn í liðinu og við spiluðum fínan leik en það dugði ekki til.“ Eftir að það hafði komið fjögur mörk á tæplega tíu mínútum datt leikurinn niður sem Rúnari þótti afar eðlilegt. „Þetta var hörkuleikur og bæði lið vörðust vel eftir þennan kafla. Bæði lið fóru að sækja á fáum mönnum og það var mikið um skyndisóknir og flottum mörkum,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum. Myndir: Það var mikið svekkelsi í KR-ingum að fá á sig mark í fyrri hálfleikVísir/Hulda Margrét Valsmenn að fagna markiVísir/Hulda Margrét Atli Sigurjónsson gegn Hólmari Erni og Sebastian HedlundVísir/Hulda Margrét Atli Sigurjónsson í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Íslenski boltinn Besta deild karla KR Valur
KR og Valur áttust við í stórveldaslag í Vesturbænum í 14. umferð Bestu-deildar karla. Eftir rólegan fyrri hálfleik sprakk leikurinn út í þeim síðari og fjögur mörk voru skoruð á tíu mínútna kafla. Bæði lið gátu verið svekkt með jafnteflið en leikar enduðu með 3-3 jafntefli, í fyrsta leik Ólafs Jóhannessonar í endurkomu sinni til Vals. Leikurinn fór fjörlega af stað. Það voru tæplega þrjár mínútur liðnar af leiknum þegar Theodór Elmar Bjarnason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og tók þrumuskot sem Frederik Schram réði ekki við. Þetta var fyrsta mark Theodórs frá því hann kom til KR en hann var að leika sinn 35 leik í kvöld. Eftir mark Theodórs datt leikurinn niður. Heimamenn voru sterkari og hótuðu öðru marki en Frederik Schram stóð vaktina vel í markinu. Frederik August Albrecht Schram átti öflugan leik í markinuVísir/Hulda Margrét Þegar tæplega hálftími var liðinn af leiknum fékk Hallur Hansson dauðafæri til að skora annað mark KR. Atli Sigurjónsson átti sprett í átt að marki Vals, Atli renndi boltanum á Ægi Jarl sem lét vaða á markið en Frederik Schram varði boltann út í teiginn á Hall Hansson sem tók ömurlega ákvörðun og reyndi að vippa yfir Frederik Schram. Það stemmdi allt í að heimamenn myndi fara með eins marks forskot inn í hálfleikinn en Valur fékk hornspyrnu þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótatímanum. Fyrirliðinn, Haukur Páll skallaði hornspyrnu Jesper Juelsgård í netið. Haukur Páll jafnaði leikinn 1-1Vísir/Hulda Margrét Síðari hálfleikur var frábær skemmtun. Það hafði lítil sem engin áhrif á sóknarleik KR að hafa fengið á sig jöfnunarmark rétt fyrir hálfleik og þurft að gera tvær skiptingar vegna meiðsla. Á 52. mínútu kom Sigurður Bjartur Hallsson KR yfir með laglegu skallamarki eftir hnitmiðaða fyrirgjöf frá Halli Hanssyni. Tæplega þremur mínútum síðar jafnaði Hólmar Örn Eyjólfsson leikinn með sama bragði. Jesper Juelsgård tók aukaspyrnu á hægri kantinum sem Hólmar Örn skallaði í netið. Óljóst var hvort markið hefði átt að standa þar sem Hólmar var á tæpasta vaði að vera rangstæður. Sigurður Bjartur að fagna marki sínuVísir/Hulda Margrét Fjörið hélt áfram og næstur á svið var Ægir Jarl Jónasson sem kom KR í 3-2 á 55. mínútu. Atli Sigurjónsson átti góða sendingu inn fyrir vörn Vals þar mætti Ægir á boltann og kláraði með góðu skoti í nærhornið. Ægir Jarl fagnar markiVísir/Hulda Margrét Patrick Pedersen jafnaði leikinn fimm mínútum eftir mark Ægis. Guðmundur Andri axlaði fyrirgjöf frá hægri kantinum á Patrick Pedersen sem var mættur á fjær