Betsy semur við Wellington Pheonix | „Draumur að rætast“ Atli Arason skrifar 25. júlí 2022 17:30 Betsy Hassett leikur með Stjörnunni út yfirstandandi leiktímabil áður en hún kemur aftur til liðsins fyrir næsta leiktímabil. Hulda Margrét Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar í Bestu-deild kvenna, mun yfirgefa liðið í lok leiktíðar til að fara á heimaslóðir í Nýja-Sjálandi og leika á lánssamningi með Wellington Pheonix í áströlsku A-deildinni. Betsy segir draum sinn vera að rætast að leika í A-deildinni með nýsjálensku liði en þetta verður í fyrsta skipti sem lið staðsett í Nýja-Sjálandi mun leika í áströlsku A-deildinni. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Mig hefur langað að spila sem atvinnumaður í Nýja-Sjálandi alveg síðan ég var lítil stelpa en það hefur aldrei verið lið til þess. Núna er það loksins komið,“ sagði Betsy Hassett í samtali við Vísi í dag. „Ég þurfti að spila erlendis öll þessi ár þar sem það var ekki hægt að spila heima fyrr en núna. Mig hefur alltaf dreymt um að spila í A-deildinni en þetta er sennilega minn síðasti séns þar sem ég er að nálgast síðari enda ferilsins,“ bætti Betsy við en ásamt því að leika fyrir Stjörnuna og KR hér á Íslandi hefur hún meðal annars leikið með Manchester City í Englandi, Werder Bremen í Þýskalandi og Ajax í Hollandi, á 13 ára atvinnumannaferli. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst mótið eftir tæpt ár, í júlí 2023. Betsy Hassett, sem verður 32 ára í næstu viku, er fjórða leikjahæsta landsliðskona Nýja-Sjálands frá upphafi með 132 landsleiki. „Þetta er fullkomin tímasetning fyrir mig. Heimsmeistaramótið er á næsta ári og það verður frábært að spila bæði með og gegn samherjum mínum í landsliðinu og að vera í kringum aðdraganda stórviðburðarins, sem er heimsmeistaramótið á heimavelli,“ sagði Betsy með bros á vör. „Það verður fínt að fá að búa í Nýja-Sjálandi aftur eftir svo mörg ár. Það á eftir að vera gott að vera í kringum fjölskylduna mína og vini sem ég þurfti að fórna fyrir fótboltaferilinn sem hefur tekið mig hringinn í kringum hnöttinn eftir að ég yfirgaf Nýja-Sjáland aðeins 18 ára gömul,“ sagði Betsy, sem mun þó snúa aftur til Stjörnunnar og leika með liðinu tímabilið 2023 eftir ævintýrið í Nýja-Sjálandi. View this post on Instagram A post shared by Wellington Phoenix FC (@wellingtonphoenix) Stjarnan Besta deild kvenna HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. 20. júlí 2022 19:00 Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. 24. júlí 2021 13:30 Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær. 17. júlí 2019 16:30 FIFA ætlar að stækka HM kvenna upp í 32 lið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu ætti að eiga meiri möguleika á að komast á næsta heimsmeistaramót eftir fjögur ár. Alþjóða knattspyrnusambandið mun fjölga þjóðum um átta milli móta. 5. júlí 2019 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
„Ég er mjög spennt fyrir þessu. Mig hefur langað að spila sem atvinnumaður í Nýja-Sjálandi alveg síðan ég var lítil stelpa en það hefur aldrei verið lið til þess. Núna er það loksins komið,“ sagði Betsy Hassett í samtali við Vísi í dag. „Ég þurfti að spila erlendis öll þessi ár þar sem það var ekki hægt að spila heima fyrr en núna. Mig hefur alltaf dreymt um að spila í A-deildinni en þetta er sennilega minn síðasti séns þar sem ég er að nálgast síðari enda ferilsins,“ bætti Betsy við en ásamt því að leika fyrir Stjörnuna og KR hér á Íslandi hefur hún meðal annars leikið með Manchester City í Englandi, Werder Bremen í Þýskalandi og Ajax í Hollandi, á 13 ára atvinnumannaferli. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst mótið eftir tæpt ár, í júlí 2023. Betsy Hassett, sem verður 32 ára í næstu viku, er fjórða leikjahæsta landsliðskona Nýja-Sjálands frá upphafi með 132 landsleiki. „Þetta er fullkomin tímasetning fyrir mig. Heimsmeistaramótið er á næsta ári og það verður frábært að spila bæði með og gegn samherjum mínum í landsliðinu og að vera í kringum aðdraganda stórviðburðarins, sem er heimsmeistaramótið á heimavelli,“ sagði Betsy með bros á vör. „Það verður fínt að fá að búa í Nýja-Sjálandi aftur eftir svo mörg ár. Það á eftir að vera gott að vera í kringum fjölskylduna mína og vini sem ég þurfti að fórna fyrir fótboltaferilinn sem hefur tekið mig hringinn í kringum hnöttinn eftir að ég yfirgaf Nýja-Sjáland aðeins 18 ára gömul,“ sagði Betsy, sem mun þó snúa aftur til Stjörnunnar og leika með liðinu tímabilið 2023 eftir ævintýrið í Nýja-Sjálandi. View this post on Instagram A post shared by Wellington Phoenix FC (@wellingtonphoenix)
Stjarnan Besta deild kvenna HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. 20. júlí 2022 19:00 Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. 24. júlí 2021 13:30 Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær. 17. júlí 2019 16:30 FIFA ætlar að stækka HM kvenna upp í 32 lið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu ætti að eiga meiri möguleika á að komast á næsta heimsmeistaramót eftir fjögur ár. Alþjóða knattspyrnusambandið mun fjölga þjóðum um átta milli móta. 5. júlí 2019 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. 20. júlí 2022 19:00
Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. 24. júlí 2021 13:30
Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær. 17. júlí 2019 16:30
FIFA ætlar að stækka HM kvenna upp í 32 lið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu ætti að eiga meiri möguleika á að komast á næsta heimsmeistaramót eftir fjögur ár. Alþjóða knattspyrnusambandið mun fjölga þjóðum um átta milli móta. 5. júlí 2019 14:00