Joni Mitchell kom fram á tónlistarhátíð Elísabet Hanna skrifar 25. júlí 2022 17:02 Joni Mitchell kom gestum hátíðarinnar skemmtilega á óvart. Getty/Douglas Mason Tónlistargoðsögnin Joni Mitchell kom gestum Newport Folk tónlistarhátíðarinnar skemmtilega á óvart um helgina þegar hún kom fram ásamt Brandi Carlile og Marcus Mumford. Þetta var í fyrsta skipti í tuttugu ár sem hún kemur fram og spilar heila tónleika. Joni söng meðal annars lögin sín Both Sides Now og A Case Of You á hátíðinni. Hún hefur verið að fást við heilsufarsleg vandamál og fékk slagæðagúlp í heilann árið 2015. Í viðtali við CBS segist hún hafa óttast það, fyrst eftir aðgerðina sem hún undirgekkst, að geta ekki sungið lögin sín aftur en hún líkir endurhæfingunni sem hún hefur verið að fara í gegnum við barn sem er að læra frá grunni. View this post on Instagram A post shared by Joni Mitchell (@jonimitchell) Þurfti að læra margt frá grunni Í kjölfarið missti hún einnig hæfileikann til þess að spila á gítar og þurfti að læra það aftur og segist enn vera að ná því almennilega: „Ég er að skoða myndbönd sem eru á netinu til þess að sjá hvar ég set fingurna. Það er ótrúlegt hvað slagæðagúlpur strokar út: Hvernig á að fara úr stólnum! Þú veist ekki hvernig á að fara fram úr rúminu lengur,“ sagði hún í viðtalinu. Það var því stór stund þegar hún tók gítarsólóið úr laginu Just Like This Train á hátíðinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4aqGjaFDTxQ">watch on YouTube</a> Kom síðast fram á hátíðinni 1969 Joni hefur sungið sig inn í hug og hjörtu manna sem söngkona og lagasmiður síðan 1964. Hún kom fyrst fram á Newport Folk hátíðinni þegar hún var aðeins tuttugu og þriggja ára gömul árið 1967 en síðast kom hún fram á hátíðinni árið 1969. View this post on Instagram A post shared by Joni Mitchell (@jonimitchell) „Joni Jams“ Sviðið var sett upp eins og stofan heima hjá Joni í Kaliforníu þar sem söngkonan hefur á bataferli sínu verið gestgjafi „Joni Jams" ásamt öðrum tónlistarmönnum undanfarin ár. „Hún vildi bara sitja þarna og drekka vínið sitt og hlusta. En sú varð ekki raunin, hún byrjaði að syngja og svo fór hún að spila," sagði Brandi Carlile um upphaf Joni Jams sem hún færði á svið hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Joni Mitchell (@jonimitchell) Tónlist Tengdar fréttir Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Joni Mitchell talin ná fullum bata: „Hefur ekki gefist upp“ Talsmaður hennar segir söngvaskáldið með meðvitund. 29. apríl 2015 13:10 Joni Mitchell á gjörgæslu Fjölskylda Mitchells hvetur aðdáendur hennar til að kveikja á kerti og syngja eins og eitt lag. 1. apríl 2015 07:18 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Joni söng meðal annars lögin sín Both Sides Now og A Case Of You á hátíðinni. Hún hefur verið að fást við heilsufarsleg vandamál og fékk slagæðagúlp í heilann árið 2015. Í viðtali við CBS segist hún hafa óttast það, fyrst eftir aðgerðina sem hún undirgekkst, að geta ekki sungið lögin sín aftur en hún líkir endurhæfingunni sem hún hefur verið að fara í gegnum við barn sem er að læra frá grunni. View this post on Instagram A post shared by Joni Mitchell (@jonimitchell) Þurfti að læra margt frá grunni Í kjölfarið missti hún einnig hæfileikann til þess að spila á gítar og þurfti að læra það aftur og segist enn vera að ná því almennilega: „Ég er að skoða myndbönd sem eru á netinu til þess að sjá hvar ég set fingurna. Það er ótrúlegt hvað slagæðagúlpur strokar út: Hvernig á að fara úr stólnum! Þú veist ekki hvernig á að fara fram úr rúminu lengur,“ sagði hún í viðtalinu. Það var því stór stund þegar hún tók gítarsólóið úr laginu Just Like This Train á hátíðinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4aqGjaFDTxQ">watch on YouTube</a> Kom síðast fram á hátíðinni 1969 Joni hefur sungið sig inn í hug og hjörtu manna sem söngkona og lagasmiður síðan 1964. Hún kom fyrst fram á Newport Folk hátíðinni þegar hún var aðeins tuttugu og þriggja ára gömul árið 1967 en síðast kom hún fram á hátíðinni árið 1969. View this post on Instagram A post shared by Joni Mitchell (@jonimitchell) „Joni Jams“ Sviðið var sett upp eins og stofan heima hjá Joni í Kaliforníu þar sem söngkonan hefur á bataferli sínu verið gestgjafi „Joni Jams" ásamt öðrum tónlistarmönnum undanfarin ár. „Hún vildi bara sitja þarna og drekka vínið sitt og hlusta. En sú varð ekki raunin, hún byrjaði að syngja og svo fór hún að spila," sagði Brandi Carlile um upphaf Joni Jams sem hún færði á svið hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Joni Mitchell (@jonimitchell)
Tónlist Tengdar fréttir Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Joni Mitchell talin ná fullum bata: „Hefur ekki gefist upp“ Talsmaður hennar segir söngvaskáldið með meðvitund. 29. apríl 2015 13:10 Joni Mitchell á gjörgæslu Fjölskylda Mitchells hvetur aðdáendur hennar til að kveikja á kerti og syngja eins og eitt lag. 1. apríl 2015 07:18 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07
Joni Mitchell talin ná fullum bata: „Hefur ekki gefist upp“ Talsmaður hennar segir söngvaskáldið með meðvitund. 29. apríl 2015 13:10
Joni Mitchell á gjörgæslu Fjölskylda Mitchells hvetur aðdáendur hennar til að kveikja á kerti og syngja eins og eitt lag. 1. apríl 2015 07:18