og refsaði Þorsteini Má fyrir að gleyma sér í hægri bakverðinum. Eftir þetta markaflóð á tíu mínútum urðu mörkin ekki fleiri og 3-3 jafntefli niðurstaðan. Patrick Pedersen skoraði þriðja mark ValsVísir/Hulda Margrét Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? KR-ingar geta verið svekktir að hafa ekki náð sigri þar sem þeir voru betri í leiknum og fengu færin til að gera út um leikinn. Frederik Schram hélt Val inni í leiknum í fyrri hálfleik og sá til þess að mörk KR urðu ekki fleiri en eitt. Mark Hauks Páls rétt fyri lok fyrri hálfleiks kveikti í Völsurum sem voru töluvert sprækari í síðari hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Bjartur Hallsson var fremsti maður KR í kvöld og skilaði því hlutverki vel. Sigurður skoraði laglegt skallamark og var síógnandi inn í teig Vals. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk má Frederik Schram, markmaður Vals, bera höfuðið hátt eftir leik. Frederik sá til þess að KR skoraði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Hallur Hansson var slakur í fyrri hálfleik og fór afar illa með dauðafæri þar sem hann hefði komið KR í 2-0 forystu en í stað þess að þruma á markið reyndi hann auma vippu yfir 198 sentímetra Frederik Schram. Þorsteinn Már Ragnarsson kom inn á sem hægri bakvörður þar sem Kennie Chopart fór út af meiddur. Þorsteinn Már hefur aldrei spilað hægri bakvörð og frammistaðan eftir því og kostaði KR eitt mark þar sem hann gleymdi sér og Patrick Pedersen refsaði með marki. Hvað gerist næst? KR fer norður þriðjudaginn 2. ágúst og mætir KA klukkan 18:00. Valur fær FH í heimsókn á Origo-völlinn miðvikudaginn 3. ágúst klukkan 19:15. Rúnar: Vorum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleik Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var afar svekktur með að hafa ekki fengið þrjú stig og hefði hann viljað sjá boltann oftar en þrisvar í netinu. „Mér fannst jafntefli ekki gefa rétta mynd af leiknum, við hefðum átt að skora fleiri mörk en Valur í þessum leik,“ sagði Rúnar aðspurður hvort jafntefli hafi gefið rétta mynd af leiknum. Rúnar var afar svekktur með hvernig KR fór með færin sín í fyrri hálfleik sem endaði með að Valur jafnaði leikinn rétt áður en fyrri hálfleikur kláraðist. „Við sköpuðum fullt af færum í fyrri hálfleik og Frederik Schram varði frábærlega frá Halli Hanssyni og einnig frá Ægi [Jarli Jónassyni] sem slapp einn í gegn.“ „Það getur verið súrt að fá á sig jöfnunarmark rétt fyrir hálfleik þar sem augnablikið á það til að snúast andstæðingnum í vil en við pössuðum upp á að láta það ekki gerast. Ég var ánægður með kraftinn í liðinu og við spiluðum fínan leik en það dugði ekki til.“ Eftir að það hafði komið fjögur mörk á tæplega tíu mínútum datt leikurinn niður sem Rúnari þótti afar eðlilegt. „Þetta var hörkuleikur og bæði lið vörðust vel eftir þennan kafla. Bæði lið fóru að sækja á fáum mönnum og það var mikið um skyndisóknir og flottum mörkum,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum. Myndir: Það var mikið svekkelsi í KR-ingum að fá á sig mark í fyrri hálfleikVísir/Hulda Margrét Valsmenn að fagna markiVísir/Hulda Margrét Atli Sigurjónsson gegn Hólmari Erni og Sebastian HedlundVísir/Hulda Margrét Atli Sigurjónsson í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